Handverkshátíđ 2017

Handverkshátíđ 2017 Handverkshátíđin í Eyjafjarđarsveit er nú haldin i 25. skiptiđ og viđ fögnum ţessum tímamótum á margvíslegan hátt međ veglegri

Handverkshátíđ 2017

Handverkshátíđin í Eyjafjarđarsveit er nú haldin i 25. skiptiđ og viđ fögnum ţessum tímamótum á margvíslegan hátt međ veglegri Handverkshátiđ.

Handverkshátíđ hefur löngu sannađ tilvist sína sem vettvangur ţar sem hittist handverksfólk víđs vegar ađ af landinu, skemmra sem lengra komnir, einstaklingar sem handverkshópar. Sú var einmitt hugmyndin ađ baki hátíđinni í upphafi – ađ leiđa fólk saman sem deildi ţeirri sameiginlegu sýn ađ efla íslenskt handverk og tryggja ađ ţekking á gömlu íslensku handverki fćrđist milli kynslóđa.

Ţema Handverkshátíđar 2017 er tré. Viđ munum viđ gera okkar ástkćra tré hátt undir höfđi og höldum hátíđ trésins. Sćnski heimilisiđnađarráđunauturinn Knut Östgĺrd ćtlar ađ heiđra okkur međ nćrveru sinni. Knut er okkur af góđu kunnur og hefur útvegađ Handverkshátíđinni sérfrćđinga í ţjóđlegu handverki í gegnum tíđina. Hann hefur unniđ sem heimilisiđnađarráđunautur í 27 ár, haldiđ fjöldann allan af námskeiđum, gert frćđslumyndbönd, gefiđ út bćkur og stađiđ fyrir sýningum og verkefnum sem hafa fariđ um öll norđurlöndin. Knut Östgĺrd verđur einn af sýnendum hátíđarinnar auk ţess sem hann mun halda námskeiđ og fyrirlestra.

Ţađ er okkur einnig sannur heiđur ađ kynna til íslensku sögunnar sćnska farandssýningu sem ber nafniđ UR BJÖRK eđa úr birki. Ađ sýningunni standa 22 handverksmenn og –konur sem skiptu á milli sín heilu birkitré og fengu ţađ hlutverk ađ nýta allt efniđ međ frjálsum huga og höndum. Knut er einn af ađstandendum sýningarinnar og segist hafa lengi dreymt um ađ vinna verkefni eins og ţetta. Nú er ţađ orđiđ ađ veruleika og sýningin komin í heimsókn alla leiđ til Íslands og alla leiđ á Hrafngil í Eyjafjarđarsveit. Ţađ tók hópinn 6 mánuđi ađ vinna alla ţessa muni og ţađ skal tekiđ fram ađ allt var nýtt af ţessu tiltekna tré. Birkitréđ var 25 metra hátt og 30 cm. í ţvermál og afraksturinn er 400 hlutir. Verđmćtaaukning er ótvírćđ ţegar nytjalist er unnin úr tré og UR BJÖRK virkilega falleg og stórbrotin sýning sem enginn ćtti ađ láta framhjá sér fara.


Svćđi

Handverkshátíđ
Arctic handcraft and design

Kristín Anna & Heiđdís Halla
847-0516       867-2357

Framkvćmdastjórar
handverk@esveit.is

Myndagallerý

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00