Auglýsingablaðið

709. TBL 04. desember 2013 kl. 11:11 - 11:11 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
441. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, föstudaginn 13. desember og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Jólabækurnar koma í hús hver af annari.
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.
Bókasafnið er opið :  
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.


ágætu sveitungar 
Menningarmálanefnd vill þakka öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við að skemmta okkur með söng, glens og gamni í menningarveislunni 1. desember s.l.
Ekki síst þökkum við viðtökurnar hjá ykkur sveitungar góðir og hlökkum til að eiga aðra góða kvöldstund  með ykkur að ári.
Bestu kveðjur og gleðileg jól.
Menningarmálanefnd


Gámurinn við Stíflubrú 
Vegna veðurfars mun losun dýraleifa frestast fram yfir helgi. Ef þetta er að skapa vandræði þá vinsamlegast hafið samband við Hjalta á Kvistási í síma 892-3354


Frá félagi aldraðra í Eyjafirði
Síðasta samvera fyrir jól verður næstkomandi mánudag 9. desember.
Barnakór Hrafnagilsskóla kemur í heimsókn kl. 13:00 og flytur okkur fallega tónlist.
Hittumst á nýju ári þann 13. janúar.
Jólakveðjur, stjórnin


Frá Laugalandsprestakalli
Síðasti sunnudagaskóli fyrir jól í Grundarkirkju sunnudaginn 8. desember kl.11:00. Slökkvum á sjónvarpinu, höldum til kirkju og gleðjumst með börnum okkar með hjálp Brynhildar.
Bestu aðventukveðjur, Hannes


Jólakortakvöld á miðstigi
Fimmtudagskvöldið 5. desember kl. 20:00-22:00 verður jólakortakvöld fyrir börn (og foreldra) á miðstigi. Komið með lím, skæri og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Ath. Að hafa pening meðferðis. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra/aðstandendur til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum.
Kveðja, bekkjarfulltrúar miðstigs og foreldrafélagið


Jólafundur kvenfélagsins Iðunnar
Jólafundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 12. desember kl. 20:00 í Félagsborg.
Munum eftir jólapökkunum. Nýjar konur velkomnar.
Hlökkum til að sjá ykkur og eiga notalega stund saman.
Jólakveðjur, stjórnin


Ný og spennandi tækifæri fyrir hestaunnendur
Laugardaginn 7. des. kl. 14:00 verður Sigurður ævarsson, varaformaður LH, með kynningu í Funaborg á nýrri grein hestaíþrótta hérlendis sem nefnist TREC.  Greinin er upphaflega hönnuð sem próf fyrir leiðsögumenn á hestum og byggist að verulegu leyti á að leysa þrautir á hestum og víðavangshlaupi.  þetta er stór alþjóðleg keppnisgrein og íslenski hesturinn hefur staðið sig vel í slíkum keppnum. það er í senn krefjandi, lærdómsríkt og skemmtilegt að kenna hestum að leysa ólíkar þrautir og styrkir sambandið milli manns og hests.
Allir velkomnir innan félags sem utan.
Stjórn Funa


Kæru sveitungar
Mig langaði að segja ykkur frá því að ég er að taka á móti fólki í ilmkjarnaolíu-meðferðir og hef lausa tíma. ég býð upp á Regndropameðferð, Himneska fótasælu og N.A.T. Allar þessar meðferðir eru algert dekur og veita slökun ásamt öðrum eiginleikum sem þær gefa.
Nú fyrir jólin er hægt að kaupa gjafabréf fyrir elskuna sína og gefa í jólagjöf eða bara senda hana/hann í dekur nú fyrir jólin. Jólatilboð 7.000,- kr.
Nánari upplýsingar og tímapantanir/gjafabréf í síma 863-6912 eða á netfangið sigridurasny@gmail.com
Jólaknús til ykkar. Sigríður ásný Ketilsdóttir, Finnastöðum


Barnafatnaður og ljósmyndir
ásta hefur verið að hanna og sauma barnafatnað í stærðum 74-92. Litríkir kjólar, buxur og peysur, einnig tvær tegundir af slefsmekkjum. Hægt er að skoða fötin á „Facebook“ undir handverk og hönnun astast. Ef einhver hefur áhuga á að skoða betur, þá er um að gera að kíkja við sunnudaginn 8. des. milli kl. 13:00 og 17:00 á heimili okkar í Brekkutröð 6. þá munu nokkrar ljósmyndir úr smiðju Geira hanga á veggjum.
Heitt á könnunni.
Sjáumst, ásta og Geiri


Brúna hryssu vantar 
Okkur vantar enn brúna 5 vetra hryssu sem ekki skilaði sér í hópinn okkar á hrossaréttinni. þeir sem hafa grun um hvar hún er niður komin vinsamlegast hafið samband í síma 861-8286. Jónas og Kristín, Litla-Dal


áfram heldur stuðið í Kattholti hjá Freyvangsleikhúsinu.....
Næstu sýningar:
Sýning            dags.     klukkan
22   7. des. laugardag 14:00   Uppselt
23   7. des. laugardag 17:00   Aukasýning
24   8. des. sunnudag 14:00   Uppselt
25 14. des. laugardag 14:00   Uppselt
26 14. des. laugardag 17:00   Aukasýning
27 15. des. sunnudag 14:00   Uppselt
28 28. des. laugardag 14:00   Uppselt
29 28. des. laugardag  17:00   Aukasýning
30 29. des. sunnudag 14:00   Uppselt
31  4. jan. laugardag 14:00
31  5. jan. sunnudag 14:00

Getum við bætt efni síðunnar?