Kæru sveitungar.
Föstudaginn 14. nóvember verður haldin hátíð í Hrafnagilsskóla í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þemadögunum þar sem unnið verður með hrafninn. Nemendur 7. bekkjar hefja undirbúning fyrir Stóru upplestrarkeppnina og lesa textabrot og ljóð um krummann.
Nemendur á yngsta og miðstigi sem æfa dans með Samherjum sýna dansa.
Nemendur í 10. bekk eru með veitingasölu að lokinni dagskrá. Þar verður standandi hlaðborð og verðin eru eftirfarandi:
0-5 ára ókeypis
Nemendur í 1.-10. bekk 1.000 kr.
Þau sem lokið hafa grunnskóla 2.500 kr.
Nemendur 10. bekkjar verða með söluborð og taka niður pantanir í klósettpappír, eldhúspappír, útikerti, teljós (sprittkerti), lakkrís, bland í poka og fisk.
Einnig ætla unglingarnir að vera með ,,loppusölu” í Hyldýpinu og selja þar vel með farin notuð föt á góðu verði.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð bekkjarins.
Hægt er að greiða með peningum og einnig er posi á staðnum.
Öll eru hjartanlega velkomin, nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla.
