Auglýsingablaðið

629. TBL 04. júní 2012 kl. 12:46 - 12:46 Eldri-fundur

Eyðing á skógarkerfli
MJöG MIKILVæGT er að ALLIR taki þátt í þessu átaksverkefni, einungis þannig náum við árangri! Landeigendur bera sjálfir ábyrgð á því að úða á sinni landareign en sveitarfélagið leggur til eitur. Einnig verður fjármunum varið í styrki sem greiddir verða í hlutfalli við útlagðan kostnað.
Jón Eiríksson, Arnarfelli, hefur verið ráðinn umsjónarmaður með verkinu og hjá honum geta landeigendur nálgast eitur. Síminn hjá Jóni er 846 1784.
Hægt er að fá leigðar dælur hjá búnaðarfélögunum og einnig má benda á að Grettir á Syðra-Laugalandi efra, sími 861 1361, GK-verktakar í Garði, sími 863 1207 og Jóhann í Fellshlíð sími 847 4041 taka að sér að eitra fyrir bændur með misstór tæki.
Nánari upplýsingar um skógarkerfil má finna á heimasíðunni http://agengar.land.is/
Umhverfisnefnd og landbúnaðar- og atvinnumálanefnd


Sleppingardagar-girðingar-gangnadagar
Stefnt er að því að leyft verði að sleppa sauðfé á sumarbeitilönd frá og með 10. júní og stórgripum frá og með 17. júní. þess vegna eru landeigendur áminntir um að lagfæra girðingar áður en sleppt verður. Dagsetningar eru ákveðnar með fyrirvara um ástand gróðurs og umráðamenn búfjár eru beðnir um að virða sleppingardagana.
Stefnt er að því að hafa göngur á sama tíma og á s.l. ári þ.e.a.s. fjárgöngur í byrjun september og hrossasmölun aðra helgina í október.
Fjallskilanefnd


Fermingarmessur um hvítasunnuna
þau sem fermast í Grundarkirkju hvítasunnudag eru eftirfarandi:
Benedikt Fáfnir Benediktsson, Sléttu
Erna Sól Sigmarsdóttir, Laugartröð 11
Fanney Sól Hreiðarsdóttir, þrastalundi
Guðfinna Rós Sigurbrandsdóttir, ártröð 1
Haukur Gylfi Gíslason, Brekkutröð 1
Indiana Líf Ingvadóttir,Teigi
Kjartan Elvar Tryggvason, Meltröð 4
Kristján Jónsson, Sunnutröð 7
Mikael Olason Lotsberg, Finnastöðum
Rebekka Garðarsdóttir, Stokkahlöðum 1
Rósa Guðbjört Austfjörð, Melasíðu 2f
Sara þorsteinsdóttir, Kristnesi 6
Soffía Stephensen, Hjallatröð 1
Elmar Blær Arnarsson, Hranastöðum

í Munkaþverá sama dag kl. 13:30 fermast:
ársæll Kolgrímur Hrafnsson, Uppsölum
Guðmundur Smári Daníelsson, Ytra-Laugalandi 2

Annan hvítasunnudag kl. 11:00 í Kaupangskirkju fermast:
Bjarki Jóhannsson, Eyrarlandi 1
Ragnar ágúst Bergmann Sveinsson, örlygsstöðum

Kveðja Hannes

Til foreldra / forráðamanna væntanlegra fermingarbarna
Við viljum minna á að fermingarbörn fá blóm ( nelliku ) til að festa í kyrtilinn á fermingardaginn. þetta er gjöf frá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit, svo og sálmabækurnar sem börnin hafa þegar fengið.
Aldan Voröld, Hjálpin og Iðunn

Skólaslit Hrafnagilsskóla
Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu föstudaginn 1. júní kl. 20:00.
Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. óskilamunir verða á borðum í íþróttahúsinu og eru allir hvattir til að kíkja á þá. Skólastjóri

Kvennakór Akureyrar heldur tónleika í Laugarborg 28. maí nk. kl. 15:00
Tónleikarnir eru tileinkaðir söngför kórsins á íslendingaslóðir í Kanada á komandi sumri en þetta er í þriðja skiptið sem kórinn fer í tónleikaferð til útlanda. Kórinn mun koma fram á íslendingadeginum í Gimli en heldur auk þess tónleika í Riverton og Minneapolis.
í upphafi og á milli laga á tónleikunum verða smá innslög með ýmsum fróðleik sem tengjast Vestur-íslendingum á einhvern hátt. Söngskráin er afar fjölbreytt. Stjórnandi Kvennakórs Akureyrar er Daníel þorsteinsson og mun hann einnig annast undirleik.
Miðaverð er 2000 krónur, en frítt fyrir 14 ára og yngri. því miður er ekki hægt að taka við greiðslukortum en að tónleikum loknum verður gestum boðið upp á kaffi og vöfflur.
Sjá nánari upplýsingar á www.eyjafjardarsveit.is

útleiga á tækjum 2012
Leiga reiknast í heilum eða hálfum dögum og þá frá þeim degi sem tæki er tekið og þangað til því er skilað í Syðri Tjarnir. Minnum á að leigutaki ber ábyrð á tækinum sem hann er með og ber honum að skila því hreinu og óskemmdu strax að lokinni notkun. Gylfi á Syðri Tjörnum sér um útleigu og viðhald á tækjum félagsins. Síminn hjá Gylfa er 846-9661
Stjórnin

Leigutaxti tækja 2012   
Tæki                        Daggjald                       Daggjald
Mykjudreifari 8 tonna   10.000     Akurvalti         8.000
Mykjudreifari 6 tonna    8.000     Vatnsvalti        4.000
Haugsuga 11 tonna    14.000      Sturtuvagn    10.000
Vendiplógur               12.000      úðdæla           6.000
4 skera plógur             8.000      Vinnupallar      5.000
2 skera plógur             3.000      NýTT-Flagjafni  8.000


Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra er opinn alla daga frá kl. 11-21
Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðiréttum, hristingum, söfum og  hollum og gómsætum kökum. Má þar nefna súkkulaðihráfæði köku með hindberjamauki, glúteinlausa ananasköku og síðast en síst piparmyntusúkkulaðið. það er svo ljúffengt að einn gestinn dreymdi það nóttina eftir að hann smakkaði það svo hann varð að koma aftur daginn eftir. Alla rétti og drykki er hægt að taka með sér sé þess óskað. Kíkið á heimsíðuna okkar og skoðið matseðil dagsins á http://silva.is Nánari uppl. í síma 851-1360 eða silva@silva.is

Hrossaeigendur athugið! 
Lumar ekki einhver á dauðþægum barnahrossum sem þarfnast brúkunar og er til í að lána tímabundið? Ef svo er þá getum við enn bætt nokkrum í hestaleiguna okkar í sumar. Upplagt að koma þeim þannig í þjálfun fyrir göngurnar í haust.
Freyr (894-6076) og Katja, Uppsölum

Komið og sjáið kýrnar fagna sumri!
Næstkomandi laugardag, 26. maí kl. 11.00, hyggjast ábúendur á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit hleypa kúm úr fjósi eftir vetrarlanga innistöðu. Gestum og gangandi er velkomið að fylgjast með þegar kýrnar sletta úr klaufum og fagna sumrinu.
Hulda og Benjamín á Ytri-Tjörnum.

KAFFI Kú
Opnunartímar hvítasunnuhelgina eru:
Laugardagur: kl. 14-01
Hvítasunnudagur: kl. 14-01
Annar í hvítasunnu: kl. 14-18

Getum við bætt efni síðunnar?