Fréttayfirlit

Eyjafjarðarsveit auglýsir einbýlishús að Skólatröð 13 í Hrafnagilshverfi til tímabundinnar leigu

Eignin er laus til leigu nú þegar og verður leigð út til og með 31. júlí 2025. Um er að ræða einbýlishús með fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, eldhúsi, búri, stofu og þvottahúsi auk bílskúrs. Áhugasamir sæki um á viðeigandi umsóknareyðublaði á heimasíðu sveitarfélagsins. Farið verður yfir umsóknir þann 22.ágúst næstkomandi. Umsókn um almennt leiguhúsnæði https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-leiguhusnaedi Umsókn um félagslegt leiguhúsnæði https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-felagslegt-leiguhusnaedi
13.08.2024
Fréttir

Fundarboð 637. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 637. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 15. ágúst 2024 og hefst kl. 08:00.
12.08.2024
Fréttir

Göngur og réttir 2024

12.08.2024
Fréttir

Ölduhverfi, Eyjafjarðarsveit – breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 13. júní 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Ölduhverfis skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að lega gatna breytist; ný gata (Austuralda) bætist við á norðausturhluta svæðisins og Hringöldu er skipt í tvær götur. Lóðir, byggingarreitir og húsnúmer færast til í kjölfarið og götuheiti breytast að hluta. Húsagerðir haldast þær sömu en hlutfall einbýla hækkar á móti hlutfalli fjölbýla og fækkar íbúðum á svæðinu um eina. Þá bætist leiksvæði við Austuröldu, lóð og byggingarreitur veitustöðvar færist neðan við aðkomuveg og kvöð um aðgengi að skógrækt bætist við enda Norður- og Austuröldu.
22.07.2024
Fréttir

Fundarboð 636. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 636. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 11. júlí 2024 og hefst kl. 08:00.
09.07.2024
Fréttir

Kæru bændur og landeigendur

Bændadagar í Eyjafjarðará sumarið 2024 eru sem hér segir: 2.júlí, 6.ágúst og 3.september nk. Bændum er þá heimilt að veiða fyrir sínu landi enda sé þá öllum veiðireglum árinnar fylgt. Með veiðikveðju, stjórnin.
01.07.2024
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir starfsmanni í móttökueldhús, kennurum og reynsluboltum :-)

Einnig getum við bætt við okkur kennurum og reynsluboltum. Um er að ræða 50 - 100% stöðu eða e.t.v tvær 50% stöður í eldhúsið 100% stöður kennara Æskilegt er að byrja 6.-12.ágúst 2024.
01.07.2024
Fréttir

Álagning fjallskila 2024

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi föstudaginn 5. júlí með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Berist ekki tilkynning er gert ráð fyrir að sauðfé/hrossum hafi verið sleppt á afrétt. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt.
28.06.2024
Fréttir

Íþróttavika Evrópu er haldin árlega í yfir 30 Evrópulöndum vikuna 23. - 30. september

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla álfuna og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive.  Eyjafjarðarsveit sem Heilsueflandi samfélag, tekur þátt í íþróttavikunni og er undirbúningur viðburðarins hafinn. Líkt og áður verður leitað til einstaklinga og félagasamtaka í Eyjafjarðarsveit um skipulagningu viðburða og eru þeir sem hafa áhuga á því að bjóða upp á viðburði sem falla undir markmið íþróttavikunnar, beðnir um að hafa samband við Karl Jónsson, í gegn um netfangið karlj@esveit.is.
24.06.2024
Fréttir