Auglýsingablaðið

723. TBL 27. mars 2014 kl. 08:41 - 08:41 Eldri-fundur

Freyvangsleikhúsið sýnir þorskur á þurru landi í leikstjórn Daníels Freys Jónssonar
Síðustu sýningar:
9. sýning              21. mars kl. 20
Aukasýning         22. mars kl. 17      UPPSELT
10. sýning           22. mars kl. 20
11. sýning           28. mars kl. 20
12. sýning           29. mars kl. 20
Miðasala á freyvangur.net og í síma 8575598 á milli 17-19.

”Maður verður ekki svikinn af kvöldskemmtun í Freyvangi nú frekar en fyrri daginn”
Steinþór þráinsson -  leiklist.is


Altarisklæðið frá Miklagarði
Nú er vinnan hafin og best að byrja sem fyrst!
Bærinn Miklagarður er rétt sunnan við Dyngjuna-listhús, en þar var kirkja á miðöldum. Altarisklæðið úr þeirri kirkju hefur varðveist og er nú í þjóðminjasafni Dana. Eftir þessu klæði  vinnum við nú fram að júní og byrjum svo aftur í haust. Endum síðan veturinn með sýningu „Sumardaginn fyrsta“ 2015.
Nánari upplýsingar í síma 899 8770 og hadda@simnet.is  Hadda.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.
Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30


EMIL snýr aftur í Freyvangsleikhúsið
Páskasýningar
16. apríl                kl. 20  
17. apríl                kl. 14      Skírdagur
19. apríl                kl. 14     


Fimmtudagur 20.  mars kl. 20.
Framsögumaður óli þór Jónsson viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Arion banka.
Hvað gerist á næsta mjólkurkvótamarkaði? Hvað sjá bankamenn fyrir sér í landbúnaðinum?  óli mun fara yfir þessi atriði og fleiri. Fundurinn verður frekar á léttu nótunum og gefst bændum hér færi á að koma sínum sjónarmiðum og spurningum á framfæri.


Kaffi kú
Laugardagur 22 mars.
Meistaradeildin í hestaíþróttum  kl. 12. Keppt verður í Skeiðgreinum -  úti
Annar  tími en venjulega en við opnum snemma fyrir áhugasama. Hádegistilboð dagsins  súpa og léttöl á 2.200kr.

Nautakjöt að eigin vali alltaf í kistunni. Kíktu við og gerðu hagstæð matarinnkaup.

Opnunartímar Kaffi kú: Laugardag kl. 12 Sunnudag kl 13-18

 

Frá Grundarsókn
Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar verður haldinn þriðjudaginn 25. mars kl. 20:30 í Víðigerði. Venjulega aðalfundarstörf. Sóknarnefndin


Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 23.mars vísiterar prófastur sr. Jón ármann Gíslason Saurbæjarkirkju.
Messa hefst kl. 11 og á eftir býður sóknarnefnd kirkjugestum til samsætis í Sólgarði.
Gleðilega hátíð. Sóknarprestur


Frá Saurbæjarsókn
Aðalfundur Saurbæjarsóknar verður haldinn í Hleiðargarði þann 25. mars kl. 10.30.
Venjulega aðalfundarstörf. Sóknarnefndin


Frá Möðruvallasókn
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. mars kl. 21:00 í Sólgarði (suðurenda). Venjuleg aðalfundarstörf.  Sóknarnefndin


Hrossaræktafélagið Náttfari
Aðalfundur Náttfara verður í Funaborg fimmtudaginn 27. mars kl. 20:30
Kaffihlaðborð og venjuleg aðalfundarstörf.  Stjórnin


Söfnunin ,,Börn hjálpa börnum 2014“ ABC barnahjálp
þetta er árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar í samstarfi við grunnskóla landsins.
í ár munu nemendur safna fyrir byggingu heimavistar fyrir fátækar stúlkur í Pakistan.
Frá 21. mars og til og með 13. apríl munu nemendur í 5. bekk ganga í hús og safna framlögum í sérmerkta söfnunarbauka. þar sem engir nemendur í 5. bekk eiga heima innan við Stíflubrú munu þeir ekki safna á því svæði. Ef einhverjir á því svæði vilja styrkja málefnið er hægt að koma framlögum til Nönnu ritara í Hrafnagilsskóla. Að sjálfsögðu skiptir hver einasta króna máli!
Með von um góðar móttökur. Nemendur 5. bekkjar í Hrafnagilsskóla


Regndropameðferð - NAT - Himnesk fótasæla - Heilun
Lausir tíma í:
Regndropameðferð -  bólgu og verkjaeyðandi og styrkir ónæmiskerfið
NAT - góð fyrir höfuð herðar og háls, bólgueyðandi og róandi
Himnesk Fótasæla - algert dekur
Heilun og ráðgjöf
Upplýsingar og tímapantanir í síma 863-6912
Sigríður ásný Sólarljós Ketilsdóttir Finnastöðum


" í nafni móður okkar, jarðarinnar - In the name of the mother"
Laugardaginn 22. mars kl. 14 verður bænastund fyrir heilun á vatni jarðarinnar. þessi stund nefnist " í nafni móður okkar, jarðarinnar - In the name of the mother" og er alheimsbænastund sem  "the 13 grandmothers" verða með og er ætlunin að hittast að Finnastöðum hér í sveit og tengja okkur inn á þennan viðburð.
Allir velkomnir á öllum aldri. Hafið með ykkur drykkjarílát og verið klædd eftir veðri og í góðum skóm. Mætið stundvíslega.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður ásný Sólarljós Ketilsdóttir í síma 863-6912 eða í netfanginu sigridurasny@gmail.com


Sauðfjárræktarferð
Sökum færðar og slæmrar veðurspár hefur fyrirhugaðri ferð í Fljótin um næstu helgi verið breytt í óvissuferð í Skagafjörð í staðinn. þar verða heimsótt nokkur góð sauðfjárbýli svo það ætti enginn að verða svikinn af þessari ferð.
Ps. hugsanlega er hægt að lauma auka rössum  með en það er mjög takmarkað magn.
Upplýsingar í síma: 896-9466 Hákon

Getum við bætt efni síðunnar?