Auglýsingablaðið

674. TBL 04. apríl 2013 kl. 08:41 - 08:41 Eldri-fundur

Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Möðruvallakirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 11:00.
Hannes


Málverk eftir Laufey Margréti Pálsdóttur
Um nokkurt skeið voru málverk á göngum skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eftir listamanninn Sajóh; Samúel Jóhannsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Að þesssu sinni eru nokkur málverk eftir listamanninn Laufey Margréti Pálsdóttur sem prýða ganga skrifstofunnar.
Laufey Margrét Pálsdóttir (1965) lauk námi frá málaradeild Myndlista-og handíðaskóla íslands árið 1989. Hún starfaði í fjöldamörg ár sem formlistamaður hjá Leikfélagi Akureyrar. Laufey hefur starfað við myndlistarkennslu fyrir börn og fullorna um árabil og átt í samstarfi við ýmsa listamenn í tengslum við myndlistarsýningar, gjörninga, kennslu o.fl. þá hefur hún haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga.
Laufey býr og starfar á Akureyri og vinnur nú að stórri einkasýningu.


Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar
Fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:00 verður haldinn aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2013. á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Fundurinn verður haldinn í Félagsborg. Kaffiveitingar verða á boðstólnum og hvetjum við sem flesta til að mæta, nýja sem eldri félaga.
Stjórnin


Fundur heimildasafnara 8. apríl
í haust sem leið hittist hópur fólks sem er áhugasamt um söfnun ýmissa heimilda um búsetu, lifnaðarhætti, menningu og aðra þætti úr Eyjafjarðarsveit.
Nokkur ný verkefni eru að fara af stað í þessu efni og er ætlunin að hittast og fjalla um þau á mánudagskvöldið 8. apríl n.k.  í Félagsborg, að Skólatröð 9 og getur fólk mætt á bilinu 19:30 til 20:30 eftir því sem hverjum og einum hentar. Ekki er svo mikið atriði að allir mæti á sama tíma, en þeir fyrstu verða komnir kl. 19:30.
Gaman væri líka að sjá einhverja sem ekki hafa verið með áður, en hafa áhuga á að halda utan um gamlar heimildir og nýjar.


Freyvangsleikhúsið kynnir Dagatalsdömurnar  - SíðUSTU SýNINGAR
Nú eru aðeins 3 sýningar eftir af Dagatalsdömunum. Sýningarnar eru orðnar 19 og móttökurnar mjög góðar. Ef þú sveitungi góður, hefur ekki ennþá komið í leikhúsið þitt  þá er ráð að drífa sig og hlægja og gráta með Dagatalsdömunum.
  6. apríl  kl. 20:00
12. apríl  kl. 20:00
13. apríl  kl. 20:00 örfá sæti laus
Miðapantanir á freyvangur.net og/eða í síma 857-5598, milli kl. 17:00-20:00 og frá kl. 13:00 á sýningardögum


,,Opinn dagur í sveitinni“ - Sumardaginn fyrsta – (25. apríl)
Auglýsum eftir aðilum sem vilja taka þátt í opnum degi í Eyjafjarðarsveit til að kynna starfsemi sína, þjónustu, vöru eða uppákomu.
Nú þegar hafa borist nokkrar umsóknir en við óskum eftir enn fleirum :-)
Nú er tækifærið til að bjóða heim sveitungum og öðrum gestum til að sjá, heyra og finna fjölbreytileikann sem Eyjafjarðarsveit býr yfir.
Hvetjum alla til að taka daginn frá og gera þennan dag að góðri byrjun að sumri. Nánari upplýsingar fást hjá Ingibjörgu Isaksen. Skráningar skulu berast til hennar á sundlaug@esveit.is
Nefndin


Niðurgreiðsla íþrótta- og tómstundaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar
Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum / forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 til 17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar.
Meginmarkmið er að öllum börnum og ungmennum í Eyjafjarðarsveit verði auðveldað að stunda þær íþróttir/tómstundir sem þau hafa ekki tök á að stunda í sveitarfélaginu.  Niðurgreiðslan eykur valfrelsi barna og ungmenna og stuðlar að jöfnuði.

Skilyrði fyrir veitingu niðurgreiðslu
• Að styrkþegi hafi lögheimili í Eyjafjarðarsveit.
• Að styrkþegi sé á aldrinum 6 til 17 ára á árinu.
• Að um skipulagt starf/þjálfun sé að ræða í a.m.k. 10 vikur.
• Að ekki sé hægt að stunda viðkomandi íþróttir/tómstundir í sveitarfélaginu.
• Að greiðslukvittun fylgi umsókn vegna niðurgreiðslu sem skila þarf á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Reglur um notkun niðurgreiðslu
1. Til að unnt sé að nýta niðurgreiðsluna þarf að vera um að ræða skipulagt íþrótta- eða tómstundastarf sem er stundað undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda og nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur.
2. Niðurgreiðsluna er ekki hægt að nýta til kaupa á þriggja til tólf mánaða kortum í líkamsræktarstöðvum.
3. Niðurgreiðsluna er ekki heimilt að færa milli ára.  Niðurgreiðslan fellur niður sé ekki um hana sótt á því almanaksári sem iðkunin fer fram.
4. Hvert barn getur fengið niðurgreiðslu vegna tveggja íþróttagreina/tómstunda, en framlagið getur þó aldrei orðið hærra en 10.000 kr.
5. Niðurgreiðslan getur aldrei orðið hærri en þátttökugjald viðkomandi.
6. Umsóknareyðublöð skulu liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðar og vera aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
7. Styrkumsækjandi skal skila inn umsóknareyðublaði ásamt greiðslukvittun til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri. á greiðslukvittun komi eftirfarandi fram: Nafn og kennitala félags, dagsetning greiðslu, fyrir hvað er verið að greiða, æfingatímabil, nafn og kennitala iðkenda.
Reglur þessar gilda frá og með 1. janúar 2013

 

Hvert er einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar?
á fundi sveitarstjórnar 27. mars s.l. var samþykkt tillaga skipulagsnefndar um að gera skoðanakönnun til að kanna hug íbúa Eyjafjarðarsveitar um hvert sé einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar. Spurningin vaknaði því Bókaútgáfan Tindur vinnur um þessar mundir að bók sem heitir íslensk bæjarfjöll.

það er því ósk okkar að hvert heimili komi sér saman og sendi sína tilnefningu um einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar.

Könnuninni má skila með því að skrifa nafn fjallsins hér og senda á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, t.d. með því að setja í póstkassa við skrifstofudyrnar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið esveit@esveit.is


 

Getum við bætt efni síðunnar?