Auglýsingablaðið

604. TBL 01. desember 2011 kl. 14:01 - 14:01 Eldri-fundur

Aðventukvöld
Sunnudagskvöldið 11. des. kl. 21:00 verður aðventukvöld í Grundarkirkju. þar verða sungin þekkt jóla- og aðventulög, íslensk og erlend og geta allir tekið undir. þá mun Kirkjukór Laugalandsprestakalls flytja m.a. nýtt lag eftir organistann og kórstjórann, Daníel þorsteinsson við jólasálm séra Benjamíns Kristjánssonar. Skólakór Hrafnagilsskóla flytur nokkur jólalög ásamt nemendum úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Ræðumaður kvöldsins verður Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir.
Mætum sem flest í Grundarkirkju og eigum notalega kvöldstund saman á aðventunni.
Hannes og kirkjukórinn


Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskóli verður í Hjartanu Hrafnagilsskóla 4. des. kl. 11. það verður síðasta samveran fyrir áramót. ætlum við að dansa í kringum jólatré og gæða okkur á piparkökum. Allir hjartanlega velkomnir að koma og eiga notalega stund með okkur. Hrund, Brynhildur, Katrín, ósk og Hannes.


Jólatónleikar
Jólatónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða haldnir þriðjudaginn 6. des, miðvikudaginn 7. des. og fimmtudaginn 8. des. Tónleikarnir verða í Laugarborg og hefjast allir kl. 16:00. Sjá nánar á heimasíðu skólans http://tonlist.krummi.is


Bingó
10. bekkur Hrafnagilsskóla heldur bingó í Laugarborg þriðjudaginn 6. des. kl. 20. Margir góðir vinningar. Vöfflu og kaffisala í hléinu. Allir velkomnir. Bingóið er liður í fjáröflun vegna vorferðalags 10. bekkjar. Ath. enginn posi er á staðnum.
þökkum fyrirtækjum góðan stuðning, 10. bekkur Hrafnagilsskóla


Freyvangsleikhúsið tilkynnir

Samlestur á Himnaríki eftir árna Ibsen í leikstjórn Jóns Gunnars þórðarsonar í Freyvangi þriðjudagskvöldið 6. desember kl. 20:00.
Sjáumst sem flest


Málþing um skipulagsmál í Eyjafjarðarsveit
Málþing um skipulagsmál í Eyjafjarðarsveit verður haldið í matsal Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 6. desember kl 20:00. Helstu fyrirlesarar verða  Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Suðurkjördæmis mun flytja erindi um skiplagsstefnu sveitastjórnar Hrunamannahrepps. Borgar Páll Bragason frá Bændasamtökunum mun velta upp spurningum í tengslum við skipulagsmál í sveitum landsins. Arnar árnason Oddviti sveitastjórnar mun kynna skipulagsstefnu Eyjarfjarðarsveitar. Helgi Haukur Hauksson formaður ungra bænda mun flytja erindi um hugmyndir félagsins um skipulagsmál í sveitum landsins. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir flytur erindi um framtíðarstefnu í landbúnaði.

Hvetur Félag Ungra bænda alla til að mæta og hlusta á skemmtilega fyrirlesara flytja fróðleg og áhugaverð málefni sem snerta okkur öll. Boðið verður upp á léttar veitingar. Vonumst til að sjá sem flesta. Kv. Ungir bændur á Norðurlandi


Danssýning
Danskennslu er að ljúka í 6.-10. bekk Hrafnagilsskóla og af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans þriðjud. 6. des. kl. 13:20. þar sýna nemendur þessara bekkja hvað þau hafa lært hjá Elín Halldórsdóttir danskennara


Jólakortakvöld á miðstigi

Mánudagskvöldið 5. desember kl. 20:00-22:00 verður jólakortakvöld fyrir börn (og foreldra) á miðstigi. Komið með lím, skæri og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra/aðstandendur til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum. Kveðja, bekkjarfulltrúar miðstigs og foreldrafélagið


ágætu sveitungar
Senn kemur Eyvindur út og þar er getið um athafnir kirkjunnar skírnir, fermingar, hjónavígslur o.s.fr. Nú eru ýmsar athafnir sem aðrir prestar hafa framkvæmt en ég veit ekki um nema verk sr. Guðmundar í fyrra. Vinsamlegast sendið mér upplýsingar á hannes.blandon@kirkjan.is ef þið viljið að þær birtist í blaðinu. Kveðja, Hannes


ágætu sveitungar
það barst í tal á ritnefndarfundi Eyvindar að greina frá örnefnum í Eyjafjarðarsveit í næsta tölublaði og ætlar hún Margrét bókavörður að taka saman pistil þess efnis. Til er ágæt bók um örnefni í Saurbæjarhreppi en enga hef ég slíka séð með örnefnum úr öngulsstaða- eða Hrafnagilshreppnum. ættum við ekki á hverjum bæ að verða okkur út um loftmynd af bæjum okkar og skrá á myndina þau örnefni sem við þekkjum? þeir týna tölunni sem best til þekkja. Með bestu kveðjum og afsakið framhleypnina, Hannes örn Blandon


Mjólkurbændur þurfa líka frí!

Guðmundur heiti ég og hef áhuga á að kanna hvort áhugi er fyrir afleysingar-hring fyrir mjólkurbændur. ég er 29 ára og bý í Reykárhverfinu. Er að hugsa um að leysa af ca. 3-5 bændur í hringnum. En ef áhugi er um fullt starf, er allt opið. Hægt er að ná á mér í síma 694-6101 eða í tölvupósti gummi.inzaghi@gmail.com.  Kv. Guðmundur


Snjómokstur

Tökum að okkur snjómokstur. GK verktakar,  Garði. S: 895-5899 og 863-1207


Til sölu

Sófasett 3-2, barnavagn, -burðarbakpoki, -rimlarúm og ömmustóll. Allt ódýrt.
Fyrstur kemur, fyrstur fær. Uppl. í síma 462-7854, eftir kl. 17 (Valgerður og Rúnar)


Flugmiði til sölu
Flugmiði til sölu á 15.000; Akureyri-Reykjavík og Reykjavík-Akureyri. Dagsetningin er 2. des. frá Akureyri til Reykjavíkur kl. 16:10 og til baka frá Reykjavík til Akureyrar sunnudaginn 4. des. kl.12:30. Nánari upplýsingar í síma 663-2962, Lilja


Piparkökur og jólaöl
Jólin nálgast og af því tilefni hafa bæst við nokkrar tegundir af bakkelsi og drykkjum á Kaffi Kú. Ber þar helst að nefna norsku jólakökuna sem er alveg einstök í sinni tegund.
þeir sem vilja geta fengið að mála á piparkökur með allskonar litum, þó helst bláum!
Frá klukkan 22 á laugardagskvöldið mun hljóma lifandi tónlist að venju á Kaffi Kú framreidd af þeim Atla og Bobba. Stefnan hjá þeim er rólegheita stemming í bland við árstíðabundnar drykkjarvörur.
Opnunartími staðarins er kl. 14-01 á laugardögum og kl. 14-18 á sunnudögum.
Hlökkum til að sjá ykkur

Getum við bætt efni síðunnar?