Fréttayfirlit

HMS kortleggur eignarhald og afmörkun jarða

Húsnæðis og Mannvirkjastofnun (HMS) vinnur að því að leggja fram hintsetta landeignaskrá með tilvísun í þinglýst eignarhald og raunverulega eigendur ef um lögaðila er að ræða. Verkefnið er nú komið vel á veg og hafa eignamörk um 1.720 jarða á Norðurlandi verið áætluð og bréf þess efnis sent á um 3.900 landeigendur. Þessir aðilar geta nú kynnt sér áætlunina í vefsjá landeignaskrár og hafa svo sex vikur til að bregðast við og senda HMS athugasemdir um áætlaða legu einstakra eignamarka.
12.02.2025
Fréttir

Fundarboð 647. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 647. fundur verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 08:00. Dagskrá:
11.02.2025
Fréttir

Ný viðbygging við Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöð styrkir menntun og lífsgæði

Í dag var skrifað undir samning við B. Hreiðarsson ehf. um áframhaldandi uppbyggingu viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöðina í Eyjafjarðarsveit. Framkvæmdin styður við metnaðarfulla uppbyggingu innviða fyrir menntun, heilsu og samveru, þar sem markmiðið er að skapa örvandi og sveigjanlegt náms- og heilsuumhverfi sem nýtist öllum aldurshópum.
06.02.2025
Fréttir

Álagning sorphirðugjalda breytist

Frá og með áramótum breyttist gjaldskrá sorphirðugjalda og verður því með öðruvísi sniði heldur en hefur verið undanfarin ár. Gjaldtakan byggir á meginreglunni um „borgað þegar hent er“ (BÞHE), í samræmi við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi (2023) og ákvæði laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs en vegna þeirra þurfti að breyta samsetningu gjaldskrárinnar og hefja gjaldtöku á gámasvæði/söfnunarstöð sveitarfélagsins.
06.02.2025
Fréttir

VILTU VERÐA HLUTI AF SUMRINU Í EYJAFJARÐARSVEIT?

Við leitum að tveimur lífsglöðum tjaldvörðum til að gera sumarið enn betra á tjaldsvæðinu okkar!
06.02.2025
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar opin í dag 6. febrúar milli kl. 16 og 22

Veðurspá gerir ráð fyrir því að veðrið verði að mestu gengið niður seinni partinn í dag og því opnar Íþróttamiðstöðin kl. 16 og verður opin til kl. 22.
06.02.2025
Fréttir

Skólahaldi aflýst á morgun fimmtudaginn 6. febrúar 2025 og bókasafnið verður lokað

Þar sem almannavarnir hafa gefið út rauða viðvörun fyrir svæðið milli klukkan 10 og 16 á morgun fimmtudag, hefur verið ákveðið að aflýsa öllu skólahaldi í Eyjafjarðarsveit á morgun. Skólarnir verða því lokaðir og ekkert starfsfólk í húsi. Þá verður bókasafnið einnig lokað. Íþróttamiðstöðin verður opin til klukkan 8:00 en ákvörðun um síðdegisopnun verður tekin í fyrramálið.
05.02.2025
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Hrafnagilshverfi leitar eftir starfsfólki í framtíðarstörf

*Leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundna stöður á deild. *Starfsfólk í afleysingu inn á deild. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 86 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands eða Einingu Iðju.
03.02.2025
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir starfsmanni tímabundið í móttökueldhús

Um er að ræða 100% stöðu eða e.t.v tvær 50% stöður. Æskilegt er að byrja 15. febrúar fram að sumarlokun. Með möguleika á áframhaldandi ráðningu við önnur störf innan skólans. Allur matur er eldaður í eldhúsinu í Hrafnagilsskóla þannig að það þarf að taka á móti matnum og græja fyrir bæði matsal og vagna. Síðan er það frágangur og uppvask sem og að sjá um allan þvott, þar sem að hann er mikill á svona stóru heimili.
28.01.2025
Fréttir

Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði – Rammahluti aðalskipulags, samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps – auglýsing tillögu

Sveitarstjórnir Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps samþykktu á fundum sínum 3. og 8. október 2024 að vísa skipulagstillögu fyrir rammahluta Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, sem felur í sér breytingu á núgildandi aðalskipulögum, í auglýsingarferli samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24.01.2025
Fréttir