Auglýsingablaðið

678. TBL 30. apríl 2013 kl. 11:11 - 11:11 Eldri-fundur

íbúafundur um skólamál - Allir velkomnir!
Mánudagskvöldið 6. maí klukkan 20:00 - 21.30 verður fundur í mötuneytissal Hrafnagilsskóla um skólamál. þar verða kynnt meginatriði nýrrar aðalnámskrár og hugmynd um heildstæðan skóla. í þeirri hugmynd felast tilboð um íþróttir og tómstundir inn á skóladegi yngstu nemenda Hrafnagilsskóla.
Skólanefnd, skólastjóri Hrafnagilsskóla, stjórn Samherja og Tónlistarskóli Eyjafjarðar


Sumarstarf í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
óskum eftir sumarstarfsfólki í vaktavinnu. Mismunandi starfshlutfall.
Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 464-8140 eða á sundlaug@esveit.is
íþróttamiðstöð


íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Lokað verður 1. maí. Opnum í pott, vaðlaug og gufu 2. maí en ath. ekki verður hægt að fara í laugina vegna viðgerða. Opnunartími í maí verður frá kl. 8:00 til kl. 21:00 virka daga. Um helgar kl. 10:00-17:00.
Sumarkveðja, starfsfólk íþróttamiðstöðvar


Næsta Auglýsingablað.....!
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 9:00 þriðjudaginn 7. maí þar sem blaðinu verður dreift um sveitina miðvikudaginn 8. maí. Eftir það tekur við „venjulegur skilafrestur“ auglýsinga, þ.e. fyrir kl. 9:00 á miðvikudögum og blaðinu dreift um sveitina á fimmtudögum... alveg fram að jólum ;-)
Skrifstofan


Takk fyrir heimboðið í sveitina
Heimboð í sveitina tókst vel og þökkum við öllum þeim gestum og gestgjöfum sem tóku þátt í að gera þennan dag ánægjulegan. þátttaka var mjög góð þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki áttað sig á deginum. Njótið sumarsins :-)
Undirbúningshópurinn


Sveitarfjallið er Kerling
Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu skipulagsnefndar, sem byggir á skoðanakönnun, að einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar sé Kerling. Kerling er 1.538 m að hæð og sést víða að, enda hæst fjall á Norðurlandi.
Sveitarstjórn


Kvenfélögin í Eyjafjarðarsveit
Konur frá Aflinu koma og spjalla við okkur og kynna fyrir okkur starfsemina hjá þeim fimmtudaginn 2. maí kl. 20:30 í matsal Hrafnagilsskóla. Við bjóðum félagskonum í öllum kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit að koma og fræðast með okkur.
Vonumst til að sjá ykkur sem flestar.
Kvenfélagið Aldan-Voröld


Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða haldnir í Laugarborg laugardaginn 4. maí kl. 20:30  og í Glerárkirkju miðvikudaginn 8. maí kl. 20:30. á tónleikunum í Laugarborg mun Karlakórinn Ernir ísafirði heiðra okkur með nærveru sinni og syngja nokkur lög og eins munu kórarnir syngja saman á tónleikunum. Miðar verða seldir við innganginn, miðaverð er 2.500 kr. Getum ekki tekið við kortum.
Karlakór Eyjafjarðar


álfagallerýið á Teigi
Opið allar helgar í apríl og maí frá kl. 13:00-18:00. Fjölbreytt handverk.
Verið velkomin, framleiðendur.
Sími 894-1323


Neglur-ásetning og/eða lagfæring
Tímapantanir a.v.d. kl. 17:00-21:00 og á laugard. kl. 13:00-17:00, í síma 866-2796. Verð „ennþá“ 3.500 kr. Er í Hrafnagilshverfinu.  Hrönn


óskum eftir sumarstarfsmanni 17 ára eða eldri.
Upplýsingar í símum 862-6833 Kristinn og 860-4980 Jóhannes

Getum við bætt efni síðunnar?