Auglýsingablaðið

708. TBL 29. nóvember 2013 kl. 15:53 - 15:53 Eldri-fundur

ágætu sveitungar, dressum okkur upp og gleðjumst saman í Laugarborg n.k. sunnudag
þá er loks komið að því. Hin árlega menningarveisla í tilefni af 1. desember verður haldin á sunnudaginn í Laugarborg kl. 20:00. Söngur, glens og gaman. Húsið verður opnað kl. 19:30, aðgangseyrir er 1.000 kr. (kaffi og smákökur innifalið).
Miðar eru seldir við innganginn. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.
Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja frá menningarmálanefnd


Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingar
Um er að ræða 50% starf í sex mánuði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 9. janúar 2014. Vinnutími er á dagvinnutíma, frá kl. 12:00 - 16:00 eða 13:00 - 17:00 eftir samkomulagi. óskað er eftir jákvæðum og traustum einstaklingi sem  á auðvelt með samskipti og sveigjanleika í starfi.  Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Einingar-Iðju og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 10. desember n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir skólastjórnandi í síma 464-8120/892-7461, netfang hugruns@krummi.is


Bílskúrssala úr blómaskálanum Vín
Húsgögn, borðbúnaður, blómapottar og fuglabúr úr blómaskálanum Vín verður til sölu á vægu verði í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl: 20-22.
Gerið góð kaup og styrkið hjálparsveitina ykkar í leiðinni.
Hlökkum til að sjá ykkur. Hjálparsveitin Dalbjörg


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, jólabækurnar koma í hús hver af annari.
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.
Bókasafnið er opið : Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og  16:00-19:00   
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.


Frá Laugalandsprestakalli
VíSITASíA PRóFASTS SR. JóNS áRMANNS GíSLASONAR.
Sunnudaginn 1. des. fer fram messa í Möðruvallakirkju kl.11:00.
Sr. Jón ármann Gíslason prófastur predikar. Altarisganga.
Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Sóknarprestur


Ullarflutningar í Eyjafjarðarsveit
Sótt verður ull í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 30. nóv. n.k. þeir bændur sem verða tilbúnir með ull eru beðnir að hafa samband við Rúnar í síma 847-6616 eða á netfangið run@simnet.is  svo að hægt verði að skipuleggja flutningana sem best. Einnig má hafa samband við Birgi í Gullbrekku í síma 845-0029. P.s. munið að merkja, vigta og skrá ullina. Tilgreina þarf pokafjölda og hve mörg kíló bændur eru að senda frá sér. Byrjað verður á Halldórsstöðum að morgni og um kl.14.00 verður bíllinn staðsettur við Svertingsstaði.


Jólaföndur á yngsta stigi

Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 30. nóv. kl. 11:00-13:00 í kennslustofum yngsta stigs. Fjölbreytt föndurefni verður á staðnum á vægu verði. Ath. Að hafa pening meðferðis. Gott væri að grípa með sér heftara. Mætum sem flest og eigum notalega stund með börnunum.
Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Kveðja, bekkjarfulltrúar yngsta stigs og foreldrafélagið


Jólakortakvöld á miðstigi
Fimmtudagskvöldið 5. desember kl. 20:00-22:00 verður jólakortakvöld fyrir börn (og foreldra) á miðstigi. Komið með lím, skæri og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Ath. Að hafa pening meðferðis. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra/aðstandendur til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum. Kveðja, bekkjarfulltrúar miðstigs og foreldrafélagið


ágætu sveitungar
ég hef ekki lagt hart að kirkjum Eyjafjarðar varðandi söfnun fyrir línuhraðali en mæli með að hver og einn leggi fram sinn skerf eftir getu?
Sóknarprestur


Senn kemur Eyvindur út og að venju er getið; skírnarþega, fermingarbarna, greint frá hjónavígslum og útförum.
Undirritaður sóknarprestur veit ekki af athöfnum sem aðrir prestar framkvæma. Vinsamlegast sendið mér á netfangið hannes.blandon@kirkjan.is upplýsingar um athafnir sem þið viljið að verði getið í blaðinu.
Vinsamlegast, Hannes


Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður í Félagsborg mánudaginn 2. desember og hefst hann kl. 19:30. áhugafólk um sögu sveitarinnar framan Akureyrar er hvatt til að mæta. Kynnt verða drög að lögum fyrir félag sem ráðgert er að stofna til að styðja það verkefni. Nafn félagsins verður til umræðu á fundinum.


Kynning í Funaborg
Laugardaginn 7. des. kl. 14:00 verður Sigurður ævarsson, varaformaður LH, með kynningu í Funaborg á nýrri grein hestaíþrótta hérlendis sem nefnist TREC. Greinin er upphaflega hönnuð sem próf fyrir leiðsögumenn á hestum og byggist að verulegu leyti á að leysa þrautir á hestum og víðavangshlaupi. þetta er stór alþjóðleg keppnisgrein og íslenski hesturinn hefur staðið sig vel í slíkum keppnum. það er í senn krefjandi, lærdómsríkt og skemmtilegt að kenna hestum að leysa ólíkar þrautir og styrkir samband manns og hests. Funi hyggst bjóða uppá námskeið í þessari grein strax í janúar 2014. Allir áhugasamir eru eindregið hvattir til mæta og kynna sér þessa nýju grein hérlendis. Allir velkomnir innan félags sem utan. Stjórn Funa


Til sölu  rúm frá R.B. dýnustærð 90 x 200, hvítt, vel með farið og lítið notað. á sama stað til sölu hnakkur frá Stafni í Reykjadal. Uppl. gefur Gunna í síma 865-1621


Hugljúf kvöldstund á Silvu
Hvernig væri að eiga notalega stund á Silvu í upphafi aðventu?
Miðvikudagskvöldið 4. des. n.k. kl. 20 ætla Kristín S. Bjarnadótti hjúkrunarfræðingur að koma með fallegu dagatölin sín (þrjár gerðir), Hulda frá Hjartalagi verður með bæði gamlar og nýjar vörur á boðstólnum og einnig verða fallegu barnafötin frá ASTAST til sölu. Hið glæsilega hlaðborð Silvu verður uppdúkað og heitt á könnunni. Hver veit nema eitthvað óvænt gerist ;-) Kertaljós og kósíheit, verið velkomin :-)
Hugvitskonur


Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. í 9. gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:
1. Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2012 – 30/9 2013
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2012 – 30/9 2013
3. Rekstaráætlun fyrir næsta rekstarár
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
5. önnur mál
í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár á veitingastaðnum Silvu að Syðra Laugarlandi Eyjafjarðarsveit 16. desember 2013 klukkan 20:00.
stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár


Guðni Léttur í Lund og Emil í Kattholti
Freyvangsleikhúsið og Kaffi kú - gott tvíeyki.
Gegn framvísun aðgöngumiða úr Freyvangsleikhúsinu fá allir krakkar gefins Latabæjar Brazza og pönnuköku. Tilboð gildir þangað til sýningum verður hætt.

Laugardagskvöld kl. 20:30 - Guðni ágústsson verður gestur kvöldsins og segir
sögur úr nýjustu bók sinni, Guðni Léttur í Lund.
Kvöldstund með einum skemmtilegasta sögumanni landsins. Ekki missa af þessu!

Hópar, stórir sem smáir: bjóðum uppá léttar veitingar, hópefli o.fl. Endilega leitið tilboða í síma 867-3826 eða email naut@nautakjot.is

Vetraropnunartímar:
Laugardag: kl. 13:00-00:00
Sunnudag: kl. 13:00-18:00


áfram heldur stuðið í Kattholti hjá Freyvangsleikhúsinu.....
Næstu sýningar:
Sýning  dags.  klukkan
19 30. nóv. laugardag 14:00   Uppselt
20 30. nóv. laugardag 17:00   Uppselt
21   1. des. sunnudag 14:00   Uppselt
22   7. des. laugardag 14:00   Uppselt
23   7. des. laugardag 17:00   Aukasýning
24   8. des. sunnudag 14:00   Uppselt
25 14. des. laugardag 14:00   Uppselt
26 14. des. laugardag 17:00   Aukasýning
27 15. des. sunnudag 14:00   Uppselt
28 28. des. laugardag 14:00   örfá sæti laus
29 28. des. laugardag  17:00   Aukasýning
30 29. des. sunnudag 14:00   örfá sæti laus

Getum við bætt efni síðunnar?