Auglýsingablaðið

721. TBL 05. mars 2014 kl. 13:45 - 13:45 Eldri-fundur

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.

Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
þeir félagar sem ekki hafa greitt árgjaldið 2014, sem er kr. 2.500, viljum við benda á, að þeir geta greitt það inn á reikning félagsins: 0302-26-25959, kennitalan er 600597-3299. Við sendum félagsskírteinið á viðkomandi kennitölu þegar greiðsla hefur borist.
Stjórnin


Nýtt nafn á nýtt hús og ný heimasíða
þegar hafa borist til okkar margar tillögur að nafni á nýtt húsnæði Hjálparsveitarinnar Dalbjargar og við þökkum þátttakendum kærlega fyrir þær.
Við myndum endilega vilja fá sendar fleiri tillögur því við vitum vel hve hugmyndaríkir sveitungar okkar geta verið og því eru örugglega margar hugmyndir sem bíða ósendar í hugum ykkar!
Tillögur sendist á dalbjorg@dalbjorg.is fyrir 10. mars nk. Einnig er hægt að hringja í Harald formann frá Grænuhlíð, í síma 847-9844.
Við hvetjum ykkur líka til að skoða nýju, glæsilegu heimasíðuna okkar sem fór í loftið nýlega, en þar eru ýmsar upplýsingar um starfið okkar.
Kær kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg


Jógatímar hefjast að nýju
13. mars hefjast jógatímar að nýju í Hjartanu í Hrafnagilsskóla hjá jógakennaranum Helgu Haraldsdóttur. Tímarnir verða á fimmtudögum klukkan 16:30 - 17:45.
Athugið að byrjað verður á fjórum tímum fram að páskum. Verð það sama og á síðasta ári eða 1.000 kr. tíminn.
Allir velkomnir bæði þeir sem hafa komið á fyrri námskeið og einnig nýir iðkendur.
Góðar teygjur og slökun í lok tímanna. Gott að mæta með teppi og púða.
Upplýsingar gefur Hrund Hlöðversdóttir s: 699-4209 eða hrund@krummi.is


Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg fimmtudaginn
6. mars kl. 20:30. á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Gert er ráð fyrir að formenn nefnda skili ársskýrslu til stjórnar fyrir aðalfund eða á fundinum sjálfum. Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin


óskar eftir vinnu

Pétur Billeskov fyrrum bóndi á þverá hringdi frá Danmörku og óskar eftir vinnu fyrir son sinn sem er 17 ára. Pilturinn heitir Jens og hefur áhuga á að ráða sig hjá einhverjum bónda hér í sveit á tímabilinu 1. júlí til 8. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar gefur Benjamín á Tjörnum, sími: 899-3585.


Naglaskúr HAB                                       þegar kona, klærnar sýnir,
Tímapantanir a.v.d. kl. 17:00-21:00,       kunna þarf þá á því lag,
um helgar kl. 13:00-17:00 í síma              að finna aðra, sem að brýnir
866-2796, Hrönn                                        og bóka í tíma góðan dag.


Freyvangsleikhúsið sýnir þorskur á þurru landi í leikstjórn Daníels Freys Jónssonar.
Næstu sýningar:                                    Aðeins sýnt í mars
5. sýning 7. mars   kl. 20:00
6. sýning 8. mars   kl. 20:00 - Stjánasýning
7. sýning 14. mars kl. 20:00
8. sýning 15. mars kl. 20:00

”Maður verður ekki svikinn af kvöldskemmtun í Freyvangi nú frekar en fyrri daginn”.
Steinþór þráinsson - leiklist.is

Miðasala á freyvangur.net og í síma 857-5598 á milli 17:00-19:00


Kaffi kú

Fimmtudagur 6. mars; Meistaradeildin í hestaíþróttum heldur áfram og hefst útsending kl. 19:00. Keppt verður í tölti í kvöld.

Fimmtudagur 13. mars; Spjallfundur
Framsögumaður óli þór Jónsson fyrirtækjaráðgjafi hjá Arion banka.
Hvað gerist á næsta mjólkurkvótamarkaði? Hvað sjá bankamenn fyrir sér í landbúnaðinum? óli mun fara yfir þessi atriði og fleiri. Fundurinn verður frekar á léttu nótunum og gefst bændum hér færi á að koma sínum sjónarmiðum og spurningum á framfæri.

Nautakjöt að eigin vali alltaf í kistunni. Kíktu við og gerðu hagstæð matarinnkaup.

Opnunartímar Kaffi kú:
Laugardag kl. 13:00-00:00
Sunnudag kl. 13:00-18:00

Getum við bætt efni síðunnar?