Auglýsingablaðið

635. TBL 05. júlí 2012 kl. 14:16 - 14:16 Eldri-fundur

Sumardagur á sveitamarkaði
-alla sunnudaga í sumar frá 15. júlí til 19. ágúst
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.
Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857-3700 (Margrét)
eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur

 

Fyrrum félagar í samkórnum þristi!!!
ákveðið hefur verið að hóa saman fyrrum söngfélögum í Samkórnum þristi, eiga saman notalega kvöldstund og rifja upp gamla, góða tíma.
ætlunin er að hittast í Sólgarði(Smámunasafninu) fimmtudagskvöldið 12. júlí kl. 20:30. þeir sem ætla að mæta eru beðnir að tilkynna þátttöku í síma 866-3230 (Vigdís) eða 894-3230 (ólafur) í síðasta lagi mánudaginn 9. júlí.
Mætum svo sem flest hress og kát.
Undirbúningsnefndin

 

ágætu Funafélagar og sveitungar
Laugardaginn 7. júlí:
•  Vinnudagur 13:00-17:00. Vinnudagur verður á Melgerðismelum milli kl. 13:00-17:00. Farið verður í almenna tiltekt, málningarvinnu, girðingarvinnu og smíðavinnu. Gott væri ef menn tækju með smáverkfæri í samræmi við þessi verkefni.
•  Grill 19:00-20:00. Um kvöldið verður grill frá 19:00-20:00. Funi sér um meðlætið og að hafa grillið heitt, hver og einn tekur með sér kjöt að eigin vali.
•  Reiðtúr 20:30-22:00. Að loknum kvöldmat verður sameiginlegur reiðtúr á Melgerðismelum frá kl. 20:30 – 22:00.
Sunnudaginn 8. júlí: 
•  Messureið. Riðið verður frá Melgerðismelum til messu í Saurbæjarkirkju. Haldið verður frá Melgerðismelum kl. 12:00 stundvíslega. Messan hefst kl. 13:00.
Vonumst til að sjá sem flesta. Allir velkomnir.
Stjórn og ferðanefnd Funa

 

Eldjárn frá Tjaldhólum
Stóðhesturinn Eldjárn frá Tjaldhólum er að koma af landsmóti og verður í hólfi að Höskuldsstöðum í sumar. Eldjárn hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi og var í úrslitum í B-flokki 3. landsmótið í röð. Verð 115 þús. kr. með öllu. Auðvelt er að bæta inn hryssum til hestsins.
Pantanir hjá Jóni Elfari í síma 892-1197 og hjá Snæbirni í síma 894-5333.
Hrafnagil og Jódísarstaðir

 

íslenski safnadagurinn er sunnudaginn 8. júlí kl. 9:00-17:00
Sérstök dagskrá verður í Laufási á milli kl. 13:30-16:00. Aðgangur ókeypis inn á svæðið og gamla bæinn. Sjá nánar m.a. á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar

 

Ferðaþjónustan öngulsstöðum opnar veitingastaðinn sinn fyrir gestum og gangandi
í 16 ár höfum við þjónað gestum okkar frá öllum heimshornum í mat og drykk. Nú höfum við ákveðið að opna staðinn  undir nafninu Lamb Inn.
áhersla verður á sérverkað gæða lambakjöt.  Komið og smakkið á lambalærinu okkar með heimalöguðu rauðkáli og brúnuðum kartöflum.  Lambasalatið  hefur slegið í geng og fiskur fyrir þá sem það kjósa.
í tilefni af opnuninni bjóðum við íbúum Eyjafjarðarsveitar og gestum þeirra 10% afslátt af réttum á matseðli til 15. júlí.
Veitingastaðurinn opinn öll kvöld frá kl. 18-22.  Sími 463-1500

 

óska eftir íbúð!
óska eftir þriggja herbergja íbúð í haust, helst á Hrafnagili eða í næsta nágrenni. Vinsamlega hafið samband í síma 864-3887, Inga Lóa

 

Spariklæddir póstkassar
Aðstandendur Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar 2012 hafa hvatt íbúa Eyjafjarðarsveitar til að klæða póstkassa sína einhverskonar handverki til að gera þátttöku samfélagsins í sýningunum enn sýnilegri. Nú þegar hafa nokkrir íbúar brugðist við og eru póstkassar því byrjaðir að „blómstra“ hér í sveitinni. Stjórn sýninganna þakkar jákvæð viðbrögð og vonar að fleiri taki þátt því þetta setur líflegan og skemmtilegan svip á sveitina okkar í sumar. Miðað er við að laugardaginn 7. júlí verði póstkassar sveitarinnar komnir í sparibúning sem þeir klæðist fram til 14. ágúst.

Atkvæðaseðlum og -kössum verður dreift til ferðaþjónustuaðila á svæðinu og þar geta gestir og gangandi valið fallegasta póstkassa sveitarinnar. Eigendur þess póstkassa verða svo verðlaunaðir á kvöldvöku hátíðanna laugardaginn 11. ágúst.

Handverk 2012  Handverk 2012

 

KONUR KONUR KONUR   TAKIð EFTIR
áskorun á allar þær sem hefur alltaf langað en aldrei þorað... nú er bara að skrá sig hjá Huldu í Kálfagerði fyrir 13. júlí og drífa sig í Sörlastaði með hressum og skemmtilegum konum, ríðandi, bílandi, gangandi...skiptir ekki máli, bara að koma með og hafa gaman 16. - 19. júlí.

                                                              Nú skulum halda yfir heiðina,
Gas, gas, GasEllu-ferð                                 Huldan sér um að velja leiðina,
Gas, gas, GasEllu-ferð                                 Njóta þar allra Guða-Veiganna
GasEllu-ferð í vændum                                 í góðra vina hópi
GasEllu-ferð í vændum.                                í góðra vina hópi

ííííhaaa eru ekki allir klárir 16. júlí kl. 14 á bökkunum??
P.s. Síminn hjá Huldu er 866-9420

Getum við bætt efni síðunnar?