Auglýsingablaðið

589. TBL 18. ágúst 2011 kl. 08:40 - 08:40 Eldri-fundur

Breytt fyrirkomulag sorphirðu
Frá og með 1. september mun Gámaþjónusta Norðurlands sjá um sorphirðu í Eyjafjarðarsveit. þá  verður innleitt flokkunarkerfi sem miðar að því að endurvinna það sorp sem hægt er og minnka að sama skapi það sorp sem keyra þarf á urðunarstað. Boðið verður upp á endurvinnslutunnu við sérhvert heimili í sveitinni. Einnig verður gámavöllur norðan við Hrafnagilsskóla þar sem staðsettir verða gámar fyrir flesta flokka úrgang s.s. timbur, málma, garðaúrgang ofl. Opnunartími gámavallar verður auglýstur síðar. Kynningarfundur með nánari upplýsingum fyrir íbúa sveitafélagsins verður haldinn í Hrafnagilsskóla, fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20. íbúar eru hvattir til að fjölmenna og fá svör við þeim spurningum sem upp kunna að vakna og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Umhverfisnefnd

 

Kisa í óskilum
Líklega um 1 árs gamall högni, ljósgrár með blesu, hvítur á kvið og með hvítar loppur hefur haldið til við Litla-Hól. Ef einhver kannast við hann vinsamlega hringið í Davíð 895-4618.

 

Píanóstilling
Leifur Magnússon píanóstillingarmaður verður í Eyjafjarðarsveit um næstu
mánaðamót.  Ef einhvern vantar stillingu á píanó þá er hægt að hafa samband við hann í síma 898-8027 eða 898-8029 eða á netfangið; pianostillingar@gmail.com fyrir 24. ágúst.

 

ágætu sveitungar
Undanfarin ár hefur sunnudagaskóli verið starfræktur með ágætum í Hjartanu Hrafnagilsskóla undir stjórn þeirra Brynhildar, Katrínar og Hrundar. ég held og trúi að margir vilji að svo verði áfram. Er einhver þarna úti sem vill koma að þessu starfi og leggja því  lið. Okkur vantar góðar sálir  sem vilja vinna með börnum.
Við biðjum þá sem vilja vera með að hafa samband við mig , Brynhildi, Katrínu og eða Hrund en þær eru allar í Reykárhverfi. ég er í síma 899-7737.
Kv. Hannes

 

Frá skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar
íbúar í gamla öngulsstaðahreppi sem hafa ræktað skjólbelti í sumar geta sótt um styrk úr sjóðnum þegar þeir hafa lokið verkinu. Umsóknir sendist til formanns sjóðsins Benjamíns Baldurssonar, Ytri-Tjörnum, ásamt upplýsingum um lengd og breidd skjólbeltisins. Umsóknina má senda í tölvupósti á tjarnir@simnet.is
Stjórnin

Getum við bætt efni síðunnar?