Auglýsingablaðið

578. TBL 01. júní 2011 kl. 12:45 - 12:45 Eldri-fundur

Sleppingar á sumarbeitilönd
Vegna kuldatíðar sprettur úthagi hægt og því eru búfjáreigendur beðnir að fylgjast með næsta auglýsingablaði áður en þeir sleppa á sameiginleg sumarbeitilönd.
Sveitarstjóri

 

Laugalandsprestakall
Sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur lauk afleysingu sinni 31. maí í Laugalandsprestakalli. Hann mun þó annast fermingu um hvítasunnuna. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknarprestur á Möðruvöllum leysir af til 15. júlí en þá kemur sr. Hannes Blandon aftur til starfa eftir námsleyfi og sumarfrí. Af þessu tilefni vil ég þakka fyrir ánægjulegan vetur í þjónustu við söfnuðina í Eyjafjarðarsveit og bið ykkur Guðs blessunar.
Sr. Guðmundur Gumundsson

 

Opnunartími Smámunasafnsins
Smámunasafnið er opið alla daga milli kl. 13 og 18. Fjölbreytt úrval minjagripa, alltaf eitthvað nýtt í Antikhorninu, ískaldur ís frá Holtseli, rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur.   Ath. hægt er að kaupa aðgöngumiða sem gildir í eitt ár,  kostar á við tvo aðgöngumiða.   Helgina 25. og 26. júní verður búvélasýning á vegum búvélasafnara við Eyjafjörð og Flóamarkaður á vegum kvenfélagsins Hjálparinnar.
Verið velkomin í óvenjulega heimsókn, starfsfólk Smámunasafnsins.

 

Kvennahlaup – Fjölskyldudagur
Kvennahlaup íSí verður laugardaginn 4. júní. Hlaupið verður eins og venjulega frá Hrafnagilsskóla kl. 11:00, upphitun hefst kl. 10:45. Vegalengdir verða 2,5 og 5 km. þátttökugjald er 1.250 kr. Bolurinn í ár er blár úr „dry-fit“ efni. Eftir kvennahlaupið er áætlað að grilla og kemur hver með sitt á grillið.
J þennan dag ætlum við einnig að hafa fjölskyldudag, þar sem fjölskyldur og/eða vinir keppa saman sem lið í hinum ýmsu óhefðbundnu greinum s.s. hjólbörukapphlaupi, skeifukasti, stígvélakasti, eggjakasti ofl.  Gaman væri ef liðin hefðu sinn ,,einkennisbúning”.  Keppnin hefst eftir grill eða um kl. 13:00. Skráning fer fram meðan á grillinu stendur.      Eins og venjulega verða hestar og kassaklifur. Frítt í sund fyrir alla milli kl. 11 og 16.    
Takið daginn frá, vonumst til að sjá sem flesta.
íþrótta- og tómstundanefnd, Samherjar, Hestamannafélagið Funi og Hjálparsveitin Dalbjörg

 

Lúðrasveitarsund
þriðjudaginn 6. júní  mun skólahljómsveit Mosfellsbæjar spila á sundlaugarbakkanum í Hrafnagilsskóla kl. 17:00.  Hljómsveitin er skipuð 35 nemendum og eru þau á ferðalagi um austur og norðurland.
Fólk er hvatt til að mæta og synda undir fjörugum lúðrasveitartónum.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar

 

Handverkshátíð 2011
ákveðið hefur verið að bjóða handverks- og listafólki í Eyjafjarðarsveit upp á fría sameiginlega 12 m² sýningaraðstöðu á hátíðinni í ár. Básinn verður merktur Handverk í Eyjafjarðarsveit og á að endurspegla það sem verið er að vinna að í sveitinni. áhugasamir eru beðnir um að hafa samband á póstfangið handverk@esveit.is Tekið skal fram að ef mikill fjöldi aðila sækir um þarf mögulega að takmarka fjölda þátttakenda að þessu sinni.

 

Gallerýið að Teigi
Opið er frá klukkan 10-18 alla daga til ágústloka. Allir hjartanlega velkomnir.
Gerða sími 894-1323 og Svana 820-3492

 

Bæjakeppni Funa frestað fram í ágúst
Vegna kuldatíðar frestast Bæjakeppni Funa og hópreið frá Melgerðismelum fram til 27. ágúst.  Jafnframt er stefnt á reiðnámskeið fyrir börn og unglinga í ágústmánuði.  Keppnin og námskeiðið verður auglýst nánar þegar nær dregur.  Einnig er hægt að fylgjast með dagskrá félagsins á heimasíðu Funa á www.funamenn.is.
Sjáumst hress í hitabylgjunni í ágúst. 
Stjórn Funa

 

Gæðingakeppni Funa og úrtaka fyrir landsmót
Gæðingakeppni Funa og úrtaka fyrir landsmót verður haldin 13. júní. Keppt verður í öllum flokkum gæðingakeppni, þ.e.a.s. A- og B-flokki, barna-, unglinga- og ungmennaflokki, en félagið  á rétt á að senda einn fulltrúa í hverjum flokki. Auk þess verður töltkeppni og opinn flokkur. Skráningargjald er í tölti kr. 1.000-.
Skráning sendist á tölvupóstfangið litli-dalur@litli-dalur.is eða í síma 863-0086 í síðasta lagi 10. júní. Skrá skal IS-nr. hests og kennitölu knapa.
Mótanefnd Funa

 

Nautkálfar óskast
óskum eftir að kaupa nautkálfa, ekki yngri en vikugamla. áhugasamir hafi samband við Kristinn óskar Ytra-Felli í síma 868-2885.
Kristinn óskar

 

Getum við bætt efni síðunnar?