Enginn skóli verður frá 8:15 - 9:55 en skoðað verður með að opna skólann kl. 10:00 fyrir þá nemendur sem komast. Ekki verður hægt að fylgja stundaskrá og opnunin verður einnig skoðuð með tilliti til hvort starfsfólk komist til vinnu. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með tilkynningum í fyrramálið í gegnum upplýsingasíma skólans 8781603, á heimasíðu eða með netpósti en ekki er öruggt að svarað verði í skólasímann strax í fyrramálið. Upplýsingar um skólahald munu liggja fyrir ekki seinna en klukkan níu á morgun.