Febrúar 2015

  Fréttir frá Ferđamálafélaginu Febrúar 2015 Ţađ er töluverđ vinna farin í gang hjá Ferđamálafélaginu síđan á síđasta

Febrúar 2015

 

Fréttir frá Ferðamálafélaginu

Febrúar 2015

Það er töluverð vinna farin í gang hjá Ferðamálafélaginu síðan á síðasta aðalfundi og í þessu fréttabréfi verður drepið á það helsta. Einnig farið yfir nokkur verkefni sem eru framundan.
Þá minnum við á félagsfundinn okkar sem haldinn verður á Silvu, fimmtudaginn 5. mars, en þar mun Þorvaldur Lúðvík frá Atvinnuþróunarfélaginu leiða okkur í gegn um þá vinnu sem framundan er í stefnumótun okkar. Stefnumótunin er eitt okkar allra stærsta verkefni sem er framundan og mikilvægt að sem flestir komi að þeirri vinnu. 

 
 

Upplýsingamiðstöð á Hrafnagili

Stjórnin sendi á dögunum sveitarfélaginu erindi þar sem óskað var eftir því að upplýsingamiðstöð yrði komið upp í íþróttamiðstöðinni á Hrafnagili í sumar. Það er afar mikilvægt fyrir okkur að gestir þessa fjölfarna staðar sem sundlaugin og tjaldsvæðið eru, geti sótt sér upplýsingar um gistingu, veitingar og afþreyingu í Eyjafjarðarsveit.
Erindið verður tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi 4. mars, en ekki er að heyra annað en þessu verði vel tekið.

 

 

 


North Iceland Food Festival 2015

Matarsýniningin Matur-Inn verður haldin í íþróttahöllinni á Akureyri 17. og 18. október 2015. Þessi sýning hefur fest sig í sessi annað hvert ár en nú á að efla dagskránna svo um munar og bjóða upp á norðlenska matarhátíð frá 12. október sem lýkur með sýningunni. Í tilkynningu frá undirbúningshópnum segir;
 "Alla vikuna verða skipulagðir viðburðir s.s. fyrirlestrar tengdir mat og matarmenningu,leikrit um mat, matarhandverkskeppni, heimsóknir í matvælafyrirtæki, matreiðslunámskeið þar sem unnið er með mat úr héraði, hægt verður að bóka í ferðir með ferðaskrifstofu þar sem matur í héraði er í aðalhlutverki, valdir veitingastaðir bjóða upp á matseðla með séráherslum og kynntar verða gamlar íslenskra matarhefðir. Tilgangurinn með því að útvíkka hugmyndina og tengja viðburði við sýninguna er að stækka markhópinn enn frekar og er þá m.a. verið að horfa út fyrir landsteinana, þar sem miklir möguleikar felast í að kynna íslenska matarmenningu og upplifun með ferðamenn í huga."
Hér er um afar spennandi verkefni að ræða og frábært tækifæri fyrir okkur í Eyjafjarðasveit að taka þátt. Hér er mikil matvælaframleiðsla og úrval veitingastaða og full ástæða til að taka þátt í þessari hátíð af fullum krafti.
Stjórnin beinir þeirri hugmynd til félagsmanna að sýningaraðilar úr Eyjafjarðarsveit taki sig saman og standi fyrir sameiginlegum kynningarbás á sýningunni. 
Þetta stóra verkefni verður nánar rætt síðar, en um að gera að fara að leggja höfuðið í bleyti og velta fyrir sér möguleikum á þátttöku. 
 

 

Birding Trail fuglaverkefnið

Markaðsstofa Norðurlands hýsir og heldur utan um verkefni þar sem Norðurland er kynnt sérstaklega sem áfangastaður fuglaskoðara. Það kom í ljós á kynningarfundi um daginn að inn í þetta verkefni vantaði upplýsingar úr Eyjafjarðarsveit og við því var þegar brugðist. Eyþór Ingi Jónsson, íbúi á Hrafnagili og organisti við Akureyrarkirkju, hefur þekkst boð Ferðamálafélagsins um að vera fulltrúi félagsins í þessu verkefni. Hans hlutverk verður því að halda utan um þátttöku okkar í verkefninu, enda hér mikið og fjölskrúðugt fuglalíf sem ekki má glatast úr svona verkefni. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér. 

 

 

 

Gönguvika á Akureyri og nágrenni
13.-19. júlí 2015

Hin árlega gönguvika á Akureyri og nágrenni verður haldin 13. - 19. júlí í sumar. Við leitum að einhverjum áhugasömum fjallagarpi til að koma einni göngu hér í Eyjafjarðarsveit á kortið í þessari viku og gera okkur þar með gildandi í þessu verkefni. 
Það er mjög mikilvægt fyrir okkur til að koma ferðaþjónustunni hér í sveitinni á framfæri að taka þátt í svona verkefnum sem í gangi eru. Það getur nefnilega eitt leitt af öðru, eftir svona göngu gæti fólki langað til að skoða meira í sveitinni, söfn eða gallerí, nýta sér einhverja aðra afþreyingu, eða fá sér að borða á veitingastöðunum okkar sem dæmi. 
Stjórnin lýsir hér með eftir einhverjum til að leiða eina göngu og koma henni inn í verkefnið. Athugið að rukkað er inn í þessar göngur þar sem um fararstjórn er að ræða. Það gætu þá verið laun viðkomandi fyrir viðvikið. 

Svćđi

Skrifstofa Eyjafjarđarsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins