Laugarborg

Laugarborg er fallegt félagshemili með vel búnum sal og eldhúsi fyrir hverskyns tilefni. Salurinn er stór og rúmgóður og hentar vel fyrir brúðkaup, tónleika, fundarhald og önnur tilefni. Í honum er skjávarpi, hljóðkerfi, stórt svið og púlt og er hann búinn fallegum lýsingarmöguleikum fyrir brúðkaup. Einnig er allur borðbúnaður og annað sem til þarf fyrir veisluhöld. 
 
Laugarborg var tekin í notkun sem félagsheimili fyrir Hrafnagilshrepp árið 1959. Húsið er í meirihlutaeigu Eyjafjarðarsveitar en aðrir eigendur eru Kvenfélagið Iðunn og Ungmennafélagið Samherjar. Þann 19. janúar 1992, var Laugarborg formlega vígð sem tónlistarhús eftir viðamiklar breytingar.
 
Samhliða nýju hlutverki tónlistarhúss, þjónar Laugaborg enn hlutverki félagsheimilis. Þar eru haldnar árshátíðir Hrafnagilsskóla og tónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar á svæðinu.
 
Húsið leigt út fyrir ýmsa viðburði svo sem veislur, tónleika og ættarmót til aðila innan sveitar sem utan. Nánari upplýsingar gefur húsvörður Laugaborgar á netfanginu laugarborg@esveit.is og í síma 463 1139 eftir kl. 16:00.
 
Síðast uppfært 15. apríl 2024
Getum við bætt efni síðunnar?