Auglýsingablaðið

603. TBL 24. nóvember 2011 kl. 09:01 - 09:01 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
410. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, þriðjudaginn 29. nóvember n.k. og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is
Sveitarstjóri


Viðtal við fulltrúa H-listans í sveitarstjórn
í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 og þriggja ára áætlunar 2013-2015, ætla sveitarstjórnarfulltrúar H- listans að bjóða upp á viðtöl næskomandi laugardag (26/11) frá kl. 11. Ef þú þarft að koma einhverju á framfæri við sveitarstjórn, lumar á góðri hugmynd sem snertir rekstur sveitarfélagsins okkar eða bara vilt lesa okkur pistilinn þá endilega láttu sjá þig ; ) Tekið er við pöntunum í viðtal á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar alla virka daga frá kl 8:00 í síma 463-0600. Sjáumst!
H-listinn á fjóra af sjö sitjandi fulltrúum í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.
F.h. H-listans Arnar árnason


Frá Félag aldraðra í Eyjafirði
Jólahlaðborð verður í Félagsborg í Hrafnagilsskóla 25. nóv. n.k. kl.19.00, húsið opnað kl. 18.30. þeir sem koma ekki í Félagsborg á mánudögum látið vita í síma:
Vilborg á Ytra-Laugalandi  s. 463-1472   gsm 868-8436
Addi í Laugarholti  s. 463-1203   gsm 893-3862
Miðaverð kr. 4000  (erum ekki með posa). Hver gestur kemur með einn jólapakka.
Nefndin


Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 27. nóvember 2011 kl. 11:00.
Hannes


Leiðalýsing 2011
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir huggjast hætta lýsingu, annars eru krosarnir settir á sömu leiði og í fyrra.
Gjald fyrir hvern kross er kr. 2.800.-
Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi


Aldan-Voröld
Jólafundurinn verður föstudaginn 2. des. kl. 19:30  í Stafni (hjá þóru). Hver kona kemur með einn pakka. þáttaka tilkynnist í síðasta lagi mánudaginn 28. nóvember í síma: 462-1581 eða á netfang: vigsig@simnet.is
Stjórnin


Kæru Iðunnarkonur
Jólafundur Kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn fimmtudaginn 8. desember 2011 kl. 20:00 í Laugarborg. Mætum í jólaskapi og eigum notalega stund saman.
Kv. stjórnin


Jólaföndur á yngsta stigi
Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 26. nóvember kl. 11:00 – 13:00 í kennslustofum yngsta stigs. Fjölbreytt föndurefni verður á staðnum á vægu verði. Takið með pensla til að mála á keramik.  Mætum sem flest og eigum notalega stund saman með börnunum. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman.
Kveðja, bekkjarfulltrúar yngsta stigs og Foreldrafélagið


Jólatrésleiðangur Krummakots (leikskóladeild Hrafnagilsskóla)
Laugardaginn 3. desember klukkan 10.00, ætla krakkar og foreldrar að arka frá leikskólanum og út í skóginn við Hrafnagil, til að sækja jólatré fyrir Krummakot. Kökur og heitt kakó í boði. Foreldrar skrái sig á lista sem hengdir verða upp í leikskólanum. Systkini eru velkomin með.
Aðventukveðja, foreldraráð


Jólakortakvöld á miðstigi
Mánudagskvöldið 5. desember kl. 20:00 – 22:00 verður jólakortakvöld fyrir börn (og foreldra) á miðstigi. Komið með lím, skæri og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra/aðstandendur til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum. Kveðja, bekkjarfulltrúar miðstigs og Foreldrafélagið


Jólamót Umf. Samherja í íþróttahúsinu í Hrafnagilsskóla
Hið árlega Jólamót Umf. Samherja í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttahúsinu í Hrafnagilsskóla laugard. 3. des. frá kl. 13:00-17:00. Keppni hefst á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri kl. 13:00, en kl. 13:30 hefst keppni hjá eldri iðkendum. Keppt verður í langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki og kúluvarpi í flokkum pilta og stúlkna 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri. Skráning á mótið þarf að fara fram fyrir fimmtudaginn 1. desember hjá Unnari þjálfara eða Jóhönnu Dögg í síma 867-9709. þeir sem mögulega geta séð sér fært um að bjóða fram aðstoð sína við mótið eru beðnir um að hafa samband við Jóhönnu Dögg í síma 867-9709. Margar hendur vinna létt verk. Mætum öll í jólaskapi og sýnum hvað í okkur býr :-)
Frjálsíþróttaráð Umf. Samherja


Hvolpar
Tveir, tveggja mánaða border collie rakkar, fást gefins. áhugasamir hafi samband í síma 894-0283


Hestamannafélagið Funi - félagsfundur
Félagsfundur verður haldinn í Funaborg sunnudaginn 27. nóvember kl. 20.30.
Fjallað verður um umsókn Funa um LM 2014 og tekin ákvörðun varðandi umsókn um LM 2016. Farið verður yfir félagsstarfið á árinu og rætt um komandi starfsár. Félagar fjölmennum í Funaborg og höfum áhrif á stefnumótun Funa.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin


Málþing um skipulagsmál í Eyjafjarðarsveit
Málþing um skipulagsmál í Eyjafjarðarsveit verður haldi í matsal Hrafnagilsskóla þann 6. desember kl 20:00. Helstu fyrirlesarar verða
Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Suðurkjördæmis mun flytja erindi um skiplagstefnu sveitastjórnar Hrunamannahrepps. 
Arnar árnason Oddviti sveitastjórnar mun kynna skipulagsstefnu Eyjarfjarðarsveitar.
Helgi Haukur Hauksson formaður ungra bænda mun flytja erindi um hugmyndir félagsins um skipulagsmál í sveitum landsins.
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir  flytur erindi um framtíðarstefnu í landbúnaði.
Ungir bændur á Norðurlandi

 

Getum við bætt efni síðunnar?