Auglýsingablaðið

566. TBL 10. mars 2011 kl. 19:31 - 19:31 Eldri-fundur

Höskuldsstaðir í Eyjafjarðarsveit – breyting á aðalskipulagi
í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 1. mars 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna landnotkunar að Höskuldsstöðum skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að afmörkun íbúðarsvæðis íS15 er breytt og minnkar lítillega auk þess sem íbúðum fækkar úr 25 í 24.
Skipulagið, sem er sett fram á uppdrætti, er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Tillagan liggur einnig frammi á Skipulagsstofnun og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.eyjafjardarsveit.is
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 18. apríl 2011. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri


Messa í Kaupangskirkju
Messa verður í Kaupangskirkju næstkomandi sunnudag 13. mars kl. 13.30. þetta er fyrsti sunnudagur í föstu, verður það íhugunarefni dagsins. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.
Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi


Saurbæjarsókn
Aðalfundur í Saurbæjarsókn verður haldinn laugardaginn 12. mars kl. 11:00 í Hleiðargarði. Venjuleg aðalfundarstörf. öll sóknarbörn velkomin. Kaffi og meðlæti.
Stjórnin


Grundarsókn
Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar verður haldinn í Félagsborg miðvikud. 23. mars kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin


Möðruvallarsókn
Aðalsafnaðarfundur Möðruvallarsóknar verður haldinn þriðjudaginn 15. mars kl. 20.30 í kaffistofu smámunasafnsins.
Venjuleg aðalfundarstörf. öll sóknarbörn velkomin. Heitt á könnunni.
Sóknarnefndin


Sunnudagaskólinn
Fyrirhugaður sunnudagaskóli sem vera átti sunnudaginn 13. mars, fellur niður. Sjáumst hress sunnudaginn 27. mars.
Starfsfólk sunnudagaskólans


Hrossaræktarfélagið Náttfari
Framhaldsaðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldinn í Funaborg fimmtudaginn 17. marz 2011, kl. 20:30.
á fundinum þarf að taka afstöðu til fram kominnar tillögu um úrsögn Náttfara úr Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og þingeyinga, HEþ.
Stjórn Náttfara

 

Aðalfundur Samherja
Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja verður haldinn þriðjudaginn 29. mars n.k. kl. 20.00 Fundurinn verður í Félagsborg. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Takið kvöldið frá, magnaðar veitingar í boði.
Samherjar

 

Frá Freyvangsleikhúsinu

Frábær gagnrýni á Svejk:

"Eftir þessa sýningu sit ég með gleði í hjarta yfir að búa í nálægð góðs áhugaleikhúss."
Sóley Björk Stefánsdóttir, kistan.is
 
"Svejk svíkur engann!"
ágúst þór árnason, Vikudagur
 
"Húrra-Bravó fyrir Freyvangsleikhúsinu!"
þráinn Karlsson, leikari.

Næstu sýningar:
Föstudagur 11. mars        kl. 20:00    Laus sæti     
Laugardagur 12. mars     kl. 20:00    örfá sæti laus
Föstudagur 18. mars        kl. 20:00    Laus sæti
Laugardagur 19. mars     kl. 16:00    Uppselt    
Laugardagur 19. mars     kl. 20:00    Laus sæti      

Miðasala er í síma 857 5598 í Eymundsson Akureyri, 2.hæð og á freyvangur.net
Freyvangsleikhúsið

 

Undirburður úr íslenskum skógum
Framleiðum og seljum sag til undirburðar. Sagið er unnið úr ferskum skógarviði og ilmar svo umtalað er. Sótthreinsað og sérstaklega þróað til notkunar undir mjólkurkýr og er afar vel kynnt meðal notenda.

Gott verð og ókeypis heimkeyrsla í Eyjafjarðarsveit.
Pantaðu í síma 864-0290 (Gestur) eða skoðaðu betur á http://www.undirburdur.is

Getum við bætt efni síðunnar?