Auglýsingablaðið

702. TBL 21. október 2013 kl. 09:18 - 09:18 Eldri-fundur

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.

Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.


Gámur fyrir dýraleifar
Að gefnu tilefni er fólk beðið um að ganga vel um gáminn og umhverfi hans.
Ef gámurinn er fullur, vinsamlega látið vita í síma 892-3354, Hjalti


Guðsþjónusta í Grundarkirkju - sunnudaginn 20. október kl. 11:00
Kór kemur í heimsókn sem heitir Kórinn og starfar í Reykjavík.
Kórstjóri er Krisztina Kalló, organisti í árbæjarkirkju.
Kórinn mun syngja kafla úr ,,Stuttu messunni“ eftir Gounod.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur nokkur af gömlu lögunum við Hallgrímssálma.
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur


Olíukynning á Silvu sunnudaginn 20. október milli kl. 20:00 og 21:30
Aðgangur ókeypis. Kaffi og með því til sölu. Eygló Jóhannesdóttir og Helena Ketilsdóttir kynna kjarnaolíur og vörur frá fyrirtækinu Young Living sem er þekkt fyrir mikil gæði og hreinleika. Helena kynnir einnig nýtt og afar einfalt fæðuóþolspróf sem nefnist Food Detective.
Skráning er nauðsynleg: sími 867-5403. þær konur sem voru búnar að bóka sig á konukvöldinu þurfa ekki að skrá sig aftur.
Silva, Syðra Laugalandi efra, Eyjafjarðarsveit


Iðunnarkvöld
Miðvikudaginn 23. október kl. 20:00 í Laugarborg.
Katrín og Hafdís verða með sýnikennslu í rennilása-ísetningu.
Stjórnin


ágætu Hjálparkonur
Haustfundur kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn kl. 20:00 miðvikudagskvöldið
23. október (ath. röng dagsetning í síðasta sveitapósti!!), hjá Bergþóru gjaldkera.
Sjá staðsetningu og dagskrá í útsendum tölvupósti 
Sjáumst allar hressar og kátar, nýjar konur velkomnar.
Kveðja, stjórnin


Hryssu saknað
Okkur vantar eina brúna meri sem átti að koma á Melgerðismelarétt. Ef einhver hefur hugmynd um hvar hún geti verið, vinsamlega hafið samband í síma 861-8286.
Jónas og Kristín, Litla-Dal


Naglaskúr HAB
Munið að panta tímanlega; á facebook (hvenær sem er ;-) eða a.v.d. milli kl. 17:00-21:00 og um helgar kl. 13:00-17:00 í síma 866-2796.
Hrönn


Hrossaræktarfélagið Náttfari
Almennur félagsfundur í Funaborg miðvikudaginn 23. október n.k. kl. 20:30.

Fyrir fundinum liggur mikilvæg ákvarðanataka:
*Bygging nýs dómhúss við Náttfaravöllinn
*Bliki frá Litla-Dal. Heiðurshjónin Kristín og Jónas í Litla-Dal vilja gefa Náttfara þennan vel ættaða fola og það er fundarins að ákveða hvort félagið þiggur hann og vill axla ábyrgðina sem því fylgir.

Helga Gunnarsdóttir dýralæknir verður með fræðsluerindi um hófsperru. Rætt verður um nokkur stig hófsperru og sérstaklega tengzl hennar við efnaskiptaröskun sem er nýlega lýst í hestum. í ljósi þess að offóðrun verður sífellt meira vandamál í dag er þetta erindi sem á sérstaklega heima í hópi þeirra sem rækta og ala upp hesta.

Kaffihlaðborð að hætti Funa verður í boði fyrir fundargesti.
Stjórnin


Framundan á Kaffikú
Fimmtudagur 17. október.  Félagsvist
Fyrsta kvöldið af þremur er í kvöld, spilamennskan hefst kl. 20:00.
Veittir verða vinningar fyrir flesta slagi bæði hjá körlum og konum eftir hvert kvöld og verðlaun fyrir samanlagðan árangur öll þrjú kvöldin.
Allir eru velkomnir þó það sé bara eitt kvöld, aðalmálið að hafa gaman saman.
Aðgangur ókeypis.

Laugardagur 19. október. Almenninga-kvöld
Margslungin og mögnuð skemmtidagskrá hefst um kl. 21:00 má þar nefna myndasýningu frá göngum, réttum, flutningi og uppbyggingu kofans Adda inná Almenning, vísnalestur o.fl.
Hápunktur kvöldsins verður svo uppboð á einhverjum merkasta forngrip sem fundist hefur á Garðsárdal.
öllum er frjálst að stíga á stokk ef andinn grípur.
Ingi á Uppsölum sér um tónlistina að dagskrá lokinni.
Verulega hagstætt verður að eiga viðskipti yfir barborðið fram til kl. 00:00.

Fimmtudagur 24. október. Félagsvist
Laugardagur 26. október. Bar svar(Pub-quis)

Vetraropnunartímar:
Fimmtudag(spilakvöld): kl. 20:00-??
Laugardag: kl. 13:00-00:00
Sunnudag: kl. 13:00-18:00

Getum við bætt efni síðunnar?