Söfnun fyrir fjölskyldu í sveitinni

Komið þið sæl.

Í upphafi árs fór Sigurbjörn Árni Guðmundsson til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni og gekkst Sigurbjörn, eða Bubbi eins og hann er alltaf kallaður, undir opna hjartaaðgerð þar sem skipt var um lungnaæð.

Bubbi fæddist með hjartagalla og þurfti að fara í flóknar aðgerðir sem lítill drengur. Fyrir áramót glímdi hann við bakteríusýkingu í blóði sem erfitt var að uppræta. Hann dvaldi því meira og minna á Barnaspítala Hringsins og barnadeild SAk.

Nú er fjölskyldan komin heim og við tekur endurhæfing með öllu því sem henni fylgir.

Við minnum á söfnun sem er í gangi en henni lýkur í byrjun febrúar.
Þeir sem vilja leggja málefninu lið eru beðnir um að leggja inn á reikninginn 565-14-209, kt. 691018-0320.