Fréttir og tilkynningar

40% starf í heimaþjónustu - framtíðarstarf

Félagsleg heimaþjónusta felur í sér margskonar aðstoð við einstaklinga á heimilum sínum sem geta ekki hjálparlaust sinnt daglegum verkefnum vegna öldrunar, veikinda, álags eða fötlunar. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu þar sem samskipti og virðing eru höfð í fyrirrúmi. Aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf er stórt verkefni í heimaþjónustu en einnig er um að ræða verkefni tengd félagslegum stuðningi og önnur aðstoð og stuðningur. Starfsmaður í heimaþjónustu þarf að vera hvetjandi og jafnframt sýna umburðarlyndi og skilning á aðstæðum þjónustuþega.
Fréttir

LEIKSKÓLASTARFSFÓLK - FRAMTÍÐARSTÖRF

Leikskólinn krummakot í Hrafnagilshverfi leitar eftir starfsfólki í framtíðarstörf Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða leiðbeinanda. Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 36 klukkustundir á viku. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 77 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: · Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. · Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. . Framúrskarandi samskiptahæfileikar. · Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. · Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2023. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal sendist til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
Fréttir

Sundnámskeið

Í vikunni 19.-23. júní verður sundlaugin okkar hituð upp vegna sundnámskeiðs leikskólabarnanna okkar og þeirra sem byrja í skóla í haust. Við vonumst til að því verður sýndur skilningur en einnig er kjörið tækifæri til að kíkja með þau yngstu í sund þessa daga. Skráning barna á námskeiðið fer fram á Sportabler. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
Fréttir

Starfskraftur óskast við þrif

Starfskraftur óskast við þrif á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og Félagsborg. Vinnutími sveigjanlegur. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir