Fréttir og tilkynningar

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 og árin 2025–2027

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 og árin 2025–2027, var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar þann 7. desember. Áætlunin gerir ráð fyrir að almennur rekstur sveitarfélagsins verði í jafnvægi líkt og undanfarin ár. Helstu niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 eru: Tekjur eru áætlaðar kr. 1.794 millj. Gjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.464 millj. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 267,6 millj. og að veltufé frá rekstri verði 252,7 millj. Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 811,5 millj. á árinu 2024. Stærstu einstöku framkvæmdirnar eru við nýbyggingu leik- og grunnskóla 720 millj. og gatnagerð og fráveitu 50 millj. Gert er ráð fyrir að á árinu 2024 verði eignir seldar fyrir 80 millj. og tekið verði lán 150 millj. en það er fyrsta lántaka Eyjafjarðarsveitar síðan 2006. Á áætlunartímabilinu 2025 – 2027 er gert ráð fyrir fjárfestingu fyrir 1.156 millj. Þessum útgjöldum verður m.a. mætt með aðhaldi í rekstri, sölu eigna og lántöku. Áætluð lántaka tímabilsins er 317 millj. Skuldaviðmið Eyjafjarðarsveitar samkvæmt reglugerð er nú 0% en í lok framkvæmdatímabilsins er það áætlað 40%. Leyfilegt skuldahlutfall er 150% Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir, 1.968 millj. á árunum 2024 – 2027 sem bætast við framkvæmdir á árunum 2022 og 2023 sem voru 313 millj., er og verður fjárhagsstaða Eyjafjarðarsveitar sterk. Ræður þar mestu að undanfarin ár hefur verið gætt aðhalds í rekstri sveitarfélagsins og skipulag og framtíðarsýn hefur verið skýr varðandi þær framkvæmdir sem nú er verið að ráðast í.
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir tímabundinni afleysingu í móttökueldhús

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir tímabundinni afleysingu í móttökueldhús. ● Um er að ræða 50 - 100% stöðu eða e.t.v tvær 50% stöður. ● Afleysing a.m.k. bara í desember en möguleiki á meiri vinnu. ● Æskilegt er að byrja sem fyrst eða eftir samkomulagi. Allur matur er eldaður í eldhúsinu í Hrafnagilsskóla þannig að það þarf að taka á móti matnum og græja fyrir bæði matsal og vagna. Síðan er það frágangur og uppvask sem og að sjá um allan þvottinn. Þar sem að hann er mikill á svona stóru heimili. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 74 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands. Menntunar- og hæfniskröfur ● Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. ● Metnaður og áhugi til að taka þátt í góðu skólastarfi. Umsóknarfrestur er til 15. des 2023. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun til starfa

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun til starfa. Tveir kennarar í 100% Leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundna stöður á deild með yngri börnum. Æskilegt starfsbyrjun er 2. janúar 2024, sem fyrst eða eftir samkomulagi. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 74 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024/2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Menntunar- og hæfniskröfur Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari. Færni í að vinna í stjórnendateymi. Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. Góð íslenskukunnátta skilyrði. Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. Umsóknarfrestur er til 15. des 2023. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is
Fréttir

Fjárfestahátíð Norðanáttar 2024 - Opið fyrir umsóknir

Fjárfestahátíð Norðanáttar er vettvangur fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki til að kynna verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir