Fréttir og tilkynningar

Gangnaseðlar hrossasmölunar 2020

Hrossasmölun verður 2. október og stóðréttir í framhaldi þann 3. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt.
Fréttir

Umhverfisstofnun - Tillaga að starfsleyfi fyrir Moltu ehf, Akureyri

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Moltu ehf. til reksturs á jarðgerðarstöð á Þveráreyrum, Akureyri. Moltu ehf. er heimilt að taka á móti allt að 15.000 tonnum á ári af lífrænum heimilis- og fyrirtækjaúrgangi, sláturúrgangi og stoðefnum. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 22. október 2020. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Fréttir

Sá einn veit er víða ratar

Sveitarstjórnir Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps heimsóttu hvor aðra síðastliðinn þriðjudag til að kynna sér innviði sveitarfélaganna og bera saman bækur. Tilgangur samneytisins var að skrafa um sameiginlega hagsmuni, aukið samstarf, sameiningarmál og hvað slíkt myndi þýða fyrir sveitarfélögin.
Fréttir

Hrafnagilshverfi - skipulagslýsing aðal– og deiliskipulags

Lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags Hrafnagilshverfis er aðgengilega á heimasíðu sveitarfélagsins. Íbúum til hægðarauka er hægt að hlaða niður kortum af þéttbýlinu sem hægt er að nota við vangaveltur og til að koma tillögum á framfæri. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna til mánudagsins 19. október 2020.
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir