Sumarb˙­irnar a­ Hˇlavatni

KFUM og KFUK reka vinsŠlar sumarb˙­ir fyrir drengi og st˙lkur a­ Hˇlavatni Ý Eyjafir­i. Hˇlavatn er er framarlega Ý austanver­um Eyjafir­i, r˙mlega 40

Sumarb˙­irnar a­ Hˇlavatni

Sumarbúðirnar að Hólavatni.KFUM og KFUK reka vinsælar sumarbúðir fyrir drengi og stúlkur að Hólavatni í Eyjafirði. Hólavatn er er framarlega í austanverðum Eyjafirði, rúmlega 40 kílómetra inn af Akureyri að austan. Nánasta umhverfi staðarins er heillandi og fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni, hvort sem það er til norðurs yfir hólana í átt að Hólakirkju eða til suðurs í Leyningshóla, við mynni Villingadals en þeir eru náttúruperla sem er einstök í sinni röð í Eyjafirði. Þar eru einu leifar af náttúrulegum birkiskógi sem eftir eru í héraðinu og ná að mynda samfelldan skóg sem vex í heillandi landslagi hóla og lauta sem myndast hafa við framhrun úr fjallinu fyrir ofan við lok síðustu ísaldar.
Heimasíðu Hólavatns má sjá hér.

Gistiaðstaða fyrir hópa
Auk sumarbúða fyrir börn hefur staðurinn einnig langa sögu þegar kemur að útleigu fyrir hópa að vetrarlagi.  Húsið er kynnt með rafmagni og heitt og kalt vatn er allt árið um kring. Framhaldsskólahópar, grunnskólahópar, æskulýðsfélög, barnakórar, deildir í KFUM og KFUK og fermingabarnahópar meðal þeirra mörgu aðila sem nýtt hafa sér vetrardvöl að Hólavatni á undanförnum árum.
Hólavatn er einnig á Facebook og síðu staðarins má sjá hér.

SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins