Búnađarfélögin

Landbúnađur hefur löngum skipađ stóran sess í atvinnulífi Eyfirđinga og ýmsar hefđir hafa enn áhrif á menningu sveitunganna. Sem dćmi um ţađ má nefna ađ

Búnađarfélögin

Landbúnaðarhéraðið Eyjafjarðarsveit. Mynd: Karl Frímannsson
Landbúnaður hefur löngum skipað stóran sess í atvinnulífi Eyfirðinga og ýmsar hefðir hafa enn áhrif á menningu sveitunganna. Sem dæmi um það má nefna að enn er helst tekið tillit til mjalta þegar tímasetningar viðburða sveitarinnar eru ákveðnar svo sem funda og æfinga.
 
Í Eyjafjarðarsveit eru starfrækt tvö búnaðarfélög, Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar og Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps. Núorðið snýst starfsemi félaganna ekki hvað síst um útleigu ýmissa jarðvinnslutækja og minni verkfæra. Bændur hafa ekki skylduaðild að félögunum en félagsmenn þeirra greiða lægra leiguverð á tækjum en utanfélagsmenn.
 
Heyjað í sátur að gamalli hefð. Mynd: Karl Frímannsson.
 
 
 
 

Svćđi

Skrifstofa Eyjafjarđarsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins