Fréttayfirlit

Girðingar og sleppingar

Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. sömu samþykktar. Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
28.05.2024
Fréttir

Fundarboð 634. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 634. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 30. maí 2024 og hefst kl. 08:00
28.05.2024
Fréttir

30 ára aldurstakmark á tjaldsvæðinu á Bíladögum

Tjaldsvæðið í Hrafnagilshverfi er fjölskyldutjaldsvæði. Á því verður 30 ára aldurstakmark Bíladagavikuna og -helgina, frá miðvikudeginum 12. júní til 17. júní.
27.05.2024
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða deildarstjóra

● Leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundna stöður á deild með yngri börnum. Æskileg starfsbyrjun er ágúst 2024. ● 36 stunda vinnuvika og 10 tíma undirbúningur á viku.
27.05.2024
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar lokuð 27.-31. maí

Íþróttamiðstöðin verður lokuð frá mánudeginum 27. maí til og með föstudeginum 31. maí vegna námskeiða starfsfólks og viðhalds. Opnum skv. sumaropnunartíma laugardaginn 1. júní. Hlökkum til sumarsins og bjóðum ykkur velkomin til okkar.
21.05.2024
Fréttir

Sumarlokun bókasafnsins

Þá er sumarið vonandi á næsta leiti og því fylgir að almenningsbókasafnið lokar þar til í byrjun september. Föstudagurinn 31. maí er síðasti opnunardagur á þessu vori. Þá er opið frá kl. 14:00-16:00
16.05.2024
Fréttir

Fundarboð 633. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 633. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 16. maí 2024 og hefst kl. 08:00.
14.05.2024
Fréttir

Forsetakosningar 1. júní 2024 - Ath. uppfært gsm númer!

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit vegna forsetakosninganna 1. júní 2024 verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja með mynd eða á annan fullnægjandi hátt. Bent er á að ef nota á stafræn ökuskírteini þá þarf að huga að uppfærslu þeirra áður en komið er á kjörstað.
11.05.2024
Fréttir

Vinnuskóli 2024

Opið er fyrir rafrænar skráningar í vinnuskólann sumarið 2024 – miðað er við að skráningu sé lokið 20. maí.
10.05.2024
Fréttir

Íþróttamiðstöðin - 100% sumarstarf fyrir konu

Um er að ræða fullt sumarstarf fyrir konu, þar sem helstu verkefni eru öryggisgæsla í sundlaug, þjónusta og afgreiðsla viðskiptavina í íþróttamiðstöð og á tjaldsvæði og þrif skv. daglegum gátlistum. Hæfniskröfur: Vera orðin 18 ára Geta staðist hæfnispróf sundstaða skv. reglugerð um öryggi á sundstöðum Hafa gott vald á íslensku og ensku Hafa góða athyglisgáfu Vera sjálfstæð í vinnubrögðum Geta sýnt yfirvegun undir álagi Hafa ríka þjónustulund Vera stundvís Vera jákvæð Hafa hreint sakavottorð Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí. Umsóknir, ásamt kynningarbréfi, ferilsskrá og lista yfir meðmælendur skulu sendar á netfangið karlj@esveit.is. Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í síma 691-6633 á vinnutíma.
07.05.2024
Fréttir