Auglýsingablaðið

590. TBL 25. ágúst 2011 kl. 08:30 - 08:30 Eldri-fundur

íbúafundur um sorpmál
Við minnum á kynningarfund um breytt fyrirkomulag á sorphirðu sem haldinn verður í Hrafnagilsskóla, fimmtudagskvöldið 25. ágúst kl. 20. þar munu fulltrúar frá Gámaþjónustu Norðurlands segja frá innleiðingu á nýju flokkunar- og endurvinnslukerfi. íbúar eru hvattir til að fjölmenna, fá svör við fyrirspurnum og hafa tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri.
Umhverfisnefnd

 

Göngur 2011
1. göngur verða 3.-4. sept. nema norðan æsustaðatungum að Eyjafjarðardal vestan ár, þar verða þær 11. sept.
2. göngur verða 17.-18. sept. og hrossasmölun 7. október.
Hreinsa skal allt ókunnugt fé úr heimalöndum fyrir auglýsta gangnadaga og koma til skila. óheimilt er að sleppa fé í afrétt að loknum göngum.
þá er minnt á að sauðfé má ekki flytja yfir varnarlínur nema með sérstöku leyfi.
Gangnaseðlar eru á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar en á þeim koma fram þeir aðilar sem sleppa fé á afrétt auk Fjallskilasjóðs. Göngur eru lagðar á fjáreigendur eftir fjárfjölda, þó mismunandi eftir deildum og svæðum. á seðlunum má sjá hvar er um 1/2 dagsverk að ræða og hvað gert er ráð fyrir mörgum mönnum í 1. og 2. göngur.
í seinasta auglýsingablaði var tilkynnt að eftirgjald í fjallskilasjóð eftir hverja kind og hvert hross þeirra sem sleppa í afrétt yrði 50 kr., en rétt er að það verður 60 kr./grip og leiðréttist það hér með.
Fjallskilanefnd

 

Réttir 2011
Skilaréttir eru Hraungerðisrétt og Möðruvallarétt, þar sem réttað er þegar gangnamenn koma að á laugardeginum 3. sept. í Hraungerðisrétt og á sunnudeginum í Möðruvallarétt. Við þverá ytri verður réttað sunnudaginn 4. sept. kl. 10.
Fjallskilanefnd

 

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
þá er skólastarf hafið og kominn tími til að opna safnið. það verður opið fyrst um sinn eins og venjulega, alla virka morgna, en seinniparts opnunin á mánudögum hefst ekki fyrr en í október. Vonandi veldur þetta ekki miklum óþægindum.
Opnunartímarnir eru þá fyrst um sinn: mánudaga til föstudaga frá kl. 9:00 – 12:45.            
á safninu er mikið upplýsingaefni ásamt fjölda bóka og tímarita, bæði til útláns og lestrar á staðnum. Vonandi láta sem flestir sjá sig á safninu í vetur.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan.  Ekið er niður með skólanum að norðan.  Einnig er hægt að ganga um sundlaugarinngang og þaðan niður á neðri hæð.
Margrét bókavörðurSveitaþrek!!
Sveitaþrekið er aftur komið á fullt. Mánudags-,miðvikudags-, og föstudagsmorgna kl 6:00 hittast allir sem hafa áhuga á að vera með fyrir utan sundlaugina við Hrafnagilsskóla og taka á því. Fjölbreyttar útiæfingar í fjölbreyttu umhverfi, hentar öllum þeim sem vilja komast í betra form og njóta útiverunnar með skemmtilegu fólki. ATH æfingarnar eru þannig uppbyggðar að þær henta öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Endilega að mæta!! Ef frekari upplýsingar vantar þá endilega hafið samband við Arnar í síma 863-2513.

 

Reiðtúr að Borgarrétt
Hestamannafélagið Funi stendur fyrir reiðtúr að gömlu Borgarréttinni n.k. laugardagskvöld. Lagt verður af stað frá Melgerðismelum um kl. 20. Upplagt að nota tækifærið og þjálfa fyrir Bæjakeppnina og göngurnar.
Að reiðtúr loknum mun séra Hannes örn Blandon flytja hugvekju í hesthúsinu á Melgerðismelum. - Allir velkomnir!
Ferðanefnd Funa

 

Bæjakeppni Funa
Sunnudaginn 28. ágúst verður hin frábæra bæjakeppni Funa haldin á Melgerðismelum!
Leitað er stuðnings hjá bæjum í sveitinni eins og endranær og biðjum við íbúa að taka vel á móti okkur eins og oft áður!
Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna-, karla-, og kvennaflokki ef næg þátttaka fæst. þátttaka er öllum opin. Skráning er á staðnum og byrjar kl.12:30 og keppnin hefst kl. 13:30.
Að lokinni keppni verður kaffihlaðborð að hætti Funamanna og koma menn langt að til að ná sér í tertusneið :=)
Stjórnin

Getum við bætt efni síðunnar?