Auglýsingablaðið

731. TBL 14. maí 2014 kl. 14:59 - 14:59 Eldri-fundur

Kynningarfundur vegna viðauka við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar
Kynningarfundur verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla mánudaginn 19. maí kl. 20:00. Kynntur verður viðauki við aðalskipulag sveitarfélagsins með skýringum og viðbótum við gildandi skipulag. Markmiðið með viðaukanum er að skýra reglur um ýmis atriði og samþykkja nýjar reglur þar sem talin er þörf á. Auk þess eru tilgreindar áorðnar breytingar á skipulaginu. í framhaldinu verður viðaukinn auglýstur með lögboðnum auglýsingar- og athugasemdafresti.
Sveitarstjóri


448. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, föstudaginn 16. maí og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins. Annar fundur verður síðann haldinn líklega n.k. þriðjudag. Nánar auglýst á vef Ejafjarðarsv.
Sveitarstjóri


Opnir fundir með H-listanum
H – listinn mun standa fyrir tveimur opnum fundum í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar, þangað sem sveitungum okkar er boðið að koma og ræða málin við frambjóðendur.
Fyrri fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 20. maí kl. 20:00 í Félagsborg.
Seinni fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 21. maí kl. 20:00 á Smámunasafninu.
Allir velkomnir til að ræða stefnumál og kynnast frambjóðendum betur.
Hlökkum til að sjá ykkur.   Frambjóðendur H-listans


íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar augýsir eftir baðverði í kvennaklefa
Unnið er á vöktum, starfsmaður sér um afgreiðslu, gæslu og þrif. áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og jákvæðni. Viðkomandi verður að standast hæfnispróf sundstaða. Umsókn sendist fyrir 23. maí á netfangið sundlaug@esveit.is
Upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 464-8140


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
þá líður að sumarlokun á safninu. Síðasti opnunardagur á þessu vori  er miðvikudagur-inn 28. maí. Safnið opnar svo aftur 25. ágúst.
Fram að lokun er opið eins og venjulega:
Mánudagar kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00       
Miðvikudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30


Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 18. maí er fermingarmessa í Grundarkirkju kl. 11:00.
Fermdur verður Jóhann Bjarki Salvarsson, Hrafnagilsskóla.
Sóknarprestur


Frá ferðanefnd Félags aldraðra Eyjafirði
Sumarferðin okkar er fyrirhuguð þann 10.-13. júní. Gist verður þrjár nætur á Gistihúsinu Egilsstöðum. Farið verður m.a. til Borgarfjarðar Eystri og Norðfjarðar. Nánar auglýst síðar.
Nefndin


Kæru vinir og velunnarar
þann 17. maí n.k. verður  Dalborg, nýja húsið okkar Dalbjargarfélaga í Eyjafjarðarsveit opnað formlega. Af því tilefni langar okkur til að bjóða ykkur í heimsókn þennan dag.
Húsið verður opið frá kl. 13:00-16:00 en formleg vígsla verður kl. 14:00.
Boðið verður upp á kaffi og bakkelsi.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest! Kveðja, stjórn Hjálparsveitarinnar Dalbjargar
P.s. þeir sem enn vilja skila lífsýnum vegna rannsóknar í.E. geta komið með þau til okkar í leiðinni!


Kæru kvenfélagskonur
Minnum á samveruna í Funaborg fimmtudaginn 15. maí kl. 20:00 þar sem Sigríður Klingenberg bíður hamingjunni í kaffi.
Kvenfélögin


álfagallerýið í sveitinni
Opið á laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-18:00.
í gallerýinu hjá okkur eru m.a. lopapeysur á alla fjölskylduna. Dömufatnaður, ungbarnaföt, saumuð, prjónuð og hekluð. Glingur og gler. Postulín og leir. Kerti með kirkjumyndum ofl.
Verið velkomin til okkar, gallerýgellurnar :-)


Kaffi Kerling/Coffee Crone - Sunnutröð 5, Hrafnagilshverfinu
Kaffi Kerling býður upp á frítt kaffi, afgreitt út um eldhúsgluggann, fyrir gesti og gangandi. Frjáls framlög vel þegin fyrir góð málefni.
Opnunartímar eru háðir því að „kerlingin“ sé heima, sem sagt margbreytilegir, skemmtilegir og/eða pirrandi. Auglýst á facebook og appelsínugult merki sett út í eldhúsgluggann = OPIð! Annars bara lokað :-)
Nánari upplýsingar og/eða fyrir þá sem ekki hafa facebook, í síma 866-2796 (Hrönn).
Kerlingin!


Hundapössun Huldu
ég heiti Hulda Siggerður og er 12 ára og ég er að bjóða upp á hundapössun/böðun og viðrun fyrir hundinn þinn. Get tekið hann mánudag til sunnudags frá kl. 14:30 á virkum dögum og eftir hádegi um helgar. Helgarpössun kostar 5.000, Heil vika kostar 10.000 og virka daga kostar 1.000 og að baða hundinn kostar 2.200.
Vona að ég geti passað hundinn þinn. Sími 463-1214


Tek að mér hross í tamningu og þjálfun frá 20. maí og eitthvað fram eftir hausti.
Er með diplóma í tamningum frá Háskólanum á Hólum.
-Anna Sonja, Hólum Eyjafjarðarsveit. S: 846-1087/463-1262

 

óskum eftir húsnæði
5 manna fjölskyldu, vantar 5 herbergja húsnæði 1. ágúst. í langtímaleigu.
Erum nýflutt í sveitina og viljum helst ekki þurfa að fara og breyta um umhverfi aftur. Viljum vera í sveitinni. Endilega hafið samband við okkur í síma 849-1854 Gerður ósk og 844-0779 árni Jökull


Bílskúrssala í Sunnutröð 9, laugardaginn 17. maí kl. 11:00-16:00
Vegna flutninga erlendis verður bílskúrssala laugardaginn 17. maí í bílskúrnum að Sunnutröð 9, Hrafnagilshverfi. Opið verður milli kl. 11:00-16:00.
ýmislegt verður til sölu: KTM krossaragalli, krossara/bíl-dekk og krossaraskór, bílstólar, Lego skólataska, DVD spilari, ferða DVD tæki, DVD myndir, stórt dúkkuhús, fullt af fatnaði (nýjum og notuðum) á hlægilegu verði og fullt, fullt meira.
Nánari upplýsingar og myndir má sjá á facebook:
https://www.facebook.com/events/861185150565631/?notif_t=plan_user_invited
Allir velkomnir, Harpa og Lilja


Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar
útleiga á tækjum félagsins verður með sama fyrirkomulagi og á síðasta ári. þórir sér um útleigu á tækjum sem eru staðsett á Torfum en Gylfi sér um útleigu á tækjum sem eru á Syðri-Tjörnum.

Tæki staðsett á Syðri-Tjörnum        Tæki staðsett á Torfum
8 t. tankur  10.000 kr.                   Haugsuga  14.000 kr.
Vendiplógur  12.000 kr.                  6 t. tankur    8.000 kr.
4 sk. plógur    8.000 kr.                 4 sk. plógur    8.000 kr.
2 sk. plógur    3.000 kr.                 Flagjafni    8.000 kr.
Akurvalti gamli   8.000 kr.              Akurvalti nýr 10.000 kr.
Vatnsvalti    4.000 kr.                   Steypuvél    5.000 kr.
úðadæla    6.000 kr.                     úðadæla    6.000 kr.
Sturtuvagn  10.000 kr.                  Vinnupallar    5.000 kr.
Vendiplógur, nýr 10.000 kr.

Pantanasími: Gylfi 846-9661, þórir 862-6832.
Leigjendur eru vinsamlegast beðnir um að skila tækjunum eftir notkun á þann bæinn sem tilgreindur er hér að ofan. Tækjum skal skila hreinum og eftir aðstæðum smurðum. Leiga reiknast frá því tæki er tekið og þangað til því er skilað. Stjórnin vill minna á að tækjunum sé skilað strax að notkun lokinni. þetta er sérstaklega mikilvægt á annatíma.
Baráttukveðjur, stjórnin


Umf. Samherjar - fótboltaæfingar
Sumarfótboltinn hjá okkur er þegar kominn af stað.
þjálfari er Jón óðinn eins og í fyrra.
æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum í sumar. 
Klukkan 18:00 hefst æfing hjá 10 ára og yngri og lýkur henni um klukkan 19:15 . 
Klukkan 19:30 hefst æfing hjá 11 ára og eldri og lýkur henni um klukkan 21:00. 
Strákar og stelpur eru saman á æfingum.
Nánar á http://www.samherjar.is/

