Lög

Lög Ferđamálafélags Eyjafjarđarsveitar Samţykkt á stofnfundi félagsins ţann 26. janúar 2011 Breytt á ađalfundi 8. janúar 2015 1. gr. Félagiđ heitir

Lög


Lög Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar
Samþykkt á stofnfundi félagsins þann 26. janúar 2011
Breytt á aðalfundi 8. janúar 2015

1. gr.
Félagið heitir Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar. Starfssvæði félagsins er Eyjafjarðarsveit. Félagar geta orðið fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir í Eyjafjarðarsveit, sem reka ferðaþjónustu og skylda starfsemi í sveitarfélaginu.

2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er á heimili formanns.

3. gr.
Tilgangur félagsins er:
1. Að efla ferðaþjónustu á félagssvæðinu, þannig að hún verði til sem mestra hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins.
2. Að bæta þjónustu við það fólk sem ferðast um sveitina og dvelur þar sem gestir.
3. Að vinna að því að öll þjónusta og fyrirgreiðsla við ferðamenn í sveitinni verði með menningarlegum og snyrtilegum blæ og hlutaðeigandi til sóma.

4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná:
1. Með því að vinna að samræmingu og samvinnu ferðaþjónustu á félagssvæðinu og beita sér fyrir sem fjölbreyttastri þjónustu við ferðafólk.
2. Með útgáfu kynningar- og auglýsingabæklinga og dreifingu þeirra, svo og annarri upplýsingastarfsemi.
3. Með öflun upplýsinga um nýjungar í ferðamálum og með því að stuðla að opinni umræðu um ferðamál.
4. Með því að leita nýrra leiða til að laða að ferðamenn til sveitarinnar og vekja athygli samfélagsins og annarra á gildi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar í sveitinni.
5. Með því að efla vitund íbúanna fyrir varðveislu fagurra staða og fyrir snyrtilegri umgengni við landið.
6. Með því að koma fram sem málsvari innan samtaka ferðamálafélaga svo og á öðrum skyldum vettvangi, eftir því sem tilefni er til.
7. Með annarri starfsemi sem talin er ferðamálum á félagssvæðinu til framdráttar.

5. gr.
Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum lögmætra funda þess.

6. gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir 1. apríl ár hvert. Fundurinn skal auglýstur með a.m.k. viku fyrirvara. Hann skal boðaður skriflega til allra félagsmanna ef tillögur til lagabreytinga liggja fyrir liggja. Atkvæðarétt á aðalfundi hafa skuldlausir skráðir félagar


eða fulltrúar þeirra. Enginn fer með meira en eitt atkvæði á aðalfundi.

Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra.
2. Kosning fundarritara.
3. Lögð fram skýrsla stjórnar ásamt félagaskrá.
4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
5. Tillögur um lagabreytingar ef einhverjar eru.
6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna-s.
7. Fjárhagsáætlun komandi árs lögð fram og ákvörðun um árgjöld.
8. Önnur mál.

7. gr.
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. 

8. gr.
Stjórn félagsins boðar til almennra félagsfunda þegar hún telur ástæðu til. Skulu þeir aulýstir með viku fyrirvara. Óski 1/5 skráðra félaga eftir félagsfundi skal stjórnin boða til fundar með lögmætum hætti.

9. gr.
Stjórninni er heimilt að skipa í nefndir til að annast tiltekin verkefni.

10. gr.
Lögum þessum verður aðeins breytt á löglegum aðalfundi félagsins. Lagabreytingar öðlast því aðeins gildi að 2/3 atkvæðabærra fundarmanna greiði þeim atkvæði.

11. gr.
Verði félagið lagt niður skal ákvörðun tekin um það á tveim löglega boðuðum félagsfundum. Eignir félagsins skulu þá varðveittar hjá Eyjafjarðarsveit þar til annað félag í sama tilgangi verður stofnað.

 

Svćđi

Skrifstofa Eyjafjarđarsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins