Auglýsingablaðið

626. TBL 04. júní 2012 kl. 12:40 - 12:40 Eldri-fundur

Eyðing kerfils – almennur fundur
Almennur fundur um eyðingu kerfils, verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla í kvöld , 3. maí, kl. 20. Fjallað verður um skaðsemi plöntunnar og áætlanir um eyðingu hennar. Mikilvægt er að allir taki höndum saman um þetta verkefni og landeigendur eru hvattir til að mæta, en allir eru velkomnir. Veglegar kaffiveitingar í boði.
Umhverfisnefnd og landbúnaðar- og atvinnumálanefnd


Sveitarstjórnarfundur
418. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg,
Skólatröð 9, þriðjudaginn 8. maí og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og hér á heimasíðu sveitarfélagsins undir flipanum "Fundargerðir á forsíðu. Sveitarstjóri


Vorferð sunnudagaskólans
Vorferðalag sunnudagaskólans verður sunnudaginn 6. maí. þá er ætlunin að fara með rútu að Möðruvöllum í Hörgárdal, taka þar þátt í fjölskyldusamveru í kirkjunni, grilla pylsur, fara í leiki og gera ýmislegt fleira skemmtilegt :-) Allir eru velkomnir með, bæði fullorðnir og börn og nóg pláss ætti að vera í rútunni. Brottför frá Hrafnagilsskóla kl. 10.15 (mæting kl. 10.00) og áætluð heimkoma á sama stað milli kl. 13.30 og 14. Vonumst til að fá með okkur fullt af skemmtilegum krökkum og enn fleiri skemmtilega foreldra :-) Munið að klæða ykkur eftir veðri, þar sem við verðum talsvert úti. Að lokum: TAKK kærlega fyrir veturinn og hafið það sem allra best í sumar!!
Hannes, Katrín, Hrund, Billa og ósk


Manstu hvar og hver?
Veist þú hvar úlfárbærinn stóð? Veist þú hver Magnús Benediktsson var? Ef ekki þá getur þú kíkt á bæ og bónda í Freyvangi 20. maí n.k.
Gallerí Víð8tta, Helgi þórsson og Smámunasafn Sverris Hermannsonar


Frá Smámunasafninu
Eyfirskur safnadagur verður laugardaginn 5. maí, opið milli kl. 13 og 17, þema dagsins er tónlist. Reynir Schiöth ætlar að gleðja okkur með ljúfri tónlist, gestir geta valið vínilplötu á fóninn. öll söfn í Eyjafirði eru þátttakendur og enginn aðgangseyrir er þennan dag. Kaffi á könnunni - verið velkomin í forvitnilega heimsókn.
Smámunasafnið.


Prjónahönnunarnámskeið
Prjónahönnunarnámskeið verður haldið í Dyngjunni 4 þriðjudaga í maí kl. 19.00-22.00 og byrjar 8. maí. Markmiðið er að nemendur sleppi frá sér öllum hömlum og átti sig á því hvað það er að gaman að skapa. Hugleiði útlit, efni, áferð, munstur og liti og þjálfist í að nýta sér nánasta umhverfi sitt að kveikju í nýja prjónaflík. Gerum tilraunir með myndprjón og fleira. Verð 16.000.-
Upplýsingar í síma 899-8770 og hadda@simnet.is

 

Póstkassinn þinn
í tilefni af 80 ára afmælis Búnaðarsambands Eyjafjarðar verður haldin Landbúnaðarsýning samhliða 20. Handverkshátíðinni dagana 10.-13. ágúst n.k.
Aðstandendur Handverkshátíðar 2012 óska nú eftir aðstoð íbúa Eyjafjarðarsveitar í skemmtilegt verkefni í tenglsum við sýningarnar.

Hugmyndin er sú að allir póstkassar í sveitinni verði klæddir einhverskonar handverki. það má prjóna, hekla, sauma eða hvað eina og klæða póstkassann. Eina skilyrðið er að Pósturinn hafi greiðan aðgang að póstkassanum. Laugardaginn 7. júlí verða póstkassar Eyjafjarðarsveitar komnir í sparibúning og verða það fram til 14. ágúst.
Almenningur fær tækifæri á að velja fallegasta póstkassann og fer verðlauna-afhendingin fram á kvöldvökunni laugardaginn 11. ágúst.
Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar er hugsuð þannig að þeir ferðaþjónustuaðilar sem áhuga hafa, fá afhenda atkvæðaseðla og kjörkassa. þeir sem vilja taka þátt í atkvæðagreiðslunni leggja þá leið sína til næsta ferðaþjónustuaðila.

Hér með óska ég eftir að þeir ferðaþjónustuaðilar sem áhuga hafa á að taka þátt hafi samband við Ester Stefánsdóttur framkvæmdastjóra í síma: 824-2116 eða sendi póst á netfangið handverk@esveit.is

Eins og margir eflaust vita þá eru kvenfélagskonur í sveitinni að vinna að öðru skemmtilegu verkefni. þær eru að prjóna utan um gamla dráttarvél af Deutz-gerð sem er í eigu bóndans á Kristnesi og verður hún til sýnis á sýningunni í ár. Umfjöllun og frétt um þetta verkefni má smá á
http://www.visir.is/prjona-peysu-a-traktorinn/article/2012120329766
Með von um góða þátttöku, bestu kveðjur, Ester Stefánsdóttir framkvæmdastjóri


Forvarnardagur MC. Norna
Laugardaginn 5. maí munu MC. Nornir mótorhjólaklúbbur kvenna á Norðurlandi, vera með sinn árlega forvarnardag, að þessu sinni á plani Hrafnagilsskóla kl. 12-14. Af því tilefni gefst almenningi kostur á að koma og eiga góða stund með Nornum. Stelpur 15-17 ára og konur á öllum aldri eru sérstaklega hvattar til að koma og kynna sér starfið og forvarnir. Grétar Ingi Viðarsson ökukennari verður til skrafs og ráðagerða.
Bestu kveðjur, MC. Nornir


óska eftir vinnu í sveit!
ég er duglegur strákur á 16 ári, að leita mér að vinnu í sveit. Hef smá reynslu. Nánari upplýsingar í 771-7866 og/eða arnarmar96@gmail.com.   Arnar Már


Vinna óskast
ég er 16 að verða 17 ára strákur sem er að leita af vinnu í sumar, skoða allt. Hef unnið á Búlandi í Landeyjum og Hrafnagili í Eyjarfjarðarsveit. Hef líka unnið stutt tímabil á ýmsum öðrum stöðum en skoða fleira en sveitastörf. Nánari upplýsingar í síma 843-9144 og/eða 461-3344. Kveðja Sindri Már Tryggvson


Lokasýning á Himnaríki í Freyvangi:
Laugardaginn 5. maí verður lokasýning á Himnaríki – geðklofnum gamanleik í Freyvangi. Nú verða allir að drífa sig til að missa ekki af þessari frábæru skemmtun. örfá sæti laus. Miðapantanir á Freyvangur.net og í síma 857-5598.
Sjáumst í leikhúsinu.


Boltinn í beinni
Eini heimsviðburðurinn þessa helgina á Kaffi kú er úrslitaleikur Chelsea og Liverpool í FA bikarkeppninni kl. 16 á laugardaginn. Svo verður kaffið og allt hitt á sínum stað alla helgina.
Opnunartímar: laugardag kl. 14-01 og sunnudag kl. 14-18

Getum við bætt efni síðunnar?