Auglýsingablaðið

714. TBL 16. janúar 2014 kl. 13:20 - 13:20 Eldri-fundur

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.

Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.

 

Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður í Félagsborg mánudaginn 20. janúar og hefst hann kl. 19:30. önnur umræða um lög fyrir sögufélag sem ráðgert er að stofna í byrjun febrúar. Kynning á Sólheimum. áhugafólk um sögu sveitarinnar er hvatt til að mæta.

 

Frá Félagi aldraðra Eyjafirði
Námskeið í vatnsleikfimi fyrir 60 ára og eldri, hefst þann 22. janúar kl. 15:00 í endurhæfingarlauginni á Kristnesspítala.  Allir 60 ára og eldri velkomnir.
Stjórnin

 

Iðunnarkvöld
Minnum á Iðunnarkvöld miðkvikudaginn 22. janúar kl. 20:00 í Laugarborg. Sjá nánar í tölvupósti. Nýjar konur alltaf velkomnar.
Stjórnin

 

BINGó – BINGó – BINGó
10. bekkur Hrafnagilsskóla heldur bingó í stofum 6 og 7 í Hrafnagilsskóla fimmtudaginn 23. janúar  kl. 19:30.
Veglegir vinningar m.a. frá Samherja, Kjarnafæði og Norðlenska. í hléinu verða seldar vöfflur, kaffi, sælgæti og svalar. Hin magnaða tombóla verður einnig á sínum stað.
Hvert bingóspjald kostar 500 kr. og ef keypt eru 3 spjöld kosta þau 1.200 kr. Hver tombólumiði kostar 100 kr.
Bingóið er liður í fjáröflun vegna skólaferðalags. þökkum fyrirtækjum stuðninginn.
Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur í 10. bekk



Bóndadagsgleði

Nú eru einungis örfáir miðar eftir og því er hver að verða síðastur að næla sér í miða á Bóndagasgleðina sem haldin verður í Funaborg á sjálfan bóndadaginn 24. janúar.
Miðaverð óbreytt frá því í fyrra eða 5.500 kr.
Húsið opnar kl. 20:00 og hefst borðhald stundvíslega kl. 20:30.
á boðstólnum verður hárbeittur innansveitahúmor þar sem enginn er undanskilinn. það eina sem þú þarft að hafa meðferðis er góða skapið og eitthvað til að viðhalda gleðinni J Hljómsveit hússins spilar fyrir dansi.

Miðar verða seldir í Gullbrekku 22. janúar milli mjalta.
Ef þig langar til að koma eða vantar aðrar upplýsingar þá endilega hafðu samband við Hafdísi á netfang hafdisds@simnet.is, þórólf gsm. 848-4672 eða Lillu gsm: 867-8104
ATH. Takmarkaður miðafjöldi í boði, allir velkomnir; aldurtakmark 16 ára á árinu.
Skemmtinefnd Framfirðinga

 


þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2014
-miðapantanir og miðasala-

þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 1. febrúar næstkomandi. Húsið verður opnað kl. 19:45 og blótið sett stundvíslega kl. 20:30.
Hver skyldi verða veislustjóri?
Heimatilbúin skemmtiatriði verða í forgrunni þetta árið enda af nógu að taka. Hvað skyldi verða fyrir valinu?
Danshljómsveit Friðjóns leikur fyrir dansi.
Aldurstakmark árgangur 1997.
þorrablótsgestir taka matartrog með sér að heiman ásamt borðbúnaði. Glös verða á staðnum. Gosdrykkir, alvöru súkkulaði, kaffi o.fl. til sölu í sjoppunni. NýJUNG: Posi á staðnum.
Hægt er að senda miðapantanir á netfangið: vokuland@simnet.is en eftirfarandi aðilar taka einnig á móti miðapöntunum í síma á milli kl. 20:00 – 22:00.
Mánudaginn 20. janúar
Kristín Kolbeinsdóttir s: 4631 1590 og Margrét Valgeirsdóttir s: 464 3157
þriðjudaginn 21. janúar
þorgerður Hauksdóttir s: 862 2448 og Helga Haraldsdóttir s: 463 1172

Miðsala fer fram í anddyri íþróttahúss Hrafnagilsskóla mánudaginn 27. janúar og þriðjudaginn 28. janúar milli kl. 20:00 -22:00.
Við tökum þátt í samkomulaginu um stöðugleikann í þjóðfélaginu og miðaverð er því óbreytt eða krónur 4000.

þorrablótsnefnd aldarinnar

Getum við bætt efni síðunnar?