Auglýsingablaðið

572. TBL 20. apríl 2011 kl. 09:26 - 09:26 Eldri-fundur

Atvinna
Heimaþjónusta Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsfólki til að sinna heimaþjónustu. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum nokkrar klukkustundir á viku.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-1335 og/eða í tölvupósti; esveit@esveit.is. Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Fermingarmessa
Fermingarmessa verður í Grundarkirkju á skírdag 21. apríl kl. 11. Fermd verða: Arna ýr Karelsdóttir, Skógartröð 5, Bjarni Heiðar Jósefsson, Möðruvellir 1, Elísabet Lind Hlynsdóttir, Akur, Eydís Rachel Missen, Jórunnarstaðir, Heiða Hansdóttir, Skógartröð 3, Jakob Atli þorsteinsson, Kristnes 6, Karl Liljendal Hólmgeirsson, Dvergsstaðir, Kolfinna ólafsdóttir, Laugartröð 7.

íhugunarstund
á föstudaginn langa 22. apríl verður íhugunarstund í Munkaþverárkirkju kl. 11. Kirkjan hefur löngum íhugað píslargöngu frelsarans. Að þessu sinni verða skoðuð nokkur listaverk eftir Caravaggio, Massys, Hieronymus, Chagall, Munk og Denis. Meðan verða lesnir íhugunartextar og úr Passíusálmum Hallgíms Péturssonar. Lesarar eru ásamt presti Aníta Jónsdóttir, Leifur Guðmundsson og Valgerður Schiöth. Daníel þorsteinsson organist leikur tónlist inn á milli lestra.

Hátíðarmessur
á páskadag verða hátíðarmessur í Grundarkirkju kl. 11 og Kaupangskirkju kl. 13.30.

Kær kveðja, Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi


Páskaganga 2011
Föstudaginn langa verður hin árlega Páskaganga í Eyjafjarðarsveit. Gengið verður frá Bangsabúð við Steinhóla kl 10:00. Hringurinn sem verður farinn er c.a. 26 km. Bíll frá Hjálparsveitinni Dalbjörg mun keyra hringinn reglulega með vatn og geta þeir sem vilja ganga styttri vegalengd nýtt sér farið.
þátttökugjald er 500 kr, frítt fyrir 15 ára og yngri.  A.T.H. erum ekki með posa.
Hjálparsveitin Dalbjörg Eyjafjarðarsveit


Smámunasafnið
Smámunasafnið verður opið um páskana 21.-25. apríl milli kl. 14 og 17. Að vanda falin páskaegg innan um smámuni ,,sá á fund sem finnur,, skemmtileikur fyrir alla fjölskylduna. Rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur.
Verið velkomin - Smámunasafnið  - Sólgarði


Heilsa
Hráfæðikex til sölu. Streitulosandi og hreinsandi Regndropameðferð í Vökulandi. Pantanir í síma 463-1590 og 861-4078 eða á netfangið vokuland@nett.is. Kristín Kolbeinsdóttir

Nánari upplýsingar:

Regndropameðferð
Skemmtileg nýjung fyrir líkama og sál
Regndropameðferð dregur nafn sitt af því að mismunandi kjarnaolíur eru látnar falla ofan á hrygginn þannig að nuddþegi upplifir þetta eins og að regndropar falli mjúklega á bakið á honum. þessi meðferð örvar taugaboð líkamans í þeim tilgangi að hreinsa og hlaða orkustöðvarnar. Olíurnar eru notaðar í ákveðinni röð og þeim nuddað með mjög léttum strokum inn í líkamann. þetta er meðferð sem styrkir og róar taugarnar, léttir á spennu í vöðvum, hreinsar blóðrásina og sogæðakerfið, styrkir ónæmiskerfið, vinnur á þreytu og orkuleysi eftir veikindi og vinnur á bólgum í vöðvum, liðamótum og beinabólgu. Meðferðin tekur rúma klukkustund. Alltaf er byrjað með Vita-flex á hryggsvæðið neðan á iljunum. Síðan er unnið með bakið og endað á heitum bakstri.
Kristín Kolbeinsdóttir Vökulandi
Pantanir í síma: 861 4078 eða 463 1590
Netfang: vokuland@nett.is

Hráfæðikex til sölu
Kexið er að mestu leyti unnið úr hörfræjum en inniheldur að auki grænmeti, önnur fræ og krydd. Hörfræ geta stuðlað að því að halda kólesterólmagni niðri og þarmastarfsemi í lagi. þau innihalda alfa-línóleum sýru sem er ómega-3 kjarnafitusýra ásamt miklu magni af trefjum.
Um fjórar bragðtegundir er að ræða:
Kúmenkex: hörfræ, kúmenfræ, sólblómafræ og malað kúmen.
Laukkex: hörfræ, rauðlaukur og mismunandi tegundir af grænmeti í hverri uppskrift.
Indverskt kex: hörfræ, graskersfræ, garam masala, turmeric, cayenne og mismunandi tegundir af grænmeti í hverri uppskrift.
Sætukex: hörfræ, epli, döðlur, mangó, kanill og múskat.
Kexið er í 100gr. pokum og kostar hver poki 500 krónur.
Kristín Kolbeinsdóttir Vökulandi
Pantanir í síma: 861 4078 eða 463 1590 eða á netfangið: vokuland@nett.is


Hátíð á Melgerðismelum Eyjafjarðarsveit
Fögnum sumarkomu í Funaborg á Melgerðismelum laugard. 23. apríl frá kl 13:30-17
í boði verður: stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti Funamanna, húsdýrasýning og teymt undir yngstu börnunum. Kvenfélagið Hjálpin heldur flóamarkað þar verður boðið uppá  t.d. fatnað, létt húsgögn, hljómplötur, bækur og margt fleira. Jeppar frá Hjálparsveitinni Dalbjörg til sýnis og einnig fornbílar frá Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar. Handverk „Rassar í sveit“ eftir Jóhönnu Báru þórisdóttir og málverk eftir Signý Aðalsteinsdóttir. Margt í boði fyrir alla fjölskylduna og allir velkomnir.
Hestamannafélagið Funi


Könnun á þörf fyrir daggæslu
Fyrirhuguð þjónusta yrði staðsett í Reykárhverfi frá 7:45-14:15 virka daga. þeir sem hefðu hug á að nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að senda tölvupóst á ha080506@unak.is  eða hafa samband við Lilju í síma 663-2962.


óskar eftir vinnu!
Franskur 19 ára piltur óskar eftir vinnu í 2 mánuði í sumar (júlí og ágúst). Hefur mikinn áhuga á að læra íslensku. Upplýsingar hjá Rósu í síma 463-1182.


Kæru sveitungar
Opið verður í Gallerýinu að Teigi, allar helgar í apríl frá kl. 14 til 18. Fjölbreytt úrval af fermingarskreytingum eftir Svönu Jóseps ásamt mörgu öðru fallegu handverki.
Verið velkomin, Gerða sími 894-1323 og Svana 820-3492


Sundlaugin verður opin alla páskana
Skírdag, Föstudaginn langa, laugardag, Páskadag og annan í páskum kl. 10-20.
Fjölskyldan í sund. Frítt fyrir 15 ára og yngri.
Gleðilega páska, starfsfólk íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar


Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps
Aðalfundur verður haldinn í Sólgarði 28. apríl n.k. kl. 20. Dagskrá; venjuleg aðalfundarstörf. Ingvar björnsson ráðunautur flytur erindi um búvélakostnað og kynnir jarðræktarforritið jord.is
Stjórnin

Leigutaxti tækja 2011: 
Tæki:                      Daggjald:
Mykjudreifari 8 tonna 10.000
Mykjudreifari 6 tonna   8.000
Haugsuga 11 tonna   14.000
Vendiplógur              12.000
4 skera plógur            8.000
2 skera plógur            3.000
Akurvalti                    8.000
Vatnsvalti                   4.000
Sturtuvagn                10.000
úðdæla                      6.000
Vinnupallar                 5.000

Getum við bætt efni síðunnar?