Fréttir og tilkynningar

Eyjafjarðarsveit - auglýsing á afgreiðslu sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 21. nóvember 2019 afgreiðslu skipulagsnefndar þann 14. mars 2019 á deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfa skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið tekur til uppbyggingar svínabús á landspildu sunnan Finnastaðaár og vestan Eyjafjarðarbrautar vestri.
Fréttir

Skipulagsnefnd vinnur að umferðaröryggisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit

Kallað er eftir ábendingum frá vegfarendum sveitarfélagsins um það sem betur má fara í umferðarmálum í sveitarfélaginu. Hafa má í huga atriði eins og ástand vega, snjómokstur, umferð gangandi vegfarenda, akandi og ríðandi. Þá er einnig vert að benda á gróður, heft útsýni, erfið gatnamót og heimreiðar svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að staðsetningar séu skilmerkilega tilgreindar í ábendingum og gott er að hafa myndir með þar sem við á. Ábendingar sendist á esveit@esveit.is merkt sem erindi „Ábendingar fyrir umferðaröryggisáætlun“ fyrir 12. janúar 2020. Skipulagsnefnd
Fréttir

Atvinna - Skólaliði

Inn í öflugan og skemmtilegan starfsmannahóp Hrafnagilsskóla vantar skólaliða í 90% starf. Ráðið er í starfið út skólaárið og möguleiki á fastráðningu í framhaldi. Best væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Fréttir

Fundarboð 541. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

541. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 6. desember 2019 og hefst kl. 12:00.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir