Álagning sorphirðugjalda breytist

Fréttir

Frá og með áramótum breyttist gjaldskrá sorphirðugjalda og verður því með öðruvísi sniði heldur en hefur verið undanfarin ár. Gjaldtakan byggir á meginreglunni um „borgað þegar hent er“ (BÞHE), í samræmi við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi (2023) og ákvæði laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs en vegna þeirra þurfti að breyta samsetningu gjaldskrárinnar og hefja gjaldtöku á gámasvæði/söfnunarstöð sveitarfélagsins. Íbúar munu nú taka eftir nýrri gjaldskrá á álagningarseðli fasteigna.

 

Á álagningarseðlinum munu íbúar nú finna eftirfafrandi:

Blandaður úrgangur

Líf úrgangur (norðan miðbrautar)

Pappi og pappír

Plast

Rekstur grenndar- og söfnunarstöðva

 
Sú breyting verður á að gámasvæðið/söfnunarstöð Eyjafjarðarsveitar mun á næstunni taka upp rafrænt klippikortakerfi. Allar íbúðir fá úthlutað 16 klippa korti þar sem hvert klipp dugar fyrir 0,25 rúmmetrum (u.þ.b. einn stór ruslapoki) og er það innifalið í sorphirðugjöldunum. Þeir sem eiga frístundahús/sumarhús fá úthlutað 8 skipta klippikorti. Þegar klippikorta kerfið hefur verið innleitt verður ekki lengur tekið við greiðslum á gámasvæðinu sjálfu. 
 
Á næstu misserum mun að auki verða innleitt nýtt tunnukerfi í sveitarfélaginu. Tekur það mið af því að ein tunna bætist við hvert heimili þannig að pappír og plast verði hvort um sig flokkað í sér tunnu. Því mega íbúar gera ráð fyrir að innan skamms verði þrjár tunnur í hefðbundnu sorphirðukerfi við hvert heimili. Gjaldskráin gerir ráð fyrir að skipta gjaldinu til helminga milli flokkanna tveggja og losunartíðninni þar með svo það leiði ekki til hækkunar á gjöldum vegna losunar þeirra. Samanlögð tíðni losana helst því óbreytt en samkvæmt grænum dögum á sorphirðudagatalinu verður pappír þá losaður í annað hvert skipti og plast hitt skiptið . 
 
 
Gjaldskrána sorphirðu í Eyjafjarðarsveit:
 

Gjaldflokkur

Skýring

Upphæð

510240

Blandaður úrgangur 240 l

19.632 kr

510360

Blandaður úrgangur 360 l

29.541 kr

510660

Blandaður úrgangur 660 l

47.354 kr

511000

Blandaður úrgangur 1000 l

64.200 kr

520060

Líf úrgangur, hólf

4.586 kr

520140

Líf úrgangur 140 l

32.000 kr

520360

Líf úrgangur 360 l

39.000 kr

540240

Pappi og pappír 240 l

3.500 kr

540360

Pappi og pappír 360 l

8.000 kr

540660

Pappi og pappír 660 l

17.583 kr

541000

Pappi og pappír 1000 l

28.444 kr

550240

Plast 240 l

3.500 kr

550360

Plast 360 l

8.000 kr

550660

Plast 660 l

17.583 kr

551000

Plast 1000 l

28.444 kr

590001

Rekstur grenndar- og söfnunarstöðva

21.000 kr

590002

Rekstur grenndar- og söfnunarstöðva sumarhús

10.500 kr

 

 

 

Lögaðilar og aukatunna

 

610240

Blandaður úrgangur 240 l, lögaðili

26.632 kr

610360

Blandaður úrgangur 360 l, lögaðili

40.732 kr

610660

Blandaður úrgangur 660 l, lögaðili

57.155 kr

611000

Blandaður úrgangur 1000 l, lögaðili

79.758 kr

640240

Pappi og pappír 240 l, lögaðili

13.903 kr

640360

Pappi og pappír 360 l, lögaðili

18.403 kr

640660

Pappi og pappír 660 l, lögaðili

27.986 kr

641000

Pappi og pappír 1000 l, lögaðili

38.847 kr

650240

Plast 240 l, lögaðili

13.903 kr

650360

Plast 360 l, lögaðili

18.403 kr

650660

Plast 660 l, lögaðili

27.986 kr

651000

Plast 1000 l, lögaðili

38.847 kr