 

Sveitarstjórnakosningar 2014
Sveitarstjórnarkosningar 2014 fara fram laugardaginn 31. maí n.k.  Frestur til að skila inn framboðslistum rann út s.l. laugardag 10. maí.
í Eyjafjarðarsveit verða  3  listar í framboði F-listinn,  H-listinn og Hinn-listinn.   Skipan frambjóðenda á listunum má sjá hér að neðan.

 F-listinn
1 Jón Stefánsson Berglandi Byggingariðnfræðingur
2 Jóhanna Dögg Stefánsdóttir Sigtúnum Kennari / frístundabóndi
3 Hólmgeir Karlsson Dvergsstöðum Framkvæmdastjóri
4 Halldóra Magnúsdóttir Skjólgarði Stuðningsfulltrúi / nemi
5 Hermann Ingi Gunnarsson Klauf Bóndi
6 Tryggvi Jóhannsson Hvassafelli Bóndi
7 Hákon B. Harðarson Svertingsstöðum 2 Bóndi
8 Beate Stormo Kristnesi Bóndi / eldsmiður
9 Ingólfur Jóhannsson Uppsölum Framkvæmdastjóri
10 Kristín Bjarnadóttir Svertingsstöðum 3 Viðskiptafræðingur
11 Jóhannes ævar Jónsson Espigrund Bóndi
12 Hulda M. Jónsdóttir Ytri Tjörnum Kennari
13 Sigmundur Guðmundsson Brekkutröð 2 Hdl.
14 Valdimar Gunnarsson Rein 2 Fv. kennari

H-listinn
1 Elmar Sigurgeirsson Hríshóli II Bóndi / húsasmiður
2 Kristín Kolbeinsdóttir Syðra Laugalandi efra Framkvæmdastjóri
3 þór Hauksson Reykdal Bakkatröð 3 Lögfræðingur
4 ásta Sighvats ólafsdóttir Rútsstöðum 1 Leikkona / leiðbeinandi
5 Sigurgeir B. Hreinsson Sunnutröð 3 Framkvæmdastjóri
6 Guðrún Anna Gísladótir Brúnalaug 1 Viðskipta- og hagfræðingur
7 Gunnbjörn Rúnar Ketilsson Finnastöðum Bóndi / smiður
8 Guðrún Jóhannsdóttir Garðsá Sérfræðingur
9 þórólfur ómar óskarson Grænuhlíð Bóndi / viðskiptafræðingur
10 Rósa Hreinsdóttir Halldórsstöðum Bóndi
11 Sveinn ásgeirsson Brúnuhlíð 7 Verkefnastjóri
12 þórdís Rósa Sigurðardóttir Hrísum Hjúkrunarfræðingur
13 Birna Snorradóttir Vallartröð 6 Bankastarfsmaður
14 Arnar árnason Hranastöðum Bóndi

Hinn-listinn
1 Sigurlaug Hanna Leifsdóttir Laugartröð 7 Verkefnastjóri
2 Lilja Sverrisdóttir Gullbrekku Bóndi
3 Einar Svanbergsson Sunnutröð 1 Rekstrarstjóri
4 þórir Níelsson Torfum Bóndi
5 Halla Hafbergsdóttir Hólshúsum Sérfræðingur
6 Sigurður Friðleifsson Hjallatröð 4 Umhverfisfræðingur
7 Anna Sonja ágústsdóttir Hólum Tamningakona / nemi
8 Jónína M. Guðbjartsdóttir Holtsseli Kennari
9 Brynjar Skúlason Hólsgerði Skógfræðingur
10 Hrönn A. Björnsdóttir Sunnutröð 5 Ritari
11 Aðalsteinn Hallgrímsson Garði Bóndi
12 Sigríður ásný Ketilsdóttir Finnastöðum Heilari
13 ármann Skjaldarson Skáldsstöðum Bóndi / bifvélavirki
14 Davíð R. ágústsson Vallartröð 4 Húsvörður

Getum við bætt efni síðunnar?