Auglýsingablaðið

583. TBL 07. júlí 2011 kl. 11:52 - 11:52 Eldri-fundur

Gæsaveiðar
á fundum landbúnaðar- og atvinnumálanefndar og sveitarstjórnar hefur verið fjallað um þarfar ábendingar um gæsaveiðar.
Sveitarstjórn beinir þeim tilmælum til landeigenda að þeir sjái til þess að veiðimenn gæti hófs í veiðum og beri virðingu fyrir bráðinni og umhverfinu.
Mælst er því til þess að landeigendur leyfi ekki magnveiðar á gæsum í sínu landi og að veiðimenn taki tillit til nágranna í okkar þéttu byggð og virði þær reglur sem um veiðarnar gilda.
Sveitarstjóri

 


SUMARDAGUR á SVEITAMARKAðI
Alla sunnudaga í sumar frá 10. júlí til 14. ágúst.
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.
Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét)  eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur

 


GASELLUR  GASELLUR  GASELLUR TAKIð EFTIR
Hin geysivinsæla, eina sanna Gaselluferð verður farin að vanda að Sörlastöðum í Fnjóskadal í ár. Lagt verður frá Kaupangsbökkum mánudaginn 18. júlí og er mæting þangað kl. 14.00. Framfirðingar tala sig saman um hvort þeir ríði saman í bæinn sunnudaginn 17. júlí. þar sem þetta er afmælisferð (á margan hátt) hefur verið ákveðið að lengja ferðina um einn dag, þannig að áætluð heimkoma er fimmtudagurinn 21. júlí.

þótt Grímsvötnin gjósi
og norðurland frjósi
ég held brátt í Gaselluferð
Ei Gasellan gráti
þó náttúran láti
eins og úr stáli sé gerð.

Sem fyrr eru allar konur velkomnar séu þær orðnar fullra 18 ára gamlar og það er engin skylda að vera á hesti, það er líka hægt að ganga eða aka.
Eins og heimsbyggðin veit er Huldan hæstráður (sem fyrr) og hafir þú áhuga á góðum félagsskap í nokkra daga fjarri dagsins amstri skaltu hringja í hana í síma 866-9420 eða í Elínu (sem ræður engu) í síma 849-8857 fyrir 13. júlí  ííííhhhhhaaaa

 

æskulýðsmót Norðurlands verður haldið á Melgerðismelum helgina 15. til 17. júlí. þrautabraut, létt keppni, reiðtúr, grill og margt, margt fleira. Skráning föstudaginn 15. júlí kl 18.00. Frítt inn, frí hagaganga og frítt tjaldstæði.
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 
Funi og Léttir.

 

Heyskapur
Tökum að okkur slátt og/eða bara allt sem varðar heyskap. Rúllubinding eða hey-baggar. Fljót og góð þjónusta.
Grettir sími 861-1361 og Jón 892-1197

 

Atvinna
Starfsmaður óskast í mötuneyti Hrafnagilsskóla veturinn 2011-2012, 60% starf.
Upplýsingar gefur Valdi í síma 897-4792

Getum við bætt efni síðunnar?