Auglýsingablaðið

673. TBL 02. apríl 2013 kl. 08:54 - 08:54 Eldri-fundur

Laugalandsprestakall; messur og fermingar um páskana

Skírdagur 28. mars
Ferming í Hólakirkju kl. 11:00
*Fermd verður Kristín Brynjarsdóttir, Hólsgerði
Messa í Kaupangskirkju kl. 21:00. Altarisganga

Föstudagurinn langi 29. mars
Helgistund í Munkaþverárkirkju kl. 11:00
Félagar úr félagi aldraðra lesa úr passíusálmunum

Laugardagurinn 30. mars
Ferming í Saurbæjarkirkju kl. 11:00
*Fermd verður Ragnhildur Tryggvadóttir, Hvassafelli

Páskadagur 31. mars
Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 11:00. Altarisganga.

Sóknarprestur


Opnunartími íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar um páskana
Pálmasunnudag kl. 10.00-17.00
Skírdag  kl. 10.00-20.00
Föstudaginn langa kl. 10.00-20.00
Laugard. 30. mars kl. 10.00-20.00
Páskadag  kl. 10.00-20.00


Páskar á Smámunasafninu
Smámunasafnið verður opið alla páskadagana 28. mars til 1. apríl kl. 14:00 til 17:00.
Rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur með sultutaui og rjóma.
í safnbúð; handverk og eldra dót úr ýmsum áttum. Eggjaleikur??,,Sá á fund sem finnur'
Verið velkomin í forvitnilega heimsókn.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Bókasafnið er opið á næstunni sem hér segir:
Miðvikudag kl. 16:00-19:00
Fimmtudag lokað
Föstudag lokað
Mánudag lokað
Frá þriðjudeginum  2. apríl er opið eins og venjulega.
Mánudaga kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl.9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30


Gámasvæðið er lokað föstudaginn langa. Opið laugard. 30. mars kl. 13:00-17:00.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

Freyvangsleikhúsið kynnir Dagatalsdömurnar
Næstu sýningar:
28. mars kl. 20 Skírdagur      SíðUSTU SýNINGAR
30. mars kl. 20
  6. apríl kl. 20
12. apríl kl. 20
13. apríl kl. 20 Lokasýning
Miðapantanir á freyvangur.net og/eða í síma 857-5598 milli kl. 17:00-20:00 og frá kl. 13:00 á sýningardögum

 

,,Opinn dagur í sveitinni“ - Sumardaginn fyrsta – (25. apríl)
Auglýsum eftir aðilum sem vilja taka þátt í opnum degi í Eyjafjarðarsveit til að kynna starfsemi sína, þjónustu, vöru eða uppákomu. Nú er tækifærið til að bjóða heim sveitungum og öðrum gestum til að sjá, heyra og finna fjölbreytileikann sem Eyjafjarðarsveit býr yfir. Hvetjum alla til að taka daginn frá og gera þennan dag að góðri byrjun að sumri. Nánari upplýsingar fást hjá Ingibjörgu Isaksen. Skráningar skulu berast til hennar á sundlaug@esveit.is ekki síðar en 1. apríl n.k.   Nefndin

 

Páskaganga og vöfflukaffi í Bangsabúð
Eins og undanfarin ár verður páskaganga Dalbjargar á föstudaginn langa, þann 29. mars nk. Gangan hefst við Bangsabúð kl. 10:00 og genginn verður innri Saurbæjarhringurinn sem er u.þ.b. 26 km. Bílar frá Dalbjörg verða á staðnum eins og venjulega og flytja þá sem ekki vilja ganga alla leið aftur í Bangsabúð.
þátttökugjald í göngunni eru 1000 kr. fyrir eldri en 12 ára og 500 kr. fyrir 6-12 ára. Innifalið í því eru vöfflur og kaffi í Bangsabúð að lokinni göngu. Allur ágóðinn rennur til Unglingadeildarinnar Bangsa sem munu sjá um vöfflubaksturinn. Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á reikning unglingadeildarinnar til að styrkja þau enn frekar:
Reikningsnúmer: 302-26-12484 og kennitala: 530585-0349
Við hvetjum auðvitað sem flesta til að mæta, ganga, skokka eða hjóla hringinn og styðja við bakið á krökkunum okkar.
Gleðilega páska!  Hjálparsveitin Dalbjörg 

 

Páskar 2013 á Kaffi kú
Fimmtudagur Skírdagur: Opið kl. 14:00-00:00.
*Opnun ljósmyndasýningar Sigurgeirs Sigurgeirssonar.
  Sýninginn stendur út apríl og myndefnið er sveitin okkar fagra.
*Kl. 22:00 páskatónleikar Helga og Hljóðfæraleikaranna.
  Ný lög frumflutt og almenn gleði. Miðaverð 1500 kr.
Föstudagurinn langi: opið kl. 14:00-18:00
Laugardagur: opið kl. 14:00-00:00
Sunnudagur, Páskadagur: opið kl. 14:00-18:00
Kaffiku.is

Getum við bætt efni síðunnar?