Auglýsingablaðið

704. TBL 01. nóvember 2013 kl. 17:10 - 17:10 Eldri-fundur

Fjárhagsáætlun - undirbúningsfundur
Laugardaginn 9. nóvember verður haldinn fundur sveitarstjórnar með öllum nefndum sveitarfélagsins og forstöðumönnum stofnana. á fundinum verður farið yfir fjárhagstöðu sveitarfélagsins og kynntar helstu forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2014. Fundurinn verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla og hefst kl. 10:00.
Fundurinn er einnig opinn öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu og/eða vilja koma á framfæri ábendingum.    Sveitarstjórn


Almenningssamgöngur – skólaakstur - íbúafundur
íbúafundur verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla miðvikud. 6. nóvember kl. 20:00. Fundarefni er almenningssamgöngur og skólaakstur. íbúar eru hvattir til að mæta og tjá sig um málefnið og hvernig fyrirkomulagið skuli vera í framtíðinni. Sveitarstjórn


Arnarholt í Leifsstaðabrúnum – deiliskipulag - endurauglýsing
Vegna formgalla við birtingu auglýsingar á gildistöku deiliskipulags 4 frístundalóða á Arnarholti, er skipulagið hér með auglýst að nýju, sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsáætlunin hefur áður að öðru leyti hlotið meðferð skv. lögum, þar með talið að  hafa verið samþykkt af sveitarstjórn. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag, en Arnarholt er 1,34 ha. spilda í Leifsstaðabrúnum. Skipulagið ásamt greinargerð verður til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á vef sveitarfélagsins. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 15. desember 2013.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.

Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.


Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 3. nóv. er allrasálnamessa í Munkaþverárkirkju kl. 21:00. Altarisganga.
ágætu sveitungar. Margir eiga um sárt að binda þessa dagana og eiga erfitt. Eigum við ekki að koma saman og biðja, já og senda þeim góðar hugsanir sem eru í erfiðleikum. Mér þætti vænt um ef að við, sveitungar góðir, myndum koma saman þetta kvöld og sameina krafta okkar í kirkjunni. Bestu kveðjur, Hannes

 

Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður í Félagsborg mánudaginn 4. nóvember og hefst hann kl. 19:30. Allt áhugafólk um söfnun heimilda um sveitina framan Akureyrar og varðveislu þeirra er velkomið. Rætt verður um framhald vinnu við heimildasöfnunina og stofnun félags til að styðja það verkefni. Jónas Vigfússon sveitarstjóri og Ester Stefánsdóttir starfsmaður Eyjafjarðarsveitar mæta á fundinn.


Kæru sveitungar
Nú er undirbúningur að útgáfu Eyvindar 2013 hafinn. Ef þið lumið á góðri ljósmynd, ljóði eða hafið frá einhverju áhugaverðu að segja þá endilega sendið okkur í pósti, tölvupósti eða hafið samband símleiðis.  F.h. ritnefndar: Benjamín Baldursson, Ytri-Tjörnum, 601 Ak, tjarnir@simnet.is 463-1191/899-3585 og Helga Gunnlaugsdóttir, Brúnahlíð 2, 601 Ak. helgagunnl@simnet.is 462-4740 / 892-4740.


Reykskynjarayfirferð og Neyðarkallinn 2013
Hin árlega reykskynjarayfirferð Dalbjargar verður farin í næstu viku, 31. október til 3. nóvember. þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, við munum fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður fyrir reykskynjara á kostnaðarverði.

Við viljum minna á að ráðlagt er að skipta árlega um rafhlöður í reykskynjurum, sem og að skipta út gömlum búnaði. Nú þegar jólin nálgast með jólaljósum og kertum er góður tími til að taka til hendinni í þessum málum.

Samhliða yfirferðinni munum við hafa Neyðarkallinn til sölu. Sala á honum er góð fjáröflun fyrir hjálparsveitina og því vonumst við eftir góðum móttökum eins og undanfarin ár.

þeim sem ekki verða heima um helgina, en vilja samt nýta sér þessa þjónustu og kaupa rafhlöður, reykskynjara eða Neyðarkallinn, bendum við á að hafa samband við Halla í síma 847-9844 eftir kl. 17:00 á daginn.

Með von um góðar móttökur - eins og alltaf.  Hjálparsveitin Dalbjörg


Búvís býður bændum heim
Búvís býður til bændagleði að Grímseyjargötu 1 á Akureyri, föstudaginn 1. nóvember 2013.
Allir bændur landsins og aðrir viðskiptavinir velkomnir.
Kl. 13.00. Opið hús. Léttar veitingar og spjall. Kemi kynnir sápur og smurolíur.
Glens og gaman með léttum veitingum eftir kvöldmjaltir.
Kl. 21.00 hefst létt dagskrá, hagyrðingar og Dansbandið.
Við vonumst til að sem flestir bændur sjái sér fært að líta til okkar.


Prjónakvöld Göngum saman á Veitingahúsinu Silvu í Eyjafjarðarsveit
Fimmtudagskvöldið 31. október kl. 19:00 ætlum við að hittast og prjóna Fjallkonubrjóstahúfur. þið þurfið að taka með ykkur stuttan hringprjón nr. 4,5 og sokkaprjóna eða bara sokkaprjóna til að prjóna alla húfuna með. Ef þið eigið léttlopa í aðallitinn þ.e. brúnt, ljóst eða aðra sauðaliti þá er það vel þegið en eitthvað verður af garni á staðnum. Svo er líka gott ef þið komið með liti í totuna á húfurnar. Myndir af húfunum eru inn á: https://www.facebook.com/gongumsaman.is
Súpa, brauð með kaffi á eftir kr. 1.250.- Allir velkomnir
Göngum saman er styrktarfélag sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.


Kynning á Veitingahúsinu Silvu í Eyjafjarðarsveit
Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:00-21:00.
Björg Kristín Jónsdóttir verður með kynningu á Vemma heilsudrykknum sem hefur slegið rækilega í gegn. Vemma er með tvíblindar rannsóknir á bak við sig þó svo að fæðubótarefni þurfi ekki að uppfylla þau skilyrði. Niðurstaðan sýnir svo ekki verði um villst að VEMMA er mjög góð vara. þeir sem vilja forvitnast áður geta skoðað facebook síðuna: Vemma á íslandi. Veitingasalan verður opin og má þar m.a. finna hristinga, kaffi, te og kökur. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Enska fyrir byrjendur
Námskeið fyrir þá sem vilja ná tökum á einföldum setningum og byggja upp grunnorðaforða í ensku. Við hittumst einu sinni í viku, alls fimm sinnum, klukkustund í senn.
Tími: þriðjudagar kl. 19:30 – 20:30. Byrjum 5. nóvember
Staður: matsalur Silvu, Syðra-Laugalandi efra, Eyjafjarðarsveit
Verð: 3.000 krónur, posi á staðnum. öll gögn innifalin.
Kennari: Kristín Kolbeinsdóttir
Skráning í síma 861 4078 eða á netfangið silva@silva.is

Enska fyrir lengra komna
Námskeið fyrir þá sem vilja auka orðaforða og ná tökum á ritun. Við hittumst einu sinni í viku, alls fimm sinnum, klukkustund í senn.
Tími: þriðjudagar kl. 20:30 – 21:30. Byrjum 5. nóvember
Staður: matsalur Silvu, Syðra-Laugalandi efra, Eyjafjarðarsveit
Verð: 3.000 krónur, posi á staðnum. öll gögn innifalin.
Kennari: Kristín Kolbeinsdóttir
Skráning í síma 861 4078 eða á netfangið silva@silva.is


Húsnæði óskast í Eyjafjarðarsveit
þriggja manna fjölskyldu vantar íbúð/hús, ekki mjög langt frá Akureyri.
Vinsamlegast hafið samband í síma 899-1217.


áfram heldur stuðið í Kattholti hjá Freyvangsleikhúsinu.....
Næstu sýningar:
  7. sýn. lau.   2. nóv. kl. 17:00 - UPPSELT
  8. sýn. sun.   3. nóv. kl. 14:00 - UPPSELT
  9. sýn. lau.   9. nóv. kl. 14:00 - UPPSELT
10. sýn. lau.   9. nóv. kl. 17:00 - AUKASýNING
11. sýn. sun. 10. nóv. kl. 14:00 - UPPSELT
12. sýn. lau. 16. nóv. kl. 14:00 - öRFá SæTI LAUS
13. sýn. sun. 17. nóv. kl. 14:00 - LAUS SæTI

A.T.H.-Eftir sýningu má fara upp á svið, taka myndir með leikurum og skoða sig um í Kattholti 

Getum við bætt efni síðunnar?