Auglýsingablaðið

587. TBL 04. ágúst 2011 kl. 08:43 - 08:43 Eldri-fundur

Frá Hrafnagilsskóla
Skólinn verður settur þriðjudaginn 23. ágúst kl. 10:00 í íþróttahúsinu. Haft verður samband við foreldra nýrra nemenda og þeir boðaðir í viðtal til umsjónarkennara.
þeir foreldrar og forráðamenn sem ætla að nýta sér skólavistun næsta skólaár eru beðnir að sækja um eða staðfesta eldri bókanir fyrir 23. ágúst hjá ritara í
síma 464-8100 eða með því að senda póst á nanna@krummi.is.
Innkaupalistar eru komnir á heimasíðu skólans.
Skólastjóri

 

Handverkshátíð 2011
Líkt og undanfarin ár verður grillveisla og kvöldvaka á laugardeginum í tengslum við Handverkshátíðina. Grillveislan hefst klukkan 19:30 og kostar 2.500 kr. á mann. Kvöldvakan hefst klukkan 21 og er aðgangur ókeypis. Hundur í óskilum sér um skemmtunina. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Framkvæmdastjóri og stjórn Handverkshátíðar 2011

 

Ferðalag
Félag aldraða stendur fyrir dagsferð föstudaginn 12. ágúst um Skagafjörð og til Siglufjarðar. Lagt verður af stað kl. 9 frá Félagsborg. Látið skrá ykkur sem fyrst í síma:
463-1153/861-2853 Jón, 463-1472 óttar eða 463-1155 Reynir

 

ágætu sveitungar
ég segi nú eins og góði dátinn Sveijk forðum: Tilkynni herra höfuðsmaður, ég er kominn aftur.
ég er sumsé kominn aftur til starfa og til þjónustu reiðubúinn.
þá viljum við Svana þakka innilega fyrir hlýja strauma, árnaðaróskir og gjafir sem okkur hafa borist.
Guð blessi ykkur.
Hannes

 

Sumardagur á sveitamarkaði
Alla sunnudaga í sumar til 14. ágúst.
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.
Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857-3700 (Margrét)  eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur

 


Gjafir móðurinnar
Sýningin „Gjafir móðurinnar“ er opnuð í Dyngjunni, listhúsi, Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit, 5. ágúst kl. 14.00. þar sýna Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðrún Hadda Bjarnadóttir móðurinni þakklæti sitt með því að sýna afrakstur þeirrar vinnu sem þær hafa unnið úr því hráefni sem hún veitir. Sýningin er opin frá 14.00-18.00, 5.-8. ágúst, aðra daga eftir samkomulagi í síma 899-8770 eða hadda@simnet.is

 

Athugið
Vantar minnst 4 herbergja húsnæði í Eyjafjarðarsveit fyrir 1. September. Skilvísum greiðslum heitið. Róleg og reglusöm fjölskylda. Jenný, sími 869-5721.

 

Opnunartími Smámunasafnsins
Smámunasafnið er opið alla daga milli kl. 13 og 18. Fjölbreytt úrval minjagripa, alltaf eitthvað nýtt í Antikhorninu, ískaldur ís frá Holtseli, rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur. Ath. hægt er að kaupa aðgöngumiða sem gildir í eitt ár, kostar á við tvo aðgöngumiða.
Verið velkomin í óvenjulega heimsókn, starfsfólk Smámunasafnsins

 

Starfskraftur óskast
Okkur vantar starfskraft við almenn bústörf í  ca tvo og hálfan til þrjá mánuði ágúst til október. Upplýsingar í síma 861 2859, Guðmundur.
Holtselsbúið

Getum við bætt efni síðunnar?