Landnám Helga magra

Póstkort teiknađ af Samúel Eggertssyni                              Svo sem segir í Landnámu var Helgi Eyvindarson hinn magri fyrstur til ađ nema land í

Landnám Helga magra

Landnám Íslands - teikning. Mynd: www.ferlar.is
Póstkort teiknađ af Samúel Eggertssyni                             

Svo sem segir í Landnámu var Helgi Eyvindarson hinn magri fyrstur til ađ nema land í Eyjafirđi. Hann fikrađi sig ađ vísu inn eftir firđinum, dvaldi hinn fyrsta vetur ţar sem nú heitir Árskógsströnd, fćrđi sig síđan inn í fjarđarbotn eins og hann var, ţ.e. ţar sem ţá hét Bíldsá en viđ köllum nú Kaupang. Eftir ársdvöl sá Helgi ađ enn betra myndi vera ađ búa á leitinu hinum megin árinnar og ţangađ flutti hann bú sitt og nefndi stađinn Kristnes. Vinum sínum og vandamönnum gaf hann land svo sem siđur var og eru t.d. nefndir til sögunnar Hámundur mágur hans sem bjó á Espihóli, hinum syđra; Gunnar, tengdasonur Helga, hann bjó í Djúpadal; Auđun rotin, annar tengdasonur, fékk Saurbć til ábúđar; Hrólfur, sonur Helga magra, sat í Gnúpufelli; Ingjaldur annar sonur Helga bjó ađ Ţverá hinni efri en Ţorgeir nokkur og Hlíf dóttir Helga bjuggu ađ Fiskilćk (hvar sem sá bćr stóđ).

Ţegar ár og aldir liđu festust í sessi - mest af náttúrulegum landkostum - nokkur höfuđból í Eyjafirđi innanverđum eđa Framfirđi eins og oft er sagt. Stćrstu höfuđbólin voru ađ líkindum Grund, Ţverá efri (Munkaţverá), Möđruvellir, Saurbćr og Hólar, en ţessar jarđir eru einna landmestar hér um slóđir. Ef til vill var ţađ vegna jarđhita sem Hrafnagil og Laugaland voru líka löngum eftirsótt höfuđból.

Höfđingjar á Sturlungaöld sátu einkum ađ Grund (Sighvatur Sturluson og Sturla sonur hans) og Hrafnagili (Ţorgils skarđi) en fullt eins eftirminnilegir munu vera ţeir Víga Glúmur (á Ţverá efri) Guđmundur ríki (á Möđruvöllum) og Einar bróđir hans, Ţverćingur (á Ţverá efri) sem eru eldri og jafnvel ţjóđsagnakenndari.

Á Ţverá hinni efri var stofnađ munkaklaustur áriđ 1155 og fékk stađurinn líklega fljótlega nafniđ Munkaţverá. Fáein ár upp úr 1200 var klausturlíf í Saurbć, kannski vegna húsabruna á Munkaţverá.

Ţegar miđöldum lauk, klaustur liđu undir lok og ţrengdist um flesta hluti hér á landi, lćkkađi einnig vegur margra eyfirskra höfuđbóla. Ţó bjuggu lögmenn, sýslumenn og slíkir höfđingjar á Grund, Munkaţverá og á Espihóli var sýslumađur Jón Jakobsson forfađir allra ţeirra sem hafa heitiđ Espólín hér á landi. Á síđari hluta 16. aldar voru prentađar bćkur í Gnúpufelli og eru margar ţeirra harla sjaldgćfar.

Í Möđrufelli var lengi frćgt reynitré og ţar var líka fyrr á öldum svonefndur prestaspítali en ţađ mun hafa veriđ eins konar elliheimili fyrir uppgjafapresta.

Af Kristnesi, landnámsjörđinni sjálfri, fara ekki sögur aftur fyrr en fjórđungur var liđinn af 20. öld.

Ţá reis ţar berklahćli og varđ athvarf mörgum sem áttu viđ ađ stríđa hinn hvíta dauđa. Ţar rekur Fjórđungssjúkrahúsiđ á Akureyri tvćr af deildum sínum, öldrunarlćkningadeild og endurhćfingardeild.

Svćđi

Skrifstofa Eyjafjarđarsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins