Auglýsingablaðið

634. TBL 28. júní 2012 kl. 13:28 - 13:28 Eldri-fundur

Forsetakosningar 30. júní 2012
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit vegna forsetakosninganna 30. júní 2012 liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 frá og með 20. júní 2012 til kjördags. Opnunartími skrifstofu er kl: 10:00-14:00. 
Einnig er bent á vefinn http://www.kosning.is/forsetakosningar/kjorskra/ þar sem hægt er að fá upplýsingar um kjörskrá og kosningarnar. 
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

Forsetakosningar 30. júní 2012
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit vegna forsetakosninganna 30. júní 2012 verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og líkur kl. 20:00. á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 20. júní 2012.
Emilía Baldursdóttir, Níels Helgason, ólafur Vagnsson

 

Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið alla daga frá kl. 11:00 – 21:00
Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðiréttum, hristingum, söfum og hollum og gómsætum kökum. Má þar nefna súkkulaðihráfæði köku með hindberjamauki, hjónabandssælu, glúteinlausa ananasköku og alls kyns konfektmola á mjög góðu verði. Nú erum við komin á facebook og setjum matseðil dagsins inn á hverjum degi ásamt myndum af réttunum: https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi. Einnig er hægt að skoða matseðilinn á heimasíðunni: www.silva.is. Síminn okkar er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Alla rétti og drykki er hægt að taka með sér sé þess óskað.
þökkum frábærar móttökur sveitungar góðir
Velkomin, starfsfólk Silvu

 

REIðNáMSKEIð !!!
Barna- og unglingaráð FUNA auglýsir reiðnámskeið fyrir byrjendur (5-16 ára) dagana 10., 11. og 12. júlí n.k. Námskeiðið verður á Melgerðismelunum og Anna Sonja ágústsdóttir verður leiðbeinandi. Hestar og reiðtygi á staðnum. áhugasamir skrái sig hjá önnu Sonju í síma 846-1087 eða á netfangið annasonja@gmail.com, hún veitir jafnframt frekari upplýsingar. Ath! Takmarkaður fjöldi plássa – fyrstir koma, fyrstir fá. Sjá nánar á vefsíðu Funa, www.funamenn.is.
Barna- og unglingaráð Funa

 

Bændadagar í Eyjafjarðará þar sem landeigendur mega veiða fyrir sínu landi
Bændadagar Veiðifélags Eyjafjarðarár í sumar verða:
10. júlí, 21. ágúst og 14. september. Heimilt er að drepa tvær bleikjur yfir daginn en hirða má allan urriða, sjóbirting og lax. 
Veiðifélag Eyjarfjarðarár

 

Grunnur frá Grund II
Grunnur frá Grund II verður í hólfi í Guðrúnarstöðum eftir landsmót. Grunnur er alhliða gæðingur undan þóroddi frá þóroddsstöðum og Glímu frá Vindheimum. Hann hlaut strax mjög góðan dóm 4 vetra (8,25 a.e.) og enn betri dóm 5 v (8,47 a.e.). Hann hefur hæst hlotið 8,38 f. sköpulag og 8,60 f. hæfileika. Fullt verð m.vsk. er 80.000 kr, hólfagjald og ein sónarskoðun innifalin.
Upplýsingar hjá ágústi í Kálfagerði, s: 463-1294 og 863-1972

 

Opnunartímar í sumar eru:
Sunnudag - fimmtudag kl. 14:00 – 22:00
Föstudag – laugardag kl. 14:00 – 01:00
Kaffiku.is

Getum við bætt efni síðunnar?