Fréttayfirlit

Íþróttamiðstöðin - 100% sumarstarf fyrir konu

Um er að ræða fullt sumarstarf fyrir konu, þar sem helstu verkefni eru öryggisgæsla í sundlaug, þjónusta og afgreiðsla viðskiptavina í íþróttamiðstöð og á tjaldsvæði og þrif skv. daglegum gátlistum. Hæfniskröfur: Vera orðin 18 ára Geta staðist hæfnispróf sundstaða skv. reglugerð um öryggi á sundstöðum Hafa gott vald á íslensku og ensku Hafa góða athyglisgáfu Vera sjálfstæð í vinnubrögðum Geta sýnt yfirvegun undir álagi Hafa ríka þjónustulund Vera stundvís Vera jákvæð Hafa hreint sakavottorð Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí. Umsóknir, ásamt kynningarbréfi, ferilsskrá og lista yfir meðmælendur skulu sendar á netfangið karlj@esveit.is. Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í síma 691-6633 á vinnutíma.
07.05.2024
Fréttir

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2024

Dagana 10.–15. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi 1. bekk (börn fædd 2018) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga, skráning er ekki bindandi. Skráning fer fram hjá ritara skólans á virkum dögum milli kl. 9:00-14:00 í síma 464-8100. Skólastjóri.
06.05.2024
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Skólinn hefur skapað sér afar gott orðspor í gegnum tíðina og samanstendur af frábærum mannauði. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is. Grunnskólakennari á miðstig Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða umsjónarkennarastöðu á miðstigi. Grunnskólakennari á unglingastig Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2024. Starfið felur aðallega í sér stærðfræðikennslu og umsjón með bekk á unglingastigi. Skólaliði og starfsmaður í frístund Inn í öflugan og skemmtilegan starfsmannahóp Hrafnagilsskóla vantar skólaliða og starfsmann í frístund næsta skólaár. Forstöðumaður frístundar Óskum eftir að ráða forstöðumann frístundar í hlutastarf frá 1. ágúst 2024. Forstöðumaður frístundar starfar undir stjórn skólastjóra. Hann ber faglega ábyrgð á starfsemi frístundar, er verkstjóri og næsti yfirmaður starfsmanna í frístund. Hann hefur umsjón með skráningu barna og stendur skil á innheimtulistum. Uppeldismenntun er æskileg.
06.05.2024
Fréttir

Lekaleit með drónum frestað til 13.-18. maí

Dagana 13.-18. maí munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu fyrir hönd Norðurorku. Lekaleitin fer m.a. fram í Eyjafjarðarsveit og þá í Hrafnagilshverfi, á Kristnesi og austan frá Kaupangi fram að Stóra Hamri. Lekaleitin verður gerð með drónum þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum sem og til að varpa ljósi á mögulegar viðhaldsþarfir. Myndir eru teknar úr þónokkurri hæð svo ekki er hægt að greina neina persónugreinanlega hluti á þeim. Gögnin munu afhendast Norðurorku og ekki fara í dreifingu út á við. ReSource International mun leitast eftir því að framkvæma verkið með öryggi og hag íbúa að leiðarljósi og þakkar fyrirfram sýndan skilning og þolinmæði. Norðurorka.
03.05.2024
Fréttir

Ólöf Ása Benediktsdóttir ráðin skólastjóri Hrafnagilsskóla

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur ákveðið að ráða Ólöfu Ásu Benediktsdóttur í stöðu skólastjóra Hrafnagilsskóla og mun hún taka formlega við stöðunni þann 1.ágúst 2024. Ólöf Ása hefur starfað við Hrafnagilsskóla frá því árið 2005, lengst af sem umsjónarkennari en veturinn 2016-2017 leysti hún af sem aðstoðarskólastjóri. Ólöf Ása lauk grunnskólakennaraprófi B.ed. af raungreinasviði árið 2005 frá Háskóla Akureyrar og klárar í vor meistarapróf í menntavísindum með áherslu á stjórnun og forystu í lærdómssamfélagi frá sama skóla. Auk þessa hefur Ólöf Ása starfað sem stundakennari við Háskólann á Akureyri ásamt því að starfa fyrir Menntamálastofnun við endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla. Sveitarstjórn staðfesti ráðninguna á fundi sínum þann 2.maí að fenginni umsögn skólanefndar. Í bókun sveitarstjórnar koma jafnframt fram þakkir til Hrundar Hlöðversdóttur fyrir þá góðu vinnu sem hún hefur lagt af mörkum fyrir skólasamfélag Eyjafjarðarsveitar undanfarin ár. Óskar sveitarstjórn henni alls hins besta.
02.05.2024
Fréttir

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar

Þann 29.apríl afhenti Atvinnu- og umhverfisnefnd tvenn umhverfisverðlaun, annarsvegar í flokki einstaklinga og hinsvegar í flokki atvinnustarfsemi. Vilborg Þórðardóttir að Ytra-Laugalandi fékk verðlaun í hópi einstaklinga, Skógarböðin í hópi atvinnustarfsemi.
02.05.2024
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra menntun til starfa

Tveir kennarar í 100% Leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundna stöður á deild með yngri börnum. Æskileg starfsbyrjun er sem fyrst eða eftir samkomulagi.
30.04.2024
Fréttir

Leikskólinn Krummakot leitar að öflugum aðstoðarleikskólastjóra í stækkandi leikskóla á Hrafnagili

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti er 81 barn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Vegna framkvæmda við byggingu nýs og glæsilegs leikskólahúsnæðis fyrir leikskólann Krummakot auglýsum við eftir 50% stöðu aðstoðarleikskólastjóra til og með 31.júlí 2025. Um er að ræða 100% starf sem skiptist í 50% stöðu aðstoðarleikskólastóra og 50% önnur störf innan leikskólans.
30.04.2024
Fréttir

Stóri Plokkdagurinn sunnudaginn 28. apríl

Í tilefni Stóra Plokkdagsins sunnudaginn 28. apríl, vill atvinnu- og umhverfisnefnd hvetja íbúa Eyjafjarðarsveitar til átaks í ruslatínslu og almennri tiltekt. Víða má finna rusl í vegköntum, plast á girðingum og fleira.
26.04.2024
Fréttir

Þrír umsækjendur um starf skólastóra Hrafnagilsskóla

Þann 18.apríl síðastliðinn rann út umsóknarfrestur vegna stöðu skólastjóra Hrafnagilsskóla. Alls sóttu fjórir einstaklingar um stöðuna en ein umsókn var dregin til baka.
26.04.2024
Fréttir