Öskudagurinn 5. mars 2025

Fréttir

Allskonar kynjaverur litu við í morgun á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og sungu fyrir smápoka að launum, allt frá gulur, rauður, grænn og blár og upp í þjóðsönginn. Augljóst er að það er ekki verið að ráðast á garðann þar sem hann er lægstur ;-)

Þökkum kærlega fyrir komuna og skemmtunina :-)
Bestu kveðjur frá starfsfólki skrifstofunnar og skipulags-& byggingarfulltrúa Eyjafjarðar.

Nokkrar myndir frá deginum sem við fengum góðfúslegt leyfi til að birta hér :-)