Fer­a■jˇnusta

Eyjafjar­arß hefur veri­ br˙u­ ß nokkrum st÷­um. Eyjafjar­arhringurinn og Eyjafjar­arßttan eru vinsŠlir bÝlt˙rar enda tilvali­ a­ skella sÚr ß

Fer­a■jˇnusta

Eyjafjarðará hefur verið brúuð á nokkrum stöðum. Eyjafjarðarhringurinn og Eyjafjarðaráttan eru vinsælir bíltúrar enda tilvalið að skella sér á góðviðrisdegi og skoða fallega sveit og þá fjölbreyttu kosti sem hún hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Má þar nefna góða sundlaug með vaðlaug og stórri vatnsrennibraut, sparkvöll, íþróttavöll og skemmtilegt leiksvæði, Smámunasafnið, kaffihús, ísbar, grænmetis- og hráfæðistað, stangveiði, hestaleigu og tvo golfvelli. Ekki má gleyma kirkjunum sex sem allar eiga merkilega sögu og arkitektúr.
Þreyttir ferðalangar geta að bíltúr loknum leitað sér gistingar á einhverjum af gistimöguleikum sveitarinnar, hvort sem er á vel búnu Tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar eða einhverju af hinum notalegu gistiheimilum sveitunganna.

Kortasjá, sem er vefkort af sveitarfélaginu má sjá hér. Notendur geta þar stillt hversu nákvæm mynd er skoðuð.

 

SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins