Auglýsingablaðið

699. TBL 26. september 2013 kl. 08:52 - 08:52 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
437. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikud. 2. október og hefst hann kl. 12:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.   Sveitarstjóri


Vörsluskylda er á öllu búfé neðan fjallsgirðinga
í nýrri samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit, sem tók gildi 26. júní s.l. segir í 5. gr.
„Vörsluskylda er á öllu búfé neðan fjallsgirðinga allt árið og er búfjárhaldið neðan fjallsgirðinganna að öllu leyti á ábyrgð umráðamanns búfjárins. það er skilyrðislaus krafa um að ábyrgjast að búfé í umsjá hans sé haldið innan afmarks svæðis og gangi ekki laust utan þess, sbr. reglugerð nr. 59/2000 um vörslu búfjár. ...” Búfjáreigendur eru því áminntir um skyldur sínar.  
Sveitarstjóri


Skógarkerfill styrkumsóknir
Nú liggur fyrir kostnaður sem búið er að leggja út fyrir eitri og vinnu á vegum sveitarfélagsins og komið að því að veita styrki. Eftirstöðvum af fjárveitingu til verksins verður varið til að styrkja landeigendur. Landeigendur sem hafa áhuga á að sækja um styrk eru beðnir um að sækja um og leggja fram afrit af reikningum í síðasta lagi mánudaginn 14. október og eftirstöðvun af fjárveitingu verður þá útdeilt í hlutfalli við útlagðan kostnað landeigenda.
Umhverfisnefnd og landbúnaðar- og atvinnumálanefnd


Strætó í Eyjafjarðarsveit
Ferð er frá Hrafnagilsskóla kl. 7:45 og stöðvar þar sem þörf er á eins og við Skautahöllina, VMA og MA. úr bænum er síðan ferð frá biðstöðinni við Nætursöluna kl. 13:40, komið við á biðstöðinni við Drottningarbraut sunnan við Kaupvangsstræti og ekið þaðan að Hrafnagilsskóla. Síðan er ferð frá Nætursölunni kl. 16:30 að skólunum og inn að Hrafnagilshverfi, austur yfir eftir Miðbrautinni, norður eftir Eyjafjarðarbraut eystri, upp hjá Knarrarbergi og niður Knarrarbergsveg og Veigastaðaveg, að Eyjafjarðarbraut eystri og þaðan í miðbæ Akureyrar. þessar ferðir verða alla virka daga á meðan á skólahaldi stendur og þjónustan er ókeypis þar til annað verður ákveðið.
Sveitarstjórn


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.
Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.


Foreldrafélag Hrafnagilsskóla. ATH. Breyttur fundartími; hefst kl.20:00
Aðalfundur foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2013-2014 verður haldinn í Hrafnagilsskóla þriðjudagskvöldið 1. október kl. 20:00. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu frambjóðendur verða kynntir í félagið og öðrum boðið að gefa kost á sér í stjórn. í framhaldi af fundi er eftirfarandi :
• Hrund Hlöðversdóttir fjallar um tölvu-og netmál tengd Hrafnagilsskóla
• Guðjón H. Hauksson mun halda fyrirlestur um tölvunotkun barna
• Sveitarstjórn fjallar um skólaakstur og almenningssamgöngur
Við minnum á að allir foreldrar/forráðamenn barna í Hrafnagilsskóla eru sjálfkrafa félagar í foreldrafélaginu og eiga því fullt erindi á þennan fund.
í boði verða léttar veitingar. Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla


Félag aldraðra Eyjafirði
Vetrarstarfið hefst mánudaginn 30. september n.k. kl. 13:00 í Félagsborg.
Kynning á verkefnum vetrarins. Mætum hress og endurnærð eftir sumarið.
Nýir félagar hjartanlega velkomnir.
Stjórnin


íbúð til leigu
Tveggja til þriggja herbergja íbúð til leigu í Eyjafjarðarsveit. Leigutími 6 mánuðir. Er laus núna. Húsbúnaður fylgir. Reglusemi skilyrði og gæludýr ekki leyfð. Upplýsingar í síma 894-1303 eða 463-1336


Tóvinnunámskeið verða haldin 4 þriðjudagskvöld frá 8.-29. okt, frá 19.00-22.00. Kennt verður að kemba ull úr reyfi og spinna á snældu og rokk.  Kennari Hadda. Námsgjald 25.000.-
Dyngjan-listhús https://www.facebook.com/dyngjanlisthus er í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit.
Upplýsingar í síma 899-8770 og hadda@simnet.is


Köttur í óskilum
Voða góð, gulbröndótt læða með hvítar loppur er í óskilum, líklega skógarköttur. Læðan er með rauða ól sem í hangir gult merki (tómt) og bjalla. Vinsamlegast hafið samband í vaktsíma 463-0615.
Dýraeftirlitsmenn


Sundæfingar hefjast 30. september!!
Gengið hefur verið frá ráðningu sundþjálfara hjá Samherjum. Nýr sundþjálfari hjá félaginu er Anna Rún Kristjánsdóttir. Anna Rún er íþróttafræðingur og hefur mikla reynslu af sundþjálfun, er m.a. að þjálfa hjá sundfélaginu óðni á Akureyri. Við bjóðum önnu Rún velkomna til starfa og hvetjum alla til að drífa sig á sundæfingar!!
Sund-iðkendum er skipt í tvo hópa, Höfrunga (2.- 6. bekkur) og Hákarla (eldri börn).
Minnum einnig á vetrardagskrá Samherja sem fylgir með þessu sveitapósti.  Fylgist einnig með heimasíðunni http://www.samherjar.is/, þar eru settar inn tilkynningar og fréttir.
FORELDRAR: HVETJUM BöRNIN OKKAR TIL Að TAKA þáTT í íþRóTTUM HJá SAMHERJUM!!
Stjórnin

Getum við bætt efni síðunnar?