Auglýsingablaðið

679. TBL 08. maí 2013 kl. 13:34 - 13:34 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
433. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikud. 15. maí og hefst hann kl. 12:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.   Sveitarstjóri

Atvinna
Heimaþjónusta Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsfólki til að sinna heimaþjónustu. Nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 463-0600 eða með tölvupósti.

Frá Hrafnagilsskóla
Innritun nýrra nemenda í fyrsta bekk, börn fædd 2007, fer fram 8.-15. maí n. k. Hægt er að hringja í ritara í síma 464-8100 frá kl. 8:00-15:30. á sama tíma fer einnig fram skráning annarra nemenda sem eru að flytjast í Eyjafjarðarsveit. Einnig er æskilegt að gera aðvart ef nemendur eru að flytjast í burtu.
Skólastjóri

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Opnunartímar bókasafnsins fram að sumarlokun:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30
Lokað á uppstigningardag og annan í hvítasunnu.  Síðasti útlánadagur er 31. maí.

Frá Laugalandsprestakalli
Laugardaginn 11. maí kl.11:00 er ferming í Munkaþverárkirkju.
Fermdar verða:
Gunnhildur Erla þórisdóttir Rifkelsstöðum 2a, Jana Dröfn Sævarsdóttir öngulsstöðum 1 og
Laufey María Hlynsdóttir Akri.
Gleðilegt sumar, Hannes

Félag aldraðra í Eyjafirði
*Fyrirhuguð er heimsókn í Flugsafnið á Akureyri laugardaginn 11. maí  n.k.
Hittumst þar á bílastæðinu kl. 14:00.
Stjórnin

*Sumarferðin hefst 10. júní.   Gist verður 2 nætur á Hótel Stykkishólmi.  
Félagar tilkynnið þátttöku til Reynis,  Jófríðar eða óttars. 
Nefndin

*Kvöldganga aldraðra í Eyjafjarðarsveit 2013. Gengið verður á þriðjudagskvöldum kl. 20:00
21. maí Eyjafjarðarbakkar suður
28. maí Svalbarðseyri
4. júní  Naustaborgir
18. júní Leyningshólar
25. júní Flugvallarleið (gömlu brýrnar)
2. júlí  Grundarskógur
9. júlí  Niður með Glerá
16. júlí Lystigarðurinn
23. júlí Espihóll
30. júlí  Kjarnaskógur
6. ágúst Eyjafjarðarbakkar norður
Göngunefndin

Samherjar - íþróttagallar
Minnum á sölu á keppnisgöllum Samherja (kr 5.500) og UMSE heilgöllum (verð á bilinu 7.500-9.500 kr.). Myndir má sjá inn á heimasíðu Samherja http://www.samherjar.is
Pantanir þurfa að berast fyrir 10. maí á netfangið brynhildurb@unak.is (sími 863-4085) en þar þarf að koma fram stærð, áletrun (nafn og númer).
Sumardagskrá UMF Samherja Síðustu æfingar vetrarins verða vikuna fyrir Hvítasunnu.  Eftir það verður hlé á æfingum þar til sumardagskrá tekur gildi þann 3. júní.
Sjá nánar á http://www.samherjar.is/

Blómasala um Hvítasunnu
Eins og hefð er fyrir, munu UMF Samherjar selja blóm fyrir Hvítasunnuna í ár.  Við verðum á ferðinni um sveitina á föstudag og laugardag fyrir Hvítasunnu.  Vinsamlegast takið vel á móti sölufólki okkar.
Stjórnin

Vorfundur kvenfélagsins Iðunnar
-verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 25. maí kl. 11:00.
Vinnufundir verða 8., 15. og 22. maí í Laugarborg :-) :-) :-)

álfagallerýið á Teigi 
Opið allar helgar í maí frá kl. 13:00-18:00. Fjölbreytt handverk.
Verið velkomin, framleiðendur.
Sími 894-1323

Fyrirlestur um ræktun og klippingu ávaxtatrjáa
Fimmtudagskvöldið  9. maí kl. 19:30 í Glerárkirkju á Akureyri. Carl J. Gränz formaður ávaxtaklúbbs Garðyrkjufélags íslands og Kristinn H. þorsteinsson garðyrkjufræðingur munu fjalla í máli og myndum um ræktun og klippingar á ávaxtatrjám. Boðið verður upp á kaffiveitingar í hléi. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir félaga í Garðyrkjufélaginu en 1.000 kr. fyrir aðra.
Allir velkomnir. Fræðslukvöldið er samstarfsverkefni ávaxtaklúbbs Garðyrkjufélag íslands, Lystigarðsins á Akureyrar og Garðyrkjufélags Akureyrar

Seinni vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða haldnir í Glerárkirkju miðvikudaginn 8. maí kl. 20:30. Stjórnandi Petra Björk Pálsdóttir og undirleikari Páll Barna Szabo. Hljómsveit kórsins spilar undir en hana skipa Birgir Karlsson, Haukur Ingólfsson og árni Ketill Friðriksson. óskar Pétursson syngur nokkur lög, bæði með kórnum og einn síns liðs. Miðar verða seldir við innganginn. Miðaverð er 2.500 kr. Getum ekki tekið við kortum.

Haustferð til Vínarborgar
Karlakór Eyjafjarðar hyggur á ferð til Vínarborgar 5.-13. október 2013. Enn eru nokkur sæti laus í hóptilboði og ef einhverjir eru áhugasamir um að fá að fljóta með geta þeir leitað upplýsinga hjá Gunnari Svertingsstöðum í síma 893-7236 eða e-mail sverting@simnet.is

Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar
útleiga á tækjum félagsins verður með lítilsháttar breytingu frá því sem verið hefur. Nú verður hluti tækjanna staðsettur á Torfum og munu þeir feðgar Níels og þórir sjá um útleigu á þeim,  en Gylfi á Syðri-Tjörnum um hinn hlutann. Gylfi mun sjá um viðhald tækjanna.

Tæki staðsett á Syðri-Tjörnum               Tæki staðsett á Torfum
8 t. Tankur    10.000 kr.                       Haugsuga     14.000 kr.
Vendiplógur    12.000 kr.                       6 t. Tankur    8.000 kr.
4 sk. Plógur     8.000 kr.                       4 sk. Plógur    8.000 kr.
2 sk. Plógur     3.000 kr.                       Flagjafni         8.000 kr.
Akurvalti gamli 8.000 kr.                        Akurvalti nýr 10.000 kr.
Vatnsvalti       4.000 kr.                        Steypuvél      5.000 kr.
úðadæla         6.000 kr.                        úðadæla         6.000 kr.
Sturtuvagn    10.000 kr.                        Vinnupallar      5.000 kr.

Pantanasími: Gylfi 846-9661, Níels 863-1472, þórir 862-6832.
Leigjendur eru vinsamlegast beðnir um að skila tækjunum eftir notkun á þann bæinn sem tilgreindur er hér að ofan. Tækjum skal skila hreinum og eftir aðstæðum smurðum. Leiga reiknast frá því tæki er tekið og þangað til því er skilað. Stjórnin vill minna á að tækjunum sé skilað strax að notkun lokinni. þetta er sérstaklega mikilvægt á annatíma.
Sumarkveðjur, stjórnin

Getum við bætt efni síðunnar?