Framkvæmdastjóri Handverkshátíðar í Eyjafjarðarsveit 2018

Framkvæmdastjóri Handverkshátíðar í Eyjafjarðarsveit 2018 Eva Björg Óskarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri "Handverkshátíðar" sem haldin er á

Framkvæmdastjóri Handverkshátíðar í Eyjafjarðarsveit 2018

Eva Björg Óskarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri "Handverkshátíðar" sem haldin er á hverju sumri í Eyjafjarðarsveit. Eva er 28 ára gömul og lauk námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað við grafíska hönnun hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Vann meðal annars kynningarefni fyrir Akureyrarvöku og rak hönnunarverslunina Búðina í Listagilinu á Akureyri síðastliðið sumar. Eva hefur þegar tekið til starfa við undirbúning og skipulagningu og verður vinnan komin á fullt innan skamms. Handverkshátíðin verður haldin í og við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit dagana 9.-12.ágúst n.k.


Svæði

Handverkshátíð
Arctic handcraft and design

Kristín Anna & Heiðdís Halla

Framkvæmdastjórar
handverk@esveit.is

Myndagallerý

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00