Auglýsingablaðið

573. TBL 29. apríl 2011 kl. 14:41 - 14:41 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
402. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 3. maí n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og á heimasíðu sveitarinnar, http://eyjafjardarsveit.is
Sveitarstjóri


Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2011
Dagana 2.-6. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2005) og einnig eldri nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
þeir sem ætla að notfæra sér skólavistun næsta vetur (fyrir 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans frá kl. 9:00-15:30 í síma 464-8100 eða á staðnum.
Skólastjóri


Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps
Minnum á aðalfundinn sem verður í Sólgarði í kvöld 28. apríl kl. 20. Dagskrá; venjuleg aðalfundarstörf. Ingvar Björnsson ráðunautur flytur erindi um búvélakostnað og kynnir jarðræktarforritið jord.is
Stjórnin


Kæru Iðunnarkonur
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Vorfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn laugardaginn 30. apríl 2011 í Laugarborg kl. 11. Nýjar konur velkomnar.
Kveðja stjórnin


Ferðalag
Félag aldraðra hefur ákveðið 4 daga ferð 27. – 30. júní um suðurland. Gist verður á Laugarvatni. Leiðsögumaður í skoðunarferðum verður Guðni ágústsson. þeir sem enn eiga eftir að skrá sig geri það sem fyrst hjá ferðanefnd.
Jón  sími 463-1153
óttar  sími 463-1472
Reynir  sími 463-1155


Ullarsöfnun
Tekið verður á móti ull í Eyjafjarðarsveit 30. apríl n.k. milli kl. 13 og 14. Bíllinn verður staðsettur á Melgerðismelum. það verður að vera búið að merkja, vigta og skrá ullina áður en komið er með hana á staðinn. ístex hvetur bændur til þess að senda alla vetrar og snoðull,  ekki geyma hana fram á haust.
Rúnar Jóhannsson gsm 847-6616

Fréttabréf umhverfisráðs Hrafnagilsskóla


 

Getum við bætt efni síðunnar?