Listaskálinn og kaffihúsið á Brúnum

Laugardaginn 12. júní opnar listaskálinn og kaffihúsið á Brúnum þetta sumarið. Opið verður frá fimmtudegi – sunnudags frá kl. 12.00-18:00 en lokað hina dagana nema fyrir hópa.
Ætlum að bjóða upp á súpu, brauð og salat þegar það verður orðið vel sprottið í garðinum okkar. Einnig verða kökur og kruðerí á boðstólnum. Minnum á heimasíðu okkar brunirhorse.is og síðan bæði facebook síðu með sama nafni og Instagram reikning með sama nafni.
Hlökkum til að sjá sem flesta nær og fjær.

SÝNINGIN HENNAR HELGU SIGRÍÐAR VALDEMARSDÓTTUR, RÆTUR, OPNAR 12. JÚNÍ KL. 14:00

Við hlökkum mikið til að fá að sýna myndirnar hennar og hvetjum alla til að koma, sjá og njóta veitinga í listaskálanum á Brúnum.
Rætur
Djúpt í rótum okkar býr Auður.
Minning um innri styrk konunnar, glóð, flæði, frjósemi, innsæi, visku, forvitni, ást, dans, söng, gleði, ástaratlot, haga dverga í steini, gullið men og gullinn mjöð. Minning um áföll, reiði, stolt, harm, baráttuþrek