Auglýsingablaðið

616. TBL 25. maí 2012 kl. 12:37 - 12:37 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
414. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg,
Skólatröð 9, þriðjudaginn 28. febrúar og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjafjardarsveit.is  Sveitarstjóri

 

Sunnudagaskólinn
Sunnudaginn 26. febrúar er sunnudagaskólinn í Munkaþverárkirkju og hefst kl. 11:00. Við hvetjum pabba og mömmur, afa og ömmur, frændur og frænkur að koma með börnum sínum og barnabörnum og taka þátt. Sjáumst kát.
Brynhildur, Hrund, Kata, ósk og Hannes

 

Fundarboð
Aðalfundur Félags aldraðra Eyjafirði 2012 verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir.
Mætum sem flest
Stjórnin

 

ágætu Hjálparkonur
Aðalfundur Kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn í Sólgarði miðvikudagskvöldið 29. febrúar nk. kl. 20.30.  Venjuleg aðalfundarstörf.  Nýjar konur velkomnar.  Mætum sem flestar og eigum góða kvöldstund saman.
Kveðja stjórnin

 

Aðalfundur Kornræktarfélagsins Akurs
Aðalfundur Akurs verður haldinn föstudaginn 2. mars kl. 11:30 á Kaffi kú.
Dagskrá fundarins
  *Almenn aðalfundarstörf
  *önnur mál
  *Hádegisverður í boði Akurs
  *Ingvar Björnsson ráðunautur fer yfir kornræktarárið 2011 og stöðu og horfur 2012
  *Finnbogi Magnússon hjá Jötunn vélum fjallar um hvernig má lækka kostnað við
     jarðvinnslu
  *Umræður
Stjórn Akurs

 

Aðalfundarboð!
Aðalfundur Fjarðarkorns ehf verður haldinn á Kaffi Kú mánudagskvöldið 5. mars kl. 20:00.  á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og farið yfir stöðu mála hjá félaginu.  Vonumst eftir því að sjá sem flesta.
Stjórn Fjarðarkorns ehf

 

Fræðslufyrirlestur Funa
þann 8. mars mæta kappar úr skeiðfélaginu Náttfara, kynna félagið og fjalla um hinar ýmsu hliðar skeiðsins.
Funaborg opnar kl. 20:00 og fyrirlesturinn hefst kl. 20:30
Allir velkomnir og frítt inn.
Heitt á könnunni og bakkelsi með.
Fræðslunefnd Funa

 

Freyvangsleikhúsið sýnir Himnaríki – geðklofinn gamanleik
Við þökkum fyrir frábærar móttökur á frumsýningunni s.l. föstudag og góðar kveðjur sem okkur hafa borist.
Næstu sýningar á Himnaríki eru:
24. febrúar kl. 20:00
25. febrúar kl. 20:00 – örfá sæti laus
2. mars kl. 20:00
3. mars kl. 20:00
Miða er hægt að panta á http://freyvangur.wordpress.com/ og í miðsölusíma 857-5598 milli kl. 17-19 alla daga og kl. 13-19 á sýningardögum. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara.

„Gaman gaman – Flott sýning.
Hraði – spenna – grín.
Frábærir leikarar – leikstjórn og leikmynd.
ánægjulegur árangur.
Til hamingju Freyvangsleikhús.

þráinn Karlsson leikari”

 

Kaffi Kú
Laugardaginn nætkomandi verður rólegheita kaffihúsastemming frá opnun til lokunar og tilvalið að kíkja við eftir leiksýningu. Enski boltinn er á boðstólum ef einhver vill en enginn ákveðinn leikur auglýstur, en á sunnudaginn verða tveir leikir sýndir; Arsenal Tottenham kl. 13:00 og svo að sjálfsögðu úrslitaleikurinn í enska deildarbikarnum kl. 15:45 milli Liverpool og Cardiff. Að sjálfsögðu verður boltatilboð meðan á leik stendur.

Opnunartímar næstkomandi helgi eru:
Laugardagur kl. 14-01
Sunnudagur kl. 14-18
Kaffiku.is

Getum við bætt efni síðunnar